Sleppir reykingum og drekkur í hófi

Ágústa Johnson framkvæmdastjóri Hreyfingar
Ágústa Johnson framkvæmdastjóri Hreyfingar mbl.is/Árni Sæberg

Ágústa Johnson er þekkt fyrir að lifa heilsusamlegum lífsstíl, enda hreystin uppmáluð. Hún lætur húðina svo sannarlega ekki sitja á hakanum og þykir gott að skella andlitinu í ísmolabað. Þá leggur hún, eins og alþjóð veit, mikla áherslu á hreyfingu og hollt mataræði. 

„Ég hreinsa húðina samviskusamlega á hverju kvöldi, með Blue Lagoon Foaming Cleanser og set framan í mig Caudalie-næturkrem. Klikka ekki á því undir neinum kringumstæðum. Á morgnana skola ég húðina með vatni áður en ég set á mig dagkrem og farða, segir Ágústa þegar hún er beðin að lýsa húðumhirðu sinni. En skyldi hún eiga sér eftirlætishúðvörur?

„Blue Lagoon-vörurnar eru í algjöru uppáhaldi, kísillinn og þörungarnir sem eru svo einstakir gera svo mikið fyrir húðina og örva kollagenframleiðsluna sem veitir nú ekki af fyrir konur á mínum aldri. Mér finnst maskarnir og fótakremið einnig í algjörum sérflokki,“ segir Ágústa og bætir við að hún hafi alltaf reynt að hafa lítið fyrir því að setja upp andlitið. Nokkra fastagesti má þó ávallt finna í snyrtibuddunni hennar.

„Ég er með fjórar til fimm standard förðunargræjur í snyrtibuddunni. L‘oreal Telescopic maskara, sem er sá eini sem hentar mínum augnhárum og Bare Minerals Complexion Rescue sem er léttur farði. Þá á ég alltaf Mac Soir-varalitablýant auk þess sem mér finnst Blue Lagoon-varasalvinn ómissandi. Gott olíulaust sólarpúður er svo skemmtilegra með, ef ég nenni.“

Ágústa skellir sér reglulega í andlitsbað í Blue Lagoon Spa til að hressa upp á húðina, auk þess sem henni finnst ísmolabað sérlega gott fyrir andlitið. Þá forðast hún einnig kemískar vörur með fjöldanum öllum af flóknum innihaldsefnum.

„Ég vil helst nota náttúrulegar vörur með sem fæstum innihaldsefnum og vörur án parabena,“ bætir Ágústa við. En hvernig skyldi hún taka sig til ef tíminn er af skornum skammti?

„Það er lítið mál. Hárið í hnút og stutta fjögurra atriða andlitsförðunin sem tekur aðeins fimm mínútur. Og svo tekur enga stund að henda sér föt,“ segir hún. En skyldi Ágústa eiga skothelt „bjútíráð“?

„Reykingar, áfengi, sykur og svefnleysi er nokkuð örugg leið til að draga fram tiltölulega verri ásýnd í speglinum. Besta bjútíráðið finnst mér því númer eitt að reykja ekki og neyta áfengis og sykurs alla jafna í hófi. Fá að minnsta kosti átta tíma svefn, æfa af krafti og svitna vel svo maður hreinlega geislar af hreysti og ferskleika.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál