Svona færðu húðina til að ljóma

Það skiptir miklu máli að hugsa vel um húðina.
Það skiptir miklu máli að hugsa vel um húðina. mbl.is/ThinkstockPhotos

Það er svo heilmikið sem fer í að skipuleggja brúðkaup. Ekki síst fyrir brúðina sem þarf ekki aðeins að huga að skreytingum, veislusal, gestalista og svo framvegis heldur þarf hún líka að velja kjól og panta förðun, hárgreiðslu, neglur og svo mætti lengi telja. Lykillinn að því að líta vel út á daginn sjálfan er góður undirbúningur og húðumhirða. Hér eru nokkur góð ráð. 

Þrír mánuðir til stefnu

Gott er að byrja undirbúninginn á að fara í andlitsbað með góðri djúphreinsun til að tryggja að húðin sé hrein og tilbúin í slaginn. Síðan er kominn tími til að fullkomna daglega húðumhirðu og bæta við nýjum snyrtivörum eftir þörfum, því ef þú vilt ná sjáanlegum árangri verðurðu að gefa þeim níutíu daga í það minnsta. Skoðaðu húð þína vandlega og áttaðu þig á hvað þú vilt bæta.

Þetta er líka rétta augnablikið til að setja húðin í „boot camp“ og nota tímabundna meðferð, eins og BIOEFFECT 30 Day Treatment. Á þrjátíu dögum endurnýjar, endurnærir og endurbætir meðferðin sem inniheldur aðeins 9 innihaldsefni. Þar á meðal eru 3 mismunandi frumuvakar, EGF, IL-1a og KGF, sem tala mál húðarinnar og segja frumum hennar að afkasta betur.

Vatnsdrykkja er einnig mikilvæg því húðin er alltaf fallegri ef hún fær nógan raka, reyndu að miða við 2 lítra af vatni á dag fram að brúðkaupi. Sama gildir um að borða nægilega mikið af ávöxtum, grænmeti og öðrum hollum mat og stunda nóga hreyfingu – heilsusamlegur lífstíll endurspeglast alltaf í húðinni.

30 Day Treatment frá Bioeffect gerir kraftaverk fyrir húðina.
30 Day Treatment frá Bioeffect gerir kraftaverk fyrir húðina.

Tveir mánuðir til stefnu

Nú ættirðu að vera búin að velja kjólinn og veist því hversu mikið af líkamanum mun sjást. Það má nefnilega ekki gleyma að huga að húð líkamans. Margir mæla með því að þurrbursta húðina á hverjum degi áður en þú ferð í sturtu, en það á að örva blóðflæði og losun eiturefna í gegnum sogæðakerfið þannig að húðin verði hraustlegri. Annars er líka gott að nota góðan líkamsskrúbb tvisvar í viku og bera á sig body lotion. BIOEFFECT Body Intensive er rakagefandi húðnæring fyrir líkamann sem stinnir, styrkir, mýkir og nærir húðina auk þess að gefa henni fallegan ljóma.

Það er misjafnt hvort brúðir kjósa að vera sólkysstar eða rjómahvítar á brúðkaupsdaginn eða ekki. Ef þú ert ein þeirra sem kjósa brúnku þá er langbest að fara í svokallaða brúnkusprautun hjá fagaðila því það tryggir jafnan og fallegan lit. Gott er að prófa brúnkuna fyrst nokkrum mánuðum fyrir brúðkaup og sjá hvernig þér líkar liturinn – ekki gleyma að klæðast hvítu til að sjá hvernig hann verður við kjólinn. Ef þú ert ánægð með litinn og ásetninguna skaltu bóka annan tíma hjá sama aðila tveimur til þremur dögum fyrir brúðkaupið.

Einn mánuður til stefnu

Brúðurin er oftast uppteknust síðasta mánuðinn og með marga bolta á lofti. Þess vegna er enn mikilvægara að hugsa vel um sig. Húðin ætti að vera upp á sitt allra besta á þessum tíma eftir aðhlynningu síðustu vikna. Til að setja punktinn yfir i-ið er gott að fara í lokaandlitsbað en hafa það bara nærandi og frískandi frekar en hreinsandi og alls ekki seinna en tveimur vikum fyrir stóra daginn. Það getur alltaf gerst að þú fáir ofnæmisviðbrögð eða jafnvel bólu eftir slíka meðferð en húðin getur hæglega jafnað sig á nokkrum vikum.

Einu sinni til tvisvar í viku er gott að taka dýpri hreinsun á húðinni með skrúbb til að koma í veg fyrir að dauðar húðfrumur sitji á og stífli húðina. BIOEFFECT Volcanic Exfoliator inniheldur örfína kristalla úr íslensku hrauni sem djúphreinsa húðina og slétta.

Það er flott viðmið að vera búin með allt það helsta viku fyrir brúðkaup og þá er tilvalið fyrir brúðhjónin að fara saman í afslöppun, til dæmis nudd, fótsnyrtingu eða annað dekur.

Á sjálfan daginn

Það eru mikil mistök að ætla sér að standa í stórræðum á brúðkaupsdaginn hvað varðar útlitið. Það er einfaldlega lítið sem þú getur gert úr þessu og ef eitthvað er geturðu gert illt verra. Þrífðu andlitið vel um morguninn og berðu á þig serum eða rakakrem sem þú hefur notað oft áður – alls engar nýjar vörur. Slakaðu svo bara á og njóttu dagsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál