Svona færðu fullkomna húð

Lilja Ósk Sigurðardóttir er snyrtipenni Smartlands.
Lilja Ósk Sigurðardóttir er snyrtipenni Smartlands.

„Japanskar konur eru þekktar fyrir fallega húð sína og eldist húð þeirra betur en gengur og gerist en hver er galdurinn? Gleymdu hinni frægu japönsku 10 þrepa-húðumhirðu sem þú hefur líklegast lesið um í öllum tímaritum því það er ekki leyndarmálið á bak við unglegt útlit japanskra kvenna, sjálfar segja þær að minna sé meira í þessum efnum og hafa húðlæknar sagt að húðin séu ekki einu sinni fær um að taka við öllum þessum lögum af húðvörum á einu bretti. Það er ný húðumhirðurútína að ná vinsældum og hún snýst um að einfalda hlutina og viðhalda þeim,“ segir Lilja Ósk Sigurðardóttir, snyrtipenni Smartlands, í sínum nýjasta pistli: 

Eftirfarandi skref eru sögð koma húðinni í sitt besta ástand:

1. Mildur andlitshreinsir

Það er fátt verra að þurrka upp húðina með of öflugum andlitshreinsi, hvað þá þegar við búum við jafnkalt loftslag og á Íslandi. Það er yfirleitt nóg að skola húðina með hreina íslenska vatninu á morgnana en mikilvægara er að nota andlitshreinsi á kvöldin til að þrífa af umhverfismengun sem safnast hefur fyrir og til að taka af farða ef hann er á húðinni. 
Prófaðu nýja Shiseido WASO Quick Gentle Cleanser en hann er úr nýjustu húðvörulínu japanska snyrtivörumerkisins. Þessi andlitshreinsir er olíu- og alkóhólslaus, án parabena og inniheldur m.a. hunang sem nærir húðina og trimethyglycine sem viðheldur raka hennar. 

6
Shiseido WASO Quick Gentle Cleanser, 4.499 kr.

2. Olíuhreinsir 
Japanskar konur nota gjarnan hina frægu tvíþættu hreinsun, þ.e. fyrst farðahreinsir og svo olíuhreinsir, en olíuhreinsirinn leysir upp allt það sem kann að verða eftir á húðinni eftir fyrstu húðhreinsunina og leysir upp stíflur í húðholunum. Tileinkaðu þér tvíþætta andlitshreinsun ef þú ert að nota mikinn farða og/eða sólarvörn. Sérstaklega er mælt með Clear Skin Cleanser frá íslenska fyrirtækinu Rå Oils en sá olíuhreinsir hefur verið að fá mikið lof undanfarið. Fæst á Beautybox.is. 

111
Rå Oils Clear Skin Cleanser, 6.930 kr. (Beautybox.is)

3. Andlitsvatn
Eftir að hafa þvegið húðina er nauðsynlegt að jafna hana og mýkja með andlitsvatni eða -geli. Shiseido WASO Fresh Jelly Lotion er það nýjasta á markaðnum í þessum flokki og er alkóhóllaust og rakagefandi gel sem inniheldur m.a. snæskjálfa (e. white jelly mushroom) sem veitir raka í dýpstu húðlög og dipotassium glycyrrhizate sem dregur úr roða í húðinni.

5
Shiseido WASO Fresh Jelly Lotion, 4.499 kr.

4. Serum
Enn þá eru einhverjir þarna úti sem hafa ekki náð því hvað serum er en það er í raun öflug formúla sem valin er eftir því hver þín helstu húðvandamál eru. Sum serum vinna gegn fínum línum, önnur lyfta húðinni, vinna gegn stórum svitaholum og svona mætti áfram telja. Flestir byrja að nota serum um og eftir þrítugt og er talað um að nota þau kvölds og morgna en mörgum nægir að nota serum einungis á kvöldin. Serum er stór hluti af góðri húðumhirðu af því þau eru svo kröftug og því mikilvægt að finna þá formúlu sem hentar hverjum og einum. Það eru tvö serum sem eru hvað mest seld á snyrtivörumarkaðnum því þau virðast virka húðbætandi almennt en það eru Estée Lauder Advanced Night Repair og Clarins Double Serum en nú er komin glæný formúla af Double Serum sem inniheldur 20 öflug plöntuextrökt ásamt túrmerík. Clarins Double Serum vinnur gegn fínum línum og hrukkum, jafnar húðtón og eykur ljóma húðarinnar. 

2

Clarins Double Serum, 12.899 kr. 

5. Rakakrem
Gott rakakrem getur gert kraftaverk fyrir húðina og með því að veita húðinni stöðugan raka heldurðu henni ávallt í sínu besta ástandi. Fyrir utan það að drekka nægt vatn og takmarka neyslu koffíns og áfengis er mikilvægt að temja sér þann vana að nota rakakrem kvölds og morgna. Það er áberandi minna talað um hrukkukrem í dag og snyrtivörutímaritið Allure hefur bannað orðasamhengið „anti-aging“ og við sjáum aukningu á öflugum rakakremum í staðinn. Chanel Hydra Beauty Micro Créme er öflugt rakakrem fyrir allar húðgerðir sem veitir 24 klukkustunda raka. Þessi formúla er einstök fyrir míkró-dropana sem hún inniheldur en þeir búa yfir Camellia Alba OFA (oleofractioned active) sem er mjög hrein Camellia Alba-olía og gefur húðinni aukna fyllingu og raka. Rakakremið inniheldur sömuleiðis Camellia Alba PFA (polyfractioned active) sem heldur uppi rakastigi húðarinnar ásamt andoxandi Blue Ginger PFA sem verndar og styrkir varnarkerfi húðarinnar. Fullkomnaðu rakagjöfina með því að nota Chanel Hydra Beauty Micro Serum á undan.

Untitled design (1)
Chanel Hydra Beauty Micro Cream, 12.899 kr., og Chanel Hydra Beauty Micro Sérum, 12.999 kr.

6. Sólarvörn
Margar japanskar konur forðast sólina eins og djöfulinn og nota ávallt öfluga sólarvörn og jafnvel sólhlíf. Sólin er það sem eyðileggur ásýnd húðar okkar hvað hraðast og því meira sem við erum í sól án sólarvarnar því hraðar myndast hrukkur á húðinni. Þú getur sparað þér tíma með því að nota Shiseido WASO Color Smart Day Moisturizer SPF 30 en það er sérlega áhugaverð formúla sem aðlagar sig húðlit þínum og jafnar þannig húðtóninn eins og léttur farði ásamt því að veita húðinni raka og góða sólarvörn. Formúlan inniheldur jafnframt heilar gulrótarfrumur sem stuðla að heilbrigðri húð og púðuragnir sem vernda húðina gegn mengun. Einnig er hægt að fá Shiseido WASO Color Smart Day Moisturizer SPF 30 Oil-Free sem er mattandi og olíulaus formúla.

Untitled design (1) copy

Shiseido WASO Color Smart Day Moisturizer, 6.199 kr.


7. Andlitsmaski
Notaðu andlitsmaska einu sinni í viku til að hressa húðina við. Hægt er að fá andlitsmaska sem henta sérstaklega þinni húðgerð má nefna vinsæla maska eins og Origins Drink Up Intensive Overnight Mask, ef húð þína vantar raka, og leirmaskana frá Rå Oils sem koma í þremur útgáfum eftir því hvað húðin þín þarf. Um er að ræða maska sett sem inniheldur maskaduft, lífrænt blómavatn úr rósum, geranium eða appelsínum (eftir því um hvaða maska sett ræðir), og lífrænan bómullarþvottapoka. Notaðu Miracle Clay Mask til að djúphreinsa húðina, Radiance Clay Mask til að afeitra húðina og Serenity Clay Mask til að róa og mýkja húðina. Rå Oils fæst á Beautybox.is.

1

Rå Oils Serenity Clay Mask, 9.980 kr. (Beautybox.is)

mbl.is

Svona er hártískan 2018

Í gær, 18:00 Hártískan hefur sjaldan verið jafn litrík og síðustu misseri. Baldur Rafn Gylfason eigandi heildsölunnar bPro segir að það verði mikið um metallic- og pastelliti ásamt silfurlituðum tónum á næstunni. Baldur segir að það sé mikil kúnst að ná þessum litum fram svo þeir haldist í hárinu. Nú er hann farinn að flytja inn liti frá Hair Passion og segir Baldur að það sé mikill fengur í að fá þessa liti því þeir framleiði fullkomnar blöndur fyrir liti og tóna. Meira »

Eyðir þú peningum vegna hugarangurs?

Í gær, 15:49 Fjölmargar rannsóknir á áhrifum föstu hafa sýnt fram á að áhrifin eru ekki aðeins líkamleg, heldur upplifa þeir sem fasta gjarnan andlega upplyftingu. En hvernig getum við heimfært hugmyndafræði föstunnar yfir á önnur svið lífsins?,“ segir Edda Jónsdóttir leiðtogamarkþjálfi. Meira »

Þorirðu að gera eitthvað öðruvísi í sumar?

Í gær, 12:46 Stuttar buxur, hvort heldur sem er stuttar útvíðar við ökkla, eða stuttbuxur í alls konar litum verða allsráðandi í sumar. Einnig eru síðar útvíðar buxur áberandi fyrir sumarið. Ertu tilbúin í herlegheitin? Meira »

Á ég að loka á gifta manninn?

Í gær, 09:46 „Ég kynntist manni sem á konu. Hann er rosalega ljúfur og góður og við svakalega góðir vinir. Samband okkar þróaðist úr vináttu og í eitthvað meira. Hann og konan hafa átt í miklum vandræðum og er samband þeirra mjög slæmt og augljóst að hann ber litlar sem engar tilfinningar til hennar.“ Meira »

Aldur færir okkur hamingju

Í gær, 09:00 Mörg okkar lifa í þeirri blekkingu að lífið verði minna áhugavert með aldrinum. Á meðan rannsóknir sýna að það er einmitt öfugt. Með aldrinum öðlumst við þekkingu, reynslu, auðmýkt og hamingju samkvæmt rannsóknum. Meira »

Gáfu gömlu eldhúsinnréttingunni nýtt líf

í gær Þórunn Stella Hermannsdóttir og Davíð Finnbogason breyttu eldhúsinu hjá sér á dögunum þegar þau máluðu myntugræna eldhússkápana hvíta á lit. Þórunn Stella myndaði ferlið frá a til ö. Meira »

Fimm ástæður fyrir kynlífi í kvöld

í fyrradag Það er hægt að finna fjölmargar góðar ástæður fyrir því að stunda kynlíf fyrir utan þá augljósu, bara af því það er gott.   Meira »

Mættu í hettupeysum og pilsum

í fyrradag Mörgum þykir hettupeysur bara ganga við gallabuxur. Fólk á þessari skoðun ætti að fara að endurforrita tískuvitund sína þar sem nú eru hettupeysur og pils aðalmálið. Meira »

Hryllileg stemming hjá Gucci

í fyrradag Í sal sem minnti á skurðstofu gengu litríkar fyrirsætur Gucci niður tískupallinn. Litrík föt féllu í skuggann á óhugnanlegum aukahlutum. Meira »

Árshátíð Árvakurs haldin með glans

í fyrradag Gleðin var við völd þegar Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, mbl.is, K100 og Eddu útgáfu, hélt árshátíð sína í Gamla bíó um síðustu helgi. Meira »

„Enginn fullorðinn vill láta skipa sér fyrir“

í fyrradag „Það sem eldra fólk er að fást við er að stórum hluta að aðlagast breyttum aðstæðum og vinna sig í gegnum söknuð. Sem dæmi eru margir búnir að missa maka sinn, missa hreyfigetuna, sumir þurfa að aðlagast að flytja á hjúkrunarheimili og búa þá ekki í sínu húsi eins og þau eru vön. Breytingar þegar við verðum eldri, getur komið út í reiði.“ Meira »

Heimilislíf: Miklu rómantískari en áður

í fyrradag Elín Hirst býr ásamt eiginmanni sínum, Friðriki Friðrikssyni, í fallegu einbýlishúsi á Seltjarnarnesi. Eftir að hjónin fluttu varð Elín miklu rómantískari. Hún keypti til dæmis kristalsljós á veggina og speglaborð úr Feneyjagleri. Meira »

Íslenskur karl berst við einmanaleika

í fyrradag „Er rúmlega þrítugur og aldrei verið í sambandi og hef verið að berjast við gífurlegan einmanaleika. Ég hef reynt allnokkrum sinnum að tengjast einhverjum en fæ höfnun á eftir höfnun. Ég reyni að halda höfði en það er farið að reynast erfitt.“ Meira »

Ófrjósemi er ekkert til að skammast sín fyrir

21.2. Eftir þrjú ár af árangurslausum tilraunum til þess að eignast barn hafa Eyrún Telma Jónsdóttir og unnusti hennar Rúnar Geirmundsson ákveðið að leita sér frekari hjálpar. Meira »

Mjöður sem kveikir meltingareldinn

21.2. „Logandi sterkur eplasíder er magnað fyrirbæri og eitthvað sem við ættum öll að brugga á þessum tíma árs. Svona mjöður „bústar“ ofnæmiskerfið og hitar okkur frá hvirfli ofan í tær. Nú er lag að skella í einn (eða tvo) til að koma eldhress undan vetri,“ segir Guðrún Kristjánsdóttir í Systrasamlaginu í sínum nýjasta pistli. Meira »

Er ég of ung fyrir botox?

21.2. „Ég er tæplega þrítug og farin að hafa áhyggjur af því að eldast. Það eru ekki komnar neinar sjáanlegar hrukkur en andlitið mitt er farið að missa fyllingu og verða „eldra“ í útliti,“ spyr íslensk kona. Meira »

Skortir kynlíf en vill ekki halda fram hjá

21.2. „Ef ég stunda ekki kynlíf verð ég slæmur í skapinu en kynlífið með kærustunni er alveg dottið niður. Ég vil ekki vera náinn einhverjum öðrum, ég vil bara meira kynlíf með kærustunni minni.“ Meira »

Hvers vegna viltu dýrt heimili?

21.2. Heimilið á að segja sögu okkar og alls staðar þar sem reynt er of mikið til að allt líti sem dýrast út, það er ekki heimili sem er að virka eins og það á að gera. Þar er verið að skapa ímynd sem er ekki raunveruleiki heldur draumur um eitthvað annað líf. Þar sem sótt er í það sem á að vera „æðislegra” en það sem er. Meira »

Allt á útopnu í Geysi

21.2. Það var margt um manninn við sýningaropnun í Kjallaranum í Geysi Heima á laugardaginn þegar Halla Einarsdóttir opnaði einkasýningu sína, ÞRÖSKULDUR, SKAÐVALDUR, ÁBREIÐUR. Fjöldi fólks lagði leið sína á Skólavörðustíginn en boðið var upp á léttar veitingar. Meira »

Er sjálfsfróunartæknin vandamálið?

21.2. „Hann hefur aldrei fengið fullnægingu eða sáðlát við samfarir. Hann sagði mér nýlega að hann fróaði sér á maganum (liggur með andlitið niður og nuddar sér upp við rúmið).“ Meira »