Augabrúnirnar eru ekki eineggja tvíburar

Fergie er ekki með alveg jafnar augabrúnir frekar en aðrar …
Fergie er ekki með alveg jafnar augabrúnir frekar en aðrar konur. mbl.is/AFP

Augabrúnirnar eru tvær, við viljum hafa þær eins en samt virðist önnur yfirleitt vera betri og flottari en hin. Snyrtifræðingur stjarnanna, Tonya Crooks, fór yfir það af hverju augabrúnirnar eru eins og systur en ekki eineggja tvíburar. 

Crooks hefur snyrt konur á borð við Megan Fox, Evu Mendes og Fergie en hún bendir á aðrar ástæður en þær augljósu þar sem það er ekki bara þéttari hárvöxtur sem skiptir máli. Samkvæmt henni eru það mismunandi vöðvahreyfingar sem stýra augabrúnunum. Stundum er ástæðan á hvorri hliðinni fólk sefur en það getur gert það að verkum að vöðvarnir á annarri hliðinni séu veikari en á hinni.

Megan Fox.
Megan Fox. mbl.is/AFP

Ástæðan fyrir mismunandi vöðvahreyfingum getur líka verið hvernig þú tjáir þig með svipbrigðum. Fólk lyftir gjarnan einungis annarri augabrúninni. 

Hægt er að láta augabrúnirnar líta út fyrir að vera jafnar, eða jafnari með til dæmis farða. Svo er líka hægt að taka augabrúnunum eins og þær eru. Þetta er nefnilega ekki það eina sem tilheyrir líkamanum sem er ekki jafnt, fætur okkar eru oft misstórir sem og brjóstin en annað brjóstið er iðulega aðeins stærra en hitt. 

Eva Mendes lyfir annarri augabrúninni þar sem hún stillti sér …
Eva Mendes lyfir annarri augabrúninni þar sem hún stillti sér upp með barnsföður sínum Ryan Gosling. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál