Filter-lýtaaðgerðir vinsælar

Kim Kardashian notar filter í sjálfumyndum eins og aðrir á …
Kim Kardashian notar filter í sjálfumyndum eins og aðrir á samfélagsmiðlum.

Hingað til hefur það verið vinsælt að biðja lýtalækna um varir eins og Angelina Jolie og nef eins og Nicole Kidman. Nú er fólk byrjað að horfa annað, á sjálft sig með svokallaðan filter eins og hægt er að nota á samfélagsmiðlum á borð við Snapchat og Instagram.

Lýtalæknir sem ræddi við Independent sagði að sífellt fleiri biðji um að breyta andliti sínu í filter-útgáfu af sjálfum sér frekar en að biðja um að líkjast einhverjum stórstjörnum. 

Flestir sem nota Snapchat eða Instagram hafa notað einhvers konar filtera. Þeir breyta myndum mismikið en geta breytt andlitum fólks þannig að húðin lítur út fyrir að vera jafnari, andlitsfallið breytist, varirnar stækka og augun líta út fyrir að vera stærri en þau eru í raun og veru. 

Læknirinn lítur á þetta sem áhyggjuefni. Sjálfsmat ungs fólks í dag byggist að miklu leyti á vinsældum þess á samfélagsmiðlum. Hversu vel fólk lítur út á myndum og viðtökur myndanna hefur mikil áhrif á sjálfsmatið. 

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál