Mætti með geit á rauða dregilinn

Condola Rashad mætti í fallegum rauðum kjól á Tony-verðlaunin.
Condola Rashad mætti í fallegum rauðum kjól á Tony-verðlaunin. AFP

Tony verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í 72. sinn í Radio City Music Hall þar sem það besta af Broadway fær viðurkenningu árlega.

Stjörnurnar mættu á rauða dregilinn sem var blómum skreyttur. Á kjólunum mátti sjá hversu áberandi blómamynstrið er þetta sumarið. Rauðir kjólar, bleikir og grænir voru áberandi. Tískan í New York er klassísk og falleg að vanda.

Ken Davenport mætti með geit á rauða dregilinn sem kom verulega á óvart eins og sjá mátti á samfélagsmiðlum í kjölfarið.


Andrew Garfield, Glenda Jackson, Tony Shalhoub, Katrina Lenk, Laurie Metcalf, Ariel Stachel og Lindsay Mendez fengu öll viðurkenningu fyrir frammistöðu sína á verðlaunaafhendingunni. 

Breska leikkonan Carey Mulligan mætti í fallegum blómakjól á Tony-verðlaunin.
Breska leikkonan Carey Mulligan mætti í fallegum blómakjól á Tony-verðlaunin. ANGELA WEISS
Rachel Brosnahan í kjól sem var fallegur, en nokkuð mikið ...
Rachel Brosnahan í kjól sem var fallegur, en nokkuð mikið í stíl við vegginn. Áhugaverð tilviljun. ANGELA WEISS
Bee Shaffer og ritstjórinn Anna Wintour mættu uppábúnar eins og ...
Bee Shaffer og ritstjórinn Anna Wintour mættu uppábúnar eins og þeim er einum lagið. Wintour slær sjaldan feilnótu þegar kemur að tískunni. ANGELA WEISS
Kerry Washington í áhugaverðu dressi sem var mitt á milli ...
Kerry Washington í áhugaverðu dressi sem var mitt á milli þess að vera dragt og síðkjóll. ANGELA WEISS
Ashley Park í fjólubláum kjól sem fór henni einstaklega vel.
Ashley Park í fjólubláum kjól sem fór henni einstaklega vel. Jamie McCarthy
Tina Fey í glitrandi silfurlituðum kjól.
Tina Fey í glitrandi silfurlituðum kjól. ANGELA WEISS
Sara Bareilles mætti í einstaklega fallegum kjól og söngvarinn Josh ...
Sara Bareilles mætti í einstaklega fallegum kjól og söngvarinn Josh Groban í frábærum fjólubláum fötum. ANGELA WEISS
Sara Bareilles var glæsileg að vanda. Kjóllinn fór henni vel ...
Sara Bareilles var glæsileg að vanda. Kjóllinn fór henni vel og þykir einn af þeim fallegustu í gær. Jamie McCarthy
Noma Dumezweni brá á leik í grænum kjól. Skórnir voru ...
Noma Dumezweni brá á leik í grænum kjól. Skórnir voru bláir eins og sjá má á myndinni. Jamie McCarthy
Brooklyn Sudano í fallegum kjól í anda Broadway.
Brooklyn Sudano í fallegum kjól í anda Broadway. Jamie McCarthy
Michael Arden og Andy Mientus mættu hressir á Tony-verðlaunin. Pils ...
Michael Arden og Andy Mientus mættu hressir á Tony-verðlaunin. Pils eru vinsæl hjá strákum um þessar mundir. Jamie McCarthy
Stephanie Styles var flott á Tony-verðlaununum í bleikum kjól.
Stephanie Styles var flott á Tony-verðlaununum í bleikum kjól. Jamie McCarthy
Ken Davenport mætti með geit á Tony-verðlaunin og bjó til ...
Ken Davenport mætti með geit á Tony-verðlaunin og bjó til skemmtilegar umræður á samfélagsmiðlum. Jamie McCarthy
Katharine McPhee í fallegum klassískum kjól í anda Hollywood.
Katharine McPhee í fallegum klassískum kjól í anda Hollywood. ANGELA WEISS
Tavi Gevinson í einstökum kjól og Zac Posen. Glæsileg að ...
Tavi Gevinson í einstökum kjól og Zac Posen. Glæsileg að vanda. Jamie McCarthy
Lilliana Vazquez í huggulegum kjól og guðdómlegum skóm.
Lilliana Vazquez í huggulegum kjól og guðdómlegum skóm. Jamie McCarthy
mbl.is

6 reglur frá næringarþjálfara stjarnanna

06:00 Jennifer Lopez og Reese Witherspoon fara eftir ráðum næringarþjálfarans Haylie Pomroy. Pomroy segir góð efnaskipti ekki vera góðum genum að þakka. Meira »

Sögðu já þrátt fyrir ungan aldur

Í gær, 23:59 Stjörnurnar í Hollywood bíða ekki fram yfir þrítugt með það að gifta sig enda líklegt að þær hafi náð toppnum og keypt sér nokkur hús fyrir þann aldur. Meira »

Tók dótturina fram yfir landsliðið

Í gær, 21:00 Björgólfur Takefusa ætlar að fylgjast með leik Íslands og Nígeríu í HM svítu á veitingastaðnum El Santo á Hverfisgötu. Hann horfði á Argentínuleikinn með öðru auganu enda á hann þriggja ára dóttur. Meira »

Eiginmaðurinn lét hana henda 250 skópörum

Í gær, 18:00 Kim Kardashian grét þegar eiginmaður hennar hreinsaði út úr skápunum hennar en Kanye West tilkynnti henni að hún væri með hræðilegan smekk þegar þau byrjuðu saman. Meira »

Endurgreiða hjálpartækin ef „við“ vinnum

Í gær, 15:08 Þorvaldur Steinþórsson eigandi hjálpartækjaverslunarinnar Adam og Eva er með svolítið öðruvísi tilboð í tilefni af leik Íslands og Nígeríu sem fram fer á morgun á HM. Viðskiptavinir sem kaupa vörur í dag og á morgun fá þær endurgreiddar ef Ísland vinnur Nígeríu. Meira »

Hótelið er einnig bílaverkstæði fyrir Lödur

Í gær, 14:07 Mörtu Jóhannesdóttur hafði lengi dreymt um að fara til Rússlands og þegar þetta tækifæri kom ákváðu þau að láta drauminn rætast. Hún upplifði mikið ævintýri þegar þau bókuðu sig inn á hótelið sem reyndist líka vera bílaverkstæði fyrir gamlar Lödur. Meira »

Drottningin í silfurlituðum skóm

Í gær, 11:00 Elísabet önnur Englandsdrottning klæddist silfurlituðum skóm á Order of the Garter á mánudaginn. Drottningin klæðist venjulega svörtum hælaskóm nema á þessum árlega viðburði. Meira »

Þorði varla að horfa á leikinn

Í gær, 08:00 María Ósk Skúladóttir er trúlofuð Jóni Daða Böðvarssyni, liðsmanni íslenska landsliðsins í fótbolta. María Ósk er 24 ára og stundar fjarám í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri. Auk þess bloggar hún á belle.is ásamt nokkrum stelpum. Meira »

H&M x Love Stories hanna undirfatalínu

í fyrradag Ný undirfatalína H&M; x Love Stories kemur í verslanir á Íslandi í ágúst. Þetta er fyrsta undirfatahönnuðarsamstarf H&M.;  Meira »

Hlébarðamynstrið kemur sterkt inn aftur

í fyrradag Hlébarðamynstur virðist vera komið aftur í tísku en margar stjörnur í Hollywood hafa skartað kjólum með mynstrinu upp á síðkastið. Meira »

Einföld og frískleg sumarförðun

í fyrradag Með hækkandi sól leitum við gjarnan í léttari förðunarvörur og bjartari liti.  Meira »

Viltu nota keppnis góða vörn?

í fyrradag Daily UV FACE MOUSSE var valin besta sólvaran á andlitið árið 2018. Þetta eru alþjóðleg verðlaun óháðra sérfræðinga frá London, New York og Sydney. Alls 600 snyrtivörumerki tóku þátt í þessari keppni, sem ekki er hægt að styrkja, um bestu sólvöruna. Meira »

Stökk á tækifærið og flutti til Emils og Ásu

í fyrradag Steinunn Ýr Hilmarsdóttir hefur verið au-pair hjá landsliðsmanninum Emil Hallfreðssyni og eiginkonu hans Ásu Reginsdóttur í tvö ár. Steinunn Ýr segir að HM hafi verið í undirmeðvitundinni síðustu mánuði fyir HM í knattspyrnu. Meira »

Er píkugufa stjarnanna málið?

í fyrradag Chrissy Teigen og Gwyneth Paltrow eru meðal þeirra sem prófað hafa píkugufu. Kvensjúkdómalæknir efast um ágæti gufunnar og segir píkuna búa yfir sjálfshreinsibúnaði. Meira »

Ertu fyrirliðinn í rúminu?

20.6. „Ég ræði oft við pör um fyrirliðahlutverk í parsambandi og hversu mikið er undir ef hann er ekki inni á vellinum. Þá verður parið oftar en ekki sundurleit heild sem vinnur ekki leikinn.“ Meira »

Goddur lét sig ekki vanta

19.6. Þjóðleikhúsið iðaði af lífi og fjöri þegar Stríð eftir Ragnar Kjartansson og Kjartan Sveinsson var frumsýnt.   Meira »

Eiginkonur landsliðsmanna á hörkuæfingu

19.6. Eiginkonur landsliðsmanna eru staddar í Moskvu. Í morgun tóku þær á því í ræktinni undir stjórn Kristbjargar Jónasdóttur.   Meira »

10 heitustu leikmennirnir á HM

19.6. Þetta eru heitustu leikmennirnir á heimsmeistarmótinu í fótbolta 2018.   Meira »

Sumarveisla í boði McCartney í Mílanó

19.6. Stella McCartney hélt fallega garðveislu í Mílanó til að sýna sumarlínu tískuhússins fyrir árið 2019.  Meira »

Elstu systkinin gáfuðust

19.6. Yngsta systkinið er kannski það frekasta en það elsta er gáfaðasta. Ástæðan er ekki sú að öll góðu genin klárist í byrjun heldur er frekar foreldrunum um að kenna. Meira »

Litríkt eldhús við Túngötu

19.6. Við Túngötu í Reykjavík stendur fallegt parhús með afar hressu eldhúsi. Flísarnar á milli skápanna eru litríkar og keyra upp stemninguna. Meira »