Köttur stal athyglinni á tískusýningu

Kötturinn á myndinni er ekki kötturinn sem fjallað er um …
Kötturinn á myndinni er ekki kötturinn sem fjallað er um í greininni. Wikipedia Commons

Köttur nokkur stal heldur betur athyglinni á tískusýningu Esmond í Istanbúl á dögunum þegar hann rambaði óvænt á sýningarpallinn. Það má því segja að tískupallurinn hafi borið nafn með rentu í þetta skiptið, en tískupallar eru gjarnan kallaðir „catwalks“ á ensku.

Kisi átti heldur dramatíska innkomu þar sem hann stoppaði til að byrja með, settist niður og sleikti feld sinn. Þegar hann var orðinn hreinn og fínn hélt hann göngunni áfram og stoppaði við endann á pallinum, fyrir ljósmyndarana.

Að lokinni sýningunni var hönnuðurinn Hakki Ali spurður hvort kisi ætti framtíðina fyrir sér í tískuheiminum. Ali svaraði „Kannski, af hverju ekki?“ Hér fyrir neðan má sjá frammistöðu kattarins. 

View this post on Instagram

Ahahahahahah #catwalk #real #vakkoesmod #catmoss

A post shared by H (@hknylcn) on Oct 25, 2018 at 7:20am PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál