Mega konur ekki ganga í jakkafötum?

Blake Lively hefur vakið athygli fyrir klæðnað sinn að undaförnu.
Blake Lively hefur vakið athygli fyrir klæðnað sinn að undaförnu. AFP

Leikkonan Blake Lively hefur vakið mikla athygli undanfarnar vikur við kynningu á nýrri kvikmynd. Ástæðan er sú að hún lætur bara sjá sig í jakkafötum eða buxnadrögtum eins og klæðnaðinum er lýst þegar konur eru annars vegar. 

„Myndir þú skrifa um mann sem klæðist mörgum jakkafötum á kynningartúr? Svo af hverju getur kona það ekki? Segi bara svona,“ skrifaði Lively til bloggara samkvæmt E!. Finnst leikkonunni þetta merki um tvöfalt siðgæði. Með því að vekja athygli á öllum þessum skrifum vill hún hvetja konur til þess að gera það sem menn gera án þess að vera strítt fyrir það. 

Frægar konur hafa verið duglegar að skipta út kjólum út fyrir buxnadragtir með góðum árangri eins og sjá má á myndum hér fyrir neðan. 

Blake Lively í lok ágúst.
Blake Lively í lok ágúst. AFP
Blake Lively í spetember.
Blake Lively í spetember. AFP
Meghan lætur bresku konungsfjölskylduna ekki stoppa sig þegar buxnadragtir eru …
Meghan lætur bresku konungsfjölskylduna ekki stoppa sig þegar buxnadragtir eru annars vegar. AFP
Konurnar völdu buxnadragtir á Grammy-verðlaunahátíðinni.
Konurnar völdu buxnadragtir á Grammy-verðlaunahátíðinni. Samsett mynd
Armani sýndi græna buxnadragt á tískusýningu í Mílanó á dögunum.
Armani sýndi græna buxnadragt á tískusýningu í Mílanó á dögunum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál