Því miður voru myndatökur ekki leyfðar

Levis 501 þóttu ansi heitar fyrir rúmum 20 árum.
Levis 501 þóttu ansi heitar fyrir rúmum 20 árum.

Það er akkúrat á þessum árstíma sem maður fer að undirbúa nýja árstíð og peppa sig upp fyrir sólina og sumarið. Auðvitað gerist þetta ekki yfir nótt heldur smátt og smátt. Fólk tekur eitt skref í einu í átt að léttara og bjartara lífi.

Fyrsta skrefið er að stelast til þess að fara berfætt í skónum í vinnuna þótt það séu mínus fimm gráður. Það sleppur ef fólk er í rólegri innivinnu og situr fyrir framan tölvu allan daginn. Sumartískan kallar á meira en að vera berfættur í skónum. Hún kallar líka á útvíðar buxur, silkiskyrtur, tvíhneppta næntísjakka, samlit dress, víða kjóla og púffermar og auðvitað helling af alls konar.

Sambland af áhrifum frá áttunda og tíunda áratugnum einkenna sumartískuna. Þeir sem eru í kringum fertugt eru alla jafna miklu meira til í stíl áttunda áratugarins en stíl þess tíunda. Enda svo allt of stutt síðan maður var í Levis 501 með loðnar augabrúnir og frekar óöruggur með tilvist sína. Sem gerir það að verkum að maður þarf aðeins að setja sig í stellingar til að taka á móti þessum tískustraumum á nýjan leik og hleypa þeim inn í líf sitt.

Á tíunda áratugnum var ég unglingur í 110 Reykjavík. Klæddist Levis 501-gallabuxum í stærð 36, afabol og var í víðri vínrauðri ullarpeysu úr Guðsteini yfir (til að fela hvað rassinn var stór). Á þessum árum var lífið ekki búið að kenna manni þá lexíu að flestir eru bara að spá í sjálfan sig, ekki aðra, og fáir að spá í hvort einhver sé með lítinn eða stóran rass og hvort það þurfi að fela hann inni í vínrauðri ullarpeysu. Þetta var líka áður en stórir rassar komust í tísku.

Kim Kardashian var reyndar fædd en hún var í grunnskóla og ekki farin að hafa áhrif á heimsbyggðina. Áður en Kardashian frelsaði okkur þóttu punkteraðir rassar mest töff enda tískufyrirmyndir þess tíma oft á tíðum eins og svangir unglingspiltar í laginu. Kate Moss og þær allar áttu senuna og unglingsstúlkur í 110 köstuðu bara inn handklæðinu og fengu sér meiri rjómaís enda ekki vinnandi vegur að komast í það form sem þótti eftirsóknarverðast á þeim tíma.

Hugur minn reikaði ískyggilega til unglingsáranna þegar ég fór með tilvonandi eiginmanni mínum í leiðangur á dögunum. Planið var að kaupa á hann nýjar gallabuxur, svona eins og miðaldra fólk gerir á laugardögum. Þar sem við erum af sömu kynslóð erum við alltaf svolítið heit fyrir Levis enda voru allir í þannig þegar við vorum upp á okkar besta. Þegar inn í búðina var komið tók glaðlegur drengur á móti okkur og stjanaði við okkur. Kom með hverja brókina á fætur annarri inn í mátunarklefann. Í algeru hugsunarleysi báðum við afgreiðslumanninn um Levis 501 því það snið líkaði okkur svo vel þegar við vorum yngri. Levis 501 þótti nefnilega jafntöff í 210 Garðabæ og 110 Reykjavík. Til að gera langa sögu stutta höfum við tvö ekki hlegið jafnmikið í langan tíma. Levis 501 eru greinilega flottari á unglingsdreng en á bráðum 45 ára gömlum brúnhærðum lögfræðingi með gleraugu.

Mögulega verðum við bæði komin í Levis 501 fyrir sumarið 2019, en eins og staðan er núna þurfum við meiri aðlögunartíma. Við græddum þó gott hláturskast sem jók hamingjustuðulinn um nokkur prósent og getum yljað okkur við góða minningu úr búningsklefanum. Því miður voru myndatökur ekki leyfðar við þetta tækifæri – annars hefði þeim verið póstað með þessari grein.

Kim Kardashian ásamt fjölskyldu sinni í kringum 1992.
Kim Kardashian ásamt fjölskyldu sinni í kringum 1992.
Svona var tískan í kringum 1992.
Svona var tískan í kringum 1992.
Litríkir jakkar þóttu töff í kringum 1992 og voru gulltölur …
Litríkir jakkar þóttu töff í kringum 1992 og voru gulltölur möst.
Þessi kjóll frá Baum und Pferdgarten minnir á áttunda áratuginn.
Þessi kjóll frá Baum und Pferdgarten minnir á áttunda áratuginn.
Í vortískunni er púff áberandi.
Í vortískunni er púff áberandi.
Púff er áberandi í sumartískunni.
Púff er áberandi í sumartískunni.
Jakki í anda 1992 fæst í Mathildu í Kringlunni.
Jakki í anda 1992 fæst í Mathildu í Kringlunni.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál