Með þínu eigin stílbragði

Davíð Einarsson er sérfræðingur þegar kemur að fatnaði fyrir herrann …
Davíð Einarsson er sérfræðingur þegar kemur að fatnaði fyrir herrann á brúðkaupsdaginn. mbl.is/Valgarður Gíslason

Að láta sérsauma á sig föt er einstakt tækifæri til að persónugera jakkafötin með þínu eigin stílbragði. Herragarðurinn býður upp á slíka þjónustu. Davíð Einarsson ræðir möguleikana. 

„Þú getur valið hvaða lit sem er, í þínu sniði með fóðri og tölum sem þú velur sjálfur,“ segir Davíð.

Hvernig fer sérsaumur fram?

„Allt byrjar þetta á mælingu þar sem klæðskeri Herragarðsins mælir brúðgumann út frá því sem hentar hverjum fyrir sig. Klæðskerinn notar mátunarföt til að mæla eftir og er tekið tillit til alls þess sem brúðguminn vill,“ segir hann og útskýrir að þegar búið sé að velja efni og snið taki við það allra skemmtilegasta.

„Þú getur valið hvaða lit sem er, í þínu sniði …
„Þú getur valið hvaða lit sem er, í þínu sniði með fóðri og tölum sem þú velur sjálfur,“ segir Davíð. mbl.is/Valgarður Gíslason

Þegar þú gerir fötin að þínum

„Lokahöndin, að velja það sem gerir jakkafötin einstök, er ferli þar sem maður gerir fötin að sínum eigin. Valið er fóður inn í jakkann, tölur sem passa við skóna og beltið, hnappagötin í lit sem passar við bindið og svo síðast en ekki síst fullt nafn inn í jakkann. Einnig er hægt að setja dagsetningu stóra dagsins undir kragann að aftan. Þegar fötin koma til landsins er farið í aðra mátun og klæðskerinn tekur út fötin, mátaðir eru skór, fallega sniðin skyrta og bindi í stíl.“

Lokahöndin, að velja það sem gerir jakkafötin einstök, er ferli …
Lokahöndin, að velja það sem gerir jakkafötin einstök, er ferli þar sem maður gerir fötin að sínum eigin að sögn Davíðs. mbl.is/Valgarður Gíslason

Föt sem passa

Að mati Davíðs eru helstu kostir við klæðskerasniðin jakkaföt frá Herragarðinum sú að viðskiptavinurinn fær föt sem passa. „Margir passa ekki í föt af slánni og því þarf að sníða þau og breyta eftir þörfum. Allt þetta ferli tekur um það bil sex vikur,“ segir hann og mælir með að hlutirnir séu gerðir tímanlega til að forðast stress á lokametrunum.

Þess má geta að Herragarðurinn klæðskerasaumar jakkaföt á karlalandsliðið í fótbolta á HM.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál