Tinder-farðinn prófaður

„Þegar ekkert má klikka er gott að leita á náðir Estée Lauder Double Wear Stay-In-Place Makeup því sá farði haggast ekki á húðinni fyrr en hann er tekinn af. Það má segja að ástarsamband mitt við þennan farða sé líklega það farsælasta á síðari árum en þó er aldrei að vita hverju Tinder mun skila mér í framtíðinni,“ segir Lilja Ósk Sigurðardóttir snyrtipenni Smartlands í sinni nýjustu grein: 

Estee-Lauder-Double-Wear

Estée Lauder Double Wear Stay-In-Place Makeup. Verð: 7.099 kr.

T.v.: Án farða. T.h.: Einungis með Estée Lauder Double Wear-farðann. Báðar myndir teknar í náttúrulegri dagsbirtu án filters.

Til að sýna hversu öflugur farðinn er hef ég ákveðið að „bera mig“ fyrir alþjóð og sýna mig án allrar förðunar. Ég tók því mynd af mér án alls og svo aðra mynd þar sem ég er einungis með Estée Lauder Double Wear-farðann á mér í lit 1N1 og muninn má sjá á myndunum hér fyrir ofan hlið við hlið. Báðar myndirnar eru teknar í náttúrulegri birtu, enginn filter er notaður og enginn hyljari, einungis farðinn.

Helstu kostir farðans:
-Hann er mjög langvarandi.
-Áferðin er mött.
-Kemur i mörgum litatónum.
-Auðveldur í notkun.
-Ilmefnalaus.

Helstu gallar farðans:
-Kann að vera of mattur fyrir mjög þurra húð.
-Þar sem hann þornar frekar mattur gengur misvel að blanda kremkenndar snyrtivörur ofan á honum.
-Dökknar örlítið á húðinni þegar hann þornar.

Sjálf er ég með blandaða, viðkvæma húð með talsverðum roða og Estée Lauder Double Wear-farðinn er eins og ,,photoshop" í flösku fyrir mig. Þessi farði hefur lengi verið einn mest seldi farðinn í förðunarheiminum vegna þess að hann gerir nákvæmlega það sem hann segist ætla að gera. 


Þar sem farðinn veitir mikla þekju og veitir matta ásýnd er hægt að gera ýmislegt til að gera formúluna fjölþættari. Þú getur prufað eftirfarandi:
-Blandaðu farðanum saman við smávegis af rakakremi til að þynna hann.
-Notaðu rakan förðunarsvamp til að bera farðann á andlitið til að mýkja hann.
-Notaðu ljómapúður yfir til að draga úr möttu yfirbragðinu.

Förðun: Estée Lauder Double Wear-farðinn, Charlotte Tilbury Legendary Brows, Clarins Graphik Ink Liner, Estée Lauder Bronze Goddess Bronzing Powder, Kylie Cosmetics Matte Liquid Lipstick í litnum Koko K.

Það tók mig 10 mínútur að gera mig klára fyrir daginn með þessum farða og fyrrnefndum förðunarvörum, þetta þarf ekki að vera flókið ef réttu vörurnar eru við höndina. Að lokum vil ég taka fram að það er mikilvægt að stuðla að góðu sjálfstrausti og líða jafn vel án farða sem og með hann. Förðunarvörur eiga að vera skemmtilegar og veita tilbreytingu en ekki kvöð.

Ef þú vilt fylgjast með á bakvið tjöldin geturðu heilsað upp á mig á samfélagsmiðlunum góðu:
Instagram: @liljasigurdar
Facebook: Snyrtipenninn 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál