Fyrirsætulíkaminn ekki sá eftirsóttasti

Kate Moss-líkaminn er ekki lengur sá eftirsóttasti.
Kate Moss-líkaminn er ekki lengur sá eftirsóttasti. AFP

Eftirsóttasta líkamsgerðin er ekki herðatré eins og mætti kannski halda út frá því sem sést oftar en ekki á tískupöllunum. Konur í góðu formi og með vöðva eru eftirsóttari að mati bæði kvenna og karla.

Men's Health greinir frá bandarískri rannsókn þar sem hið fullkomna vaxtarlag var rannsakað. Í fyrri hluta rannsóknarinnar voru fegurðardrottningar síðustu tveggja áratuga skoðaðar. Í dag eru fegurðardrottningar vöðvastæltari en þær sem unnu á tíunda áratugnum. 

Í seinni hlutanum voru bæði konur og karlar fengin til þess að meta sömu konuna á tveimur myndum, á annarri virtist hún ekki jafn vöðvastælt. Þótti líkami konunnar eftirsóknarverðari þegar hún leit út fyrir að vera sterkbyggð, í góðu formi. 

Niðurstöðurnar koma kannski ekki á óvart. Á Instgram flæða myndir af vöðvastæltum konum sem veita öðrum líkamsræktarinnblástur. Þrátt fyrir að það sé ekki hollt að vera óeðlilega grannur eru þessar vöðvastæltu á samfélagsmiðlum ekki endilega betri fyrirmyndir en grannar fyrirsætur. Konur eru nú ekki bara undir pressu að grennast heldur líka að verða vöðvastæltar. Fituprósentan skiptir nefnilega líka máli hjá líkamsræktarstjörnunum. 

Kardashian-systurnar er þekktar fyrir línur sínar en um leið vöðvastælta …
Kardashian-systurnar er þekktar fyrir línur sínar en um leið vöðvastælta líkama. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál