Ekki bara hortugheit og klækir

Claire Underwood er eitursvöl í nýjustu þáttaröðinni sem frumsýnd verður …
Claire Underwood er eitursvöl í nýjustu þáttaröðinni sem frumsýnd verður á Netflix um helgina.

Fyrstu myndir af forsetafrúnni Claire Underwood í þáttunum House of Cards, sem leikin er af Robin Wright, benda til þess að búningahönnuður þáttanna hafi þurft að skerpa línurnar fyrir þessa þáttaröð.

Frú Underwood hefur veitt konum um allan heim innblástur þegar kemur að fatavali. Í þáttunum hefur hún alltaf klæðst vel sniðnum fötum úr góðum efnum. Nú viðist sem búningahönnuður þáttanna, Kemal Harris, hafi lagt sérlega mikið á sig til að ná fram ákveðnu útliti. Hún er þó meira en búningahönnuður þáttanna því hún er persónulegur stílisti leikkonunnar Wright. Í þessari sjöttu seríu af House of Cards er frú Underwood orðin forsetafrú Bandaríkjanna og það kallar á aðeins öðruvísi klæðaburð, en samt ekki. 

„Við göntuðumst með það á setti að Claire Underwood væri í sömu fötunum og leikkonan Robin Wright væri búin að klæðast síðan á menntaskólaárunum,“ segir Harris í viðtali við Vogue. 

Hún segist hafa sótt innblástur inn klæðnað kvenna í seinni heimstyrjöldina þegar hún hannaði búninga þessarar þáttaraðar. Hún lagði mikla áherslu á að fötin væru algerlega klæðskerasniðin og það væri ekki ein einasta misfella. Ermahnappar eru líka mikið notaðir og settir á nánast hverja einustu flík, bara með mismunandi hætti. Yfirdekktir hnappar sjást líka og belti í sama lit og fötin, bara með sylgju. Fötin eru flest svört, ólívugræn eða blá. Og formin eru kvenleg, níðþröng og sýna vel vaxtarlag leikkonunnar. 

Tískuáhugamenn til sjávar og sveita eiga án efa eftir að læra eitthvað nýtt við áhorf þáttanna annað en hortugheit og klæki. 

Mikið er lagt upp úr ermahnöppum eins og sést hér.
Mikið er lagt upp úr ermahnöppum eins og sést hér.
Standkragar eru áberandi á flíkum sem hún klæðist í nýjustu …
Standkragar eru áberandi á flíkum sem hún klæðist í nýjustu seríunni.
Fötin eru vel sniðin.
Fötin eru vel sniðin.
Búningahönnuður þáttanna leitaði í tísku kvenna í seinna stríð þegar …
Búningahönnuður þáttanna leitaði í tísku kvenna í seinna stríð þegar hún hannaði fötin á Underwood.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál