Fegurðin á við allan aldur

Þegar þú hefur fundið það sem þú elskar að gera, …
Þegar þú hefur fundið það sem þú elskar að gera, ættir þú að gera sem mest af því. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Sú hugmynd að til sé ákveðinn aldur sem er betri en annar er blekking að mínu mati. Ég held að allur aldur sé góður, ef sálin hvílir í kærleika í líkamanum, ákveðið æðruleysi og auðmýkt sé til staðar í okkur og þakklæti skín úr augum okkar.

Ég held það sé erfitt að útskýra ákveðin aldursbil sem einkennandi fyrir hvað við munum upplifa í lífinu. Verkefnin okkar eru misjöfn og hæfni okkar til að takast á við þau ólík. Við erum öll á okkar ferðalagi og engin ein leið sú rétta. 

Lífið er til að læra af því og þegar við lærum og sigrumst á okkur sjálfum, þá myndast þetta fallega blik í augunum á okkur sem er af þvílíkum gæðum að ekki er að hægt að kaupa slíkt fyrir peninga. 

Eins hefur æðruleysi í för með sér að það slaknar vöðvum á milli augabrúna. Sumir segja að þakklæti og hamingja geri fólk einnig fallegt.

Þegar við gerum hluti sem við erum sköpuð til að njóta þá erum við í jákvæðu flæði við náttúruna og okkur sjálf. 

Sú manneskja sem mér finnst eitt besta dæmið um hvernig við getum orðið fallegri með aldrinum, hvernig sálin og ástand hennar framkallar það hvernig við lítum út og hvernig við erum, er Maya Angelou. Með hverju árinu, varð hún afslappaðri og brosmildari. Undir lok hennar ævi, voru sumir á því að hún geislaði eins og demantur.

Hvert einasta aldursbil er ótrúlega fallegt ef við ákveðum að líta á það þannig. Óttinn við að vera of ungur eða of gamall er blekking. Að anda að sér kærleikanum, meðtaka breytingar og sleppa tökunum er uppskriftin að því að njóta augnabliksins sama á hvaða aldri við erum. 

Við skulum forðast að láta setja okkur í ramma þegar kemur að tölu á blaði. Sér í lagi ef við erum ung og höfum sigrast á verkefnum sem mörgum fullorðnum hefur ekki ennþá tekist. Eða ef við erum gömul og erum að stíga okkar fyrstu skref út fyrir þægindarammann, að takast á við hluti sem við höfum frestað alla okkar ævi.

Við erum öll á þeim stað sem við eigum að vera á. Dagurinn er gjöf til okkar, sama á hvaða fallega aldri við erum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál