Hvernig brúnkuvara hentar þér?

Georgia Fowler.
Georgia Fowler. mbl.is/AFP

Nú er tíminn þar sem margir grípa í brúnkuvörur til að hressa upp á útlitið með misjöfnum árangri. Ógrynni af brúnkuvörum eru til á markaðnum og er þetta sem frumskógur fyrir óreynda leikmenn eins og mig. Því ákvað ég að taka saman helstu gerðir af brúnkuvörum til að einfalda leitina að hinni fullkomnu brúnkuvöru til að framkalla sólkyssta útlitið yfir vetrarmánuðina.

1. LITURINN BYGGÐUR UPP

Fólk með mjög ljósa húð ætti að tileinka sér líkamskrem með lit sem verður aðeins meiri í hvert skipti sem það er borið á. Með þessu minnka líkur á leiðinlegum rákum í litnum og hann verður mun raunverulegri. Winter Skin frá Eco by Sonya er í miklu uppáhaldi hjá mér og reyndist hvað best fyrir mína mjög ljósu húð því liturinn varð jafn og raunverulegur. Formúlan inniheldur aloe vera, kakó og kamillu og nærir því húðina vel. Formúlan er bæði vegan og lífræn.

Eco by Sonya Winter Skin, 5.590 kr. (Maí)
Eco by Sonya Winter Skin, 5.590 kr. (Maí)

2. BRÚNKUDROPAR Í ANDLITS- OG LÍKAMSKREMIÐ

Þegar maður hefur fundið hið fullkomna rakakrem er fátt þægilegra en að skella nokkrum brúnkudropum út í það og fá þannig það besta úr báðum heimum. Bronz’Express Magic Radiance Drops er mjög góð formúla en með dropateljaranum stjórnarðu vel hversu mikinn lit þú vilt fá. Mælt er með 2-3 dropum út í andlitskrem eða 5-6 dropum út í líkamskrem.

Bronz’Express Magic Radiance Drops, 4.920 kr.
Bronz’Express Magic Radiance Drops, 4.920 kr.

3. BRÚNKUVATN

Margir hafa eflaust upplifað það að fá bólur eftir að hafa borið þykkt brúnkukrem í andlitið en nú er hægt að fá brúnkuvatn fyrir andlitið sem er fislétt formúla og hentar öllum húðgerðum en er þó sérlega hentug fyrir olíukennda húð. Face Tan Water frá Eco by Sonya er gífurlega vinsæl brúnkuvara því hún bætir ástand húðarinnar til lengri tíma með aloe vera og andoxunarefnum og segjast margir hafa minnkað notkun á farða eftir að hafa uppgötvað brúnkukremið. Formúlan er vegan og lífræn.

Eco by Sonya Face Tan Water, 5.490 kr. Fæst í …
Eco by Sonya Face Tan Water, 5.490 kr. Fæst í Maí.

4. BRÚNKUKREM

Brúnkukrem eru mjög rakagefandi og henta því vel fólki með venjulega út í þurra húð. Liturinn af brúnkukremum endist gjarnan lengur vegna rakagefandi eiginleika þeirra. Clarins Delicious Self Tanning Cream er klassískt brúnkukrem sem ilmar af kakói og veitir húðinni mikinn raka og aukinn ljóma.

Clarins Delicious Self Tanning Cream, 5.299 kr.
Clarins Delicious Self Tanning Cream, 5.299 kr.

 5. BRÚNKUFROÐA

Brúnkufroða er léttari í sér en brúnkukrem og oft talin auðveldari í notkun. Hún hentar vel venjulegum og olíukenndum húðgerðum. Tvær brúnkufroður standa upp úr hjá mér. Fyrst er það St. Tropez Express Self Tan Bronzing Mousse en formúlan leyfir þér að stjórna litaákefðinni svo þú getur skolað froðuna af eftir 1, 2 eða 3 klukkutíma eftir því hversu djúpan lit þú vilt en liturinn sem hlýst af St.Tropez-brúnkuvörunum er alltaf skotheldur. Seinni brúnkufroðan sem ég mæli með er Eco by Sonya Cacao Tanning Mousse en þetta er lífræn brúnkuvara sem kakó, kaffi og gingseng og því örvar hún blóðflæði húðarinnar og kann að losa um appelsínuhúð. Báðar formúlurnar eru vegan en þar að auki er brúnkufroðan frá Eco by Sonya lífræn.

St. Tropez Express Self Tan Bronzing Mousse, 6.480 kr.
St. Tropez Express Self Tan Bronzing Mousse, 6.480 kr.
Eco by Sonya Cacao Tanning Mousse, 5.990 kr. Fæst í …
Eco by Sonya Cacao Tanning Mousse, 5.990 kr. Fæst í Maí.

6. BRÚNKUSPREY

Brúnkusprey er létt og er sérstaklega þægilegt til að ná á erfiða staði líkamans. Hollenska merkið Marc Inbane er tiltölulega nýkomið á íslenskan markað og selur brúnkusprey sem þykir sérlega gott.

Marc Inbane Natural Tanning Spray, 7.890 kr. Fæst á vefnum …
Marc Inbane Natural Tanning Spray, 7.890 kr. Fæst á vefnum marcinbane.is.

7. SKULDBINDINGARLAUS BRÚNKA

Það er auðvelt að fá smá lit og ferskleika í andlitið með lituðum formúlum sem síðan eru einfaldlega þvegnar af eða með góðu sólarpúðri. Nýlega uppgötvaði ég stórmerkilega vöru frá NIOD sem nefnist Photography Fluid og er eins og Instagram-filter fyrir andlitið. Þessi formúla er létt eins og serum og kemur í tveimur útgáfum þar sem Opacity 12% er ljós á litinn með fínlegum ljóma og Opacity 8% er bronslituð formúla sem hægt er að bera yfir allt andlitið fyrir aukinn frískleika eða nota sem fljótandi bronser. Sjálf nota ég báðar formúlurnar einar og sér, undir farða, blanda þeim saman við farða og svo framvegis. 

NIOD Photography Fluid Opacity 8%, 3.850 kr., NIOD Photography Fluid …
NIOD Photography Fluid Opacity 8%, 3.850 kr., NIOD Photography Fluid Opacity 12%, 3.780 kr. Fæst í Maí verslun.

HVAÐ SKAL FORÐAST?

Ef húðin þín er mjög ljós er gott að byggja upp litinn smám saman til að reyna að fá náttúrulega útkomu. Berðu vel af rakakremið á andlitið og líkamann áður en þú setur á þig brúnkukrem því þurr svæði draga í g meiri lit og þá verður útkoman ójöfn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál