Ætlaður konum sem þekkja styrkleika sína

Íburðarmikil og vegleg ilmvatnsflaskan greip augu mín við fyrstu kynni af nýjasta ilmvatni Versace sem nefnist Dylan Blue Pour Femme. Þú getur gleymt látlausri skandinavískri hönnun þegar kemur að ítölsku tískuhúsunum og ég var minnt á það þegar djúpblá og gyllt flaskan stóð á borðinu fyrir framan mig en hönnun hennar vísar í gríska goðafræði og tekst það vel. Svo vel reyndar að ég er þegar farin að ímynda mér sjálfa mig í hvítum vafningi hér að skrifa, borðandi vínber sem myndarlegur maður heldur fyrir ofan mig með blómakrans á höfðinu. Það er magnað að ilmvatnsglasið geti tekið hugann í slíkt ferðalag, sérstaklega þegar staðreyndin er sú að ég sit hér í íþróttagalla, með tagl í hárinu og gleraugu. Langt frá því að vera sú gyðja sem ég sé fyrir mér en þökk sé Versace líður mér að minnsta kosti eins og gyðju.

Gríska goðafræðin spilar stórt hlutverk hjá ítalska tískuhúsinu en höfuð Medúsu er einkenni þess. Af hverju Medúsa? Versace-systkinin léku sér gjarnan í rústum í Róm þar sem höfuð Medúsu var málað á gólfið. Gianni Versace, stofnandi tískuhússins, ákvað því að nota þessa fígúru úr grísku goðafræðinni sem tákn hönnunar sinnar því hún lét fólk verða ástfangið af sér og þá varð ekki aftur snúið. Versace vildi að hönnun sín hefði sömu áhrif á fólk.

Þegar Donatella Versace ákvað að láta hanna nýtt ilmvatn fyrir tískuhúsið vildi hún hanna ilm sem væri óður til kvenleikans eins og hann birtist henni og sagði:

„Ég hannaði sterkan, þokkafullan ilm sem er þó fágaður og er ætlaður konu sem þekkir sína styrkleika.“

Hún fékk ofurnefið Calice Becker til samstarfs við sig og varð útkoman blóma- og ávaxtakenndur ilmur sem liggur á grunni viðartóna. Toppnótur ilmvatnsins eru sólber, epli, smári og gleym-mér-ei en hjartað einkennist meðal annars af rósum, jasmínu og ferskjum. Botn ilmvatnsins samanstendur svo af hvítum við, hvítum blómum, musk og patchouli. Þegar ég fann ilminn fyrst kom ákveðin skerpa af hvítum blómum og eplum en þegar ilmurinn þróaðist á húðinni fór ég að finna aukinn ilm mjúkum viðartónum. Ilmurinn endist mjög vel á húðinni, heldur skerpu sinni svo þó hann sé ferskur er hann samt kvenlegur. Ég átti von á talsvert þyngri ilm úr svo íburðarmikilli ilmvatnsflösku og því kom það mér skemmtilega á óvart að þó flaskan sé í raun stofudjásn held ég að ilmurinn muni höfða til margra á ólíkum aldri. Sem fyrr segir er ilmvatnsflaskan djúpblá á litinn sem endurspeglar Miðjarðarhafið; sterkt, djúpt og dularfullt. Gyllingin á flöskunni undirstrikar verðmætt innihald hennar og höfuð Medúsu er bæði á flöskunni og tappanum, sveipað gyllingu sömuleiðis.

Auglýsingaherferð ilmvatnsins er tekin af Bruce Weber sem sagðist hafa sótt innblástur í gönguferðir sínar í New York. „Á ferð minni sá ég allar þessar líkamsræktarstöðvar þar sem konur voru að æfa og verða sterkari. Ég hugsaði til þeirra þegar ég tók þessar myndir og mætti segja að þær séu tileinkaðar þeim,“ sagði Weber.

mbl.is

Jólagjafir fyrir hana sem munu slá í gegn

05:30 Þegar kemur að því að velja jólagjöfina hennar er úr miklu að moða í verslunum borgarinnar um þessar mundir. Jólagjafir hafa alls konar merkingu í huga fólks. Sumir kaupa einungis lúxus um jólin en aðrir vilja vera praktískir. Meira »

Fólk ætti að vakna ekki seinna en sex

Í gær, 22:00 Það hljómar eins og hræðileg hugmynd að vakna klukkan sex á morgnana en rannsókn sýnir þó að fólk sem vaknar snemma er hamingjusamara. Meira »

Styrkja Kristínu Sif á erfiðum tímum

Í gær, 18:00 Maður Kristínar Sifjar útvarpskonu á K100 féll fyrir eigin hendi fyrr í þessum mánuði. Siggi Gunnars, dagskrárstjóri K100 og spinning-kennari, ætlar að leggja sitt af mörkum ásamt Hafdísi Björgu. Meira »

Pattra mætti með Atlas Aron

Í gær, 15:00 Pattra Sriyanonge bloggari og eiginkona Theódórs Elmars Bjarnasonar fótboltamanns lét sig ekki vanta þegar HAF Store bauð í teiti á dögunum til að fagna nýju ilmkerti, VETUR, og úrum. Hún mætti með soninn Atlas Aron sem er alveg að verða tveggja ára. Meira »

Allt að gerast á pósunámskeiði fyrir fitness

Í gær, 12:00 Um næstu helgi fer fram mótið Iceland Open og er stór hópur frá Íslandi að fara að taka þátt. Spennan var í hámarki á pósunámskeiði sem fram fór um helgina. Meira »

Hvíta jólatréð lifir enn góðu lífi

Í gær, 10:00 Hödd Vilhjálmsdóttir lögfræðingur og almannatengill á afmæli 21. desember og því eru jólin svolítið hennar tími þótt hún vilji ekki kannast við það að vera mesta jólabarn í heimi. Meira »

Friðrik Ómar býr í piparsveinahöll í 101

í gær Söngvarinn Friðrik Ómar Hjörleifsson skildi fyrr á þessu ári eftir langa sambúð. Hann flutti í hjarta 101 og hefur komið sér vel fyrir. Meira »

Ógeðslega flottir búningar!

í fyrradag Kvikmyndin Suspiria er fagurfræðilega ein áhugaverðasta kvikmynd síns tíma. Efni þessarar greinar eru búningar kvikmyndarinnar sem munu án efa hafa mikil áhrif á tískuna á komandi misserum. Meira »

Stalst í snyrtivörur Victoriu

í fyrradag David Beckham viðurkennir í nýju viðtali að hann hafi lengi notað snyrtivörur eiginkonu sinnar. Nú notar hann skrúbba, maska og hinar ýmsu vörur og segir það ekki femnismál meðal karla lengur. Meira »

Mjúk jólateppi eru fullkomin jólagjöf

í fyrradag Þeir sem eru að leita að mjúkum hlýjum gjöfum fyrir jólin ættu að skoða ullarteppin í Rammagerðinni. Þau eru hönnuð af Védísi Jónsdóttur fyrir Rammagerðina í samstarfi við Ístex. Meira »

Ástæða unglegs útlits Söndru Bullock

í fyrradag Sandra Bullock virðist ekki eldast eins og aðrar konur. Bullock segir það vitleysu en hún eyðir mörgum klukkutímum á dag í förðunarstólnum til þess að líta vel út. Meira »

Þetta gerir sambúð ekki heillandi

í fyrradag Það er eitt að vera ástfangin og annað að búa með sínum heittelskaða. Hvað er það sem fær konur og menn til að hætta að pæla í sambúð? Meira »

Jólagjafir fyrir sérvitringinn

í fyrradag Öll þekkjum við einhvern sem er svolítið sér á parti. Þessa manneskju sem á allt eða hefur smekk fyrir öðruvísi hlutum. Það þarf ekki að vera svo erfitt að finna skemmtilegar gjafir fyrir þennan einstakling, enda er gríðarlegt úrval af skemmtilega öðruvísi hlutum hér á landi. Meira »

Fór í aðgerð og uppgötvaði nýja leið

9.12. Harpa Hauksdóttir hefur óþrjótandi áhuga á heilsu og góðum lífsstíl. Eftir að hafa þurft að fara í aðgerð á fæti og fengið skjótan bata með LPG-tækinu ákvað hún að kaupa Líkamslögun sem sérhæfir sig í húðmeðferðum með tækinu. Meira »

Nær honum ekki upp í „swingi“

8.12. „Kynlífið okkar er frábært og til þess að bæta salti við margarítuna okkar eins og við köllum það þá erum við byrjuð í sving.“ Meira »

Breytti draslherberginu í höll

8.12. Það kannast margir við að aukaherbergið á heimilinu endi eins og ruslakompa. Hönnuðurinn Dee Murphy tók sig til og gjörbreytti slíku herbergi á heimili sínu í gestaherbergi og er útkoman dásamleg. Meira »

Svona ætlar Longoria að skafa af sér

8.12. Eva Longoria elskar að gera jóga og pilates en ætlar að breyta til til þess að ná af sér meðgöngukílóunum.   Meira »

Augabrúnir að detta úr tísku

8.12. Augabrúnir á fyrirsætum Alexander Wang voru nær ósýnilegar á nýjustu tískusýningu hans. Andi tíunda áratugarins ríkti á tískusýningunni. Meira »

Fann kjól Díönu í búð með notuðum fötum

8.12. 24 árum eftir að kona keypti kjól Díönu prinsessu á 30 þúsund í búð með notuðum fötum í er kjóllinn metinn á rúmlega 12 til 15 milljónir. Meira »

Afi Herborgar smíðaði húsgögnin

8.12. Herborg Sörensen er búin að koma upp sér upp fallegu heimili í Reykjavík ásamt fjölskyldu sinni. Áður bjó Herborg bæði í Barcelona og Cambridge og varð það til þess að hún ákvað að hanna sín eigin hverfaplaköt með staðsetningarbendli undir nafninu Gjugg í borg. Meira »

Ekki fara í árstíðabundna lyndisröskun

8.12. „Á norðlægum slóðum eru skammdegisþunglyndi og vetrardepurð vel þekkt fyrirbæri - fræðiheitið er SAD, og stendur fyrir Seasonal Affective Disorder, sem á íslensku útleggst árstíðarbundin lyndisröskun.“ Meira »