Haustlína Supreme sjúklega töff

Úr haust- og vetrarlínu Supreme.
Úr haust- og vetrarlínu Supreme. Supreme

Bandaríska fatamerkið birti myndir af nýrri haust- og vetrarlínu merkisins í gær. Supreme sérhæfir sig í að hanna götufatnað og er sérstakt fyrir þær sakir að fötin eru framleidd í takmörkuðu magni og ekki framleidd aftur. 

Í haustlínunni má finna litríka jakka og úlpur með töff mynstri. Supreme hefur verið vinsælt á Íslandi síðastliðin ár. Fatamerkið var stofnað árið 1994 og er þekkt fyrir að hanna föt í samstarfi við aðra tískurisa á borð við Nike/Air Jordan, The North Face, Levi's, Timberland og Stone Island.

Aðeins eru ellefu Supreme-verslanir í heiminum og eru föt frá Supreme aðeins seld í þeirra eigin verslunum. Verslanirnar eru staðsettar í New York, Los Angeles, París, London, Tókýó, Osaka, Nagoya og Fukuoka. 

Allar vörurnar í línunni verða ekki aðgengilegar á sama tíma heldur fara aðeins nokkrar flíkur í sölu í hverri viku.

Supreme
Supreme
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál