Biðinni lýkur: Monki opnar á Íslandi

Fatnaður Monki er ætlaður ungum konum.
Fatnaður Monki er ætlaður ungum konum. ljósmynd/Monki

Fataverslunin Monki opnar á Íslandi næsta vor. Verður verslunin í 450 fermetra verslunarrými í Smáralind. Fyrir stuttu tilkynnti Henn­es & Mauritz að Weekday myndi opna í Smáralind næsta vor en Monki er einnig í eigu sænska fatarisans. 

„Ísland er nýr og spennandi markaður fyrir okkur,“ segir Jennie Dahlin Hansson framkvæmdastjóri Monki í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. „Við hlökkum til að sjá hvernig íslenskir tískuunnendur taka á móti Monki!“

Merkið er undir áhrifum frá skandinavískum stíl og asískum götustíl. Er merkið ætlað yngri konum og má finna glitrandi og glansandi föt á slám Monki-búðanna. 

ljósmynd/Monki
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál