Í sömu kápunni og árið 1980

Anna Prinsessa árið 1985 og árið 2018.
Anna Prinsessa árið 1985 og árið 2018. skjáskot/People

Klæðaburður kvenna í bresku konungfjölskyldunni vekur jafnan athygli. Á meðan yngri fjölskyldan keppist um að mæta í dýrum hönnunarflíkum lætur sú eldri stundum gamla gimsteina duga eins og Anna prinsessa gerði í vikunni þegar hún mætti í hátíðlega messu í Westminister Abbey ásamt fjölskyldu sinni. 

Anna sem er 67 ára gömul dóttir Elísabetar Englandsdrottningar og þar með systir Karls Bretaprins stal senunni í ljósri kápu sem hún klæddist meðal annars í Derby árið 1985. Var hún nánast eins klædd með svarta leðurhanska, leðurtösku og skóm með lágum hæl. Eina sem var öðruvísi var hatturinn, hárgreiðslan var meira að segja sú sama og árið 1985. 

Richard Palmer, konunglegur blaðamaður Express, greindi því að að kápan væri jafnvel frá því seint á áttunda áratugnum. Fékk blaðamaðurinn seinna ábendingu á Twitter um að Anna hefði líka klæðst kápunni árið 1980. 

Vakti Palmer einnig athygli á því að Meghan hafi klæðst kápu sem kostaði rúmlega 120 þúsund krónur og Katrín kápu sem kostaði 90 þúsund á meðan prinsessan klæddist 40 ára gamalli kápu.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál