Don Cano framleiðir nú enga krumpugalla

Jan Davidson fatahönnuður hjá Don Cano á morgun
Jan Davidson fatahönnuður hjá Don Cano á morgun Haraldur Jónasson/Hari

Sænski fatahönnuðurinn, Jan Davidsson, ber ábyrgð á því að Íslendingar klæddust krumpugöllum í stíl fyrir 30 árum þegar Don Cano var upp á sitt besta. Í ár eru 30 ár síðan fyrirtækið toppaði sig og því ekki úr vegi að endurvekja það með nýjum áherslum. 

Svona lítur nýjasta lína Don Cano út. Hér er það ...
Svona lítur nýjasta lína Don Cano út. Hér er það goðið sjálft, Ólafur Stefánsson, sem setur sig í stellingar fyrirsætu.

Síðan þá hefur margt gerst í lífi Jan. Hann starfaði sem yfirhönnuður hjá 66°Norður og svo stofnaði hann Cintamani ásamt fleirum. Nú er hann hinsvegar kominn aftur heim og búinn að dusta rykið af fyrirtækinu sem umbylti íslenskri fatatísku á sínum tíma. Hann er þó ekki að fara að framleiða sömu föt í nýjum efnum heldur hefur hann þróast mikið sem hönnuður á þessum tíma. Hann segir að efnin sem hann er að nota í dag séu mjög tæknileg, í raun hátækniefni enda séu kröfur nútímafólks miklar. 

Þegar hann er spurður að því hvers vegna hann hafi ákveðið að endurvekja merkið núna segir hann það vera vegna þess að honum liggi mikið á hjarta og hann hafi viljað koma þessari línu á markað núna. Um er að ræða bæði útvistarlínu og outdoor-línu eða föt fyrir heljarmenni sem búa á hjara veraldar. 

„Þessi lína er fyrir alla sem búa á þessu norðurhveli jarðar. Vörurnar eru í raun fyrir alla, gamla og unga eða allt frá 8 ára upp í 100 ára.“

Þegar Don Cano var upp á sitt besta voru krumpugallarnir vinsælir og sniðin voru víð. Anorakkar voru áberandi, víðar buxur og svo þótti mest smart að vera í stíl. Í eins jakka og buxum og ennþá er það rifjað upp þegar hjón voru í eins krumpugöllum. 

„Efnin sem við erum að vinna með í dag innihalda nýjustu tækni í efnum og hefur orðið mikið stökk fram á veginn miðað við það sem við vorum að vinna með fyrir 30 árum. Auðvitað erum við að vinna með sama DNA, annað væri bara hégómi,“ segir hann. 

Þegar Jan er spurður að því hvað hann taki með sér úr vinnu sinni sem yfirhönnuður hjá 66°Norður og fyrir Cintamani segir hann að Don Cano sé í raun móðir beggja þessara merkja. 

„Við erum fyrst og fremst að leita að því ríka DNA sem einkennir Don Cano. Þegar merki er orðið svona gamalt leitar það í meiri einfaldleika. Í dag erum við að byggja upp merki og það hefur ekkert að gera með Cintamani eða 66°Norður. Handbragð og mitt DNA er þó einkennandi í allri línunni,“ segir hann. 

Jan Davidsson eigandi og hönnuður Don Cano. Frá og með ...
Jan Davidsson eigandi og hönnuður Don Cano. Frá og með deginum í dag verður fatnaður Don Cano seldur í Icewear Magasin á Laugavegi.
Það þótti ekkert meira töff en að fara með eitursvölum ...
Það þótti ekkert meira töff en að fara með eitursvölum gæja út að skokka í krumpugöllum í stíl. Allavega á níunda áratugnum.
Don Cano var með alla réttu taktana á hreinu á ...
Don Cano var með alla réttu taktana á hreinu á níunda áratugnum.
Svona var Don Cano í gamla daga.
Svona var Don Cano í gamla daga.
Hólmfríður Karlsdóttir í krumpugalla frá Don Cano á níunda áratugnum ...
Hólmfríður Karlsdóttir í krumpugalla frá Don Cano á níunda áratugnum ásamt íslenskri karlfyrirsætu.
mbl.is

Lótus-stellingin: fyrir þá sem vilja mikla nánd

Í gær, 23:30 Ef þú ert búinn að fara í nokkra jógatíma upp á síðkastið ættirðu að prófa lótus-stellinguna með maka þínum.   Meira »

Ræktarráð frá stjörnuþjálfurum

Í gær, 19:00 Stjörnuþjálfararnir vita hvað þeir syngja hvað varðar ræktina. Hver og einn þjálfari hefur þó mismunandi áherslur og ekki er víst að öll ráð henti einum. Meira »

Flest pör kynnast á netinu

Í gær, 15:00 Í fyrsta skipti kynnast flest pör í gegnum netið. Færri kynnast í gegnum sameignlega vini eða fjölskyldu.  Meira »

Þessar eru ekki lengur á lausu

Í gær, 09:00 Það hefur greinilega borgað sig fyrir þessar íslensku konur að vera á lista Smartlands yfir eftirsóknarverðustu einhleypu konur landsins í gegnum árin, því margar hverjar eru þær komnar í samband. Meira »

Svona færðu kraftmeira og stærra hár

Í gær, 05:00 Að vera með stórt og mikið hár er oft eftirsóknarvert hjá kvenpeningnum. Lilja Ósk Sigurðardóttir snyrtipenni Smartlands á það til að vera í veseni með hárið á sér en eftir að Baldur Rafn Gylfason eigandi bpro fór mjúkum höndum um hár hennar varð hún eins og konungborin. Ekki veitir af þar sem Lilja Ósk er nýlega komin í lausagang eins og frægt er orðið. Meira »

Kúrkoddinn sem bjargar samböndum

í fyrradag Það er notalegt að liggja á hliðinni upp við hlið maka síns og „spúna“ eins og það er stundum kallað. Ekki eru allir sem endast lengi í stellingunni eða hvað þá sofa heila nótt þannig enda getur stellingin reynst óþægileg. Meira »

10 ráð til að vernda heilsuna

í fyrradag „Þessi 10 ráð til að vernda heilsuna geta komið sér vel. Þau eru einföld uppskrift að heilsuvernd sem ætti að henta öllum, einkum og sér í lagi þeim sem vilja njóta góðra lífsgæða út ævina,“ skrifar Guðrún Bergmann í sínum nýjasta pistli. Meira »

Plástur með gimsteinum reddaði dressinu

í fyrradag Busy Philipps hruflaði á sér hnéð skömmu fyrir viðburð en stílistinn hennar lét útbúa plástur með gimsteinum svo þær þyrftu ekki að velja nýtt dress. Meira »

Íslenska Kúlan í erlendu pressunni

í fyrradag Bryndís Bolladóttir hönnuður hannaði Kúluna á árunum 2010-2012 en nú er hún farin að vekja heimsathygli. Á dögunum var fjallað um hana í tímaritinu An Interior. Bryndís segir að Kúlan sé ekki bara falleg heldur bæti hún hljóðvist á heimilum og á vinnustöðum. Meira »

Íslensku piparsveinarnir sem gengu út

í fyrradag Það þarf enginn að skammast sín að vera á listanum yfir eftirsóknarverðustu piparsveina landsins, því meirihlutinn af þeim sem hafa verið á listum Smartlands síðustu ár eru gengnir út. Meira »

Algeng hönnunarmistök í stofunni

í fyrradag Hvort sem stofan er lítil eða innistæðan á bankareikningnum lág þarf stofan ekki að líta út fyrir að vera ódýr.   Meira »

Kjóll með eigin Instagram

14.7. Þessi kjóll frá Zöru er svo vinsæll að hann er kominn með sinn eigin Instagram-reikning.  Meira »

Flestir fá það í trúboðanum

14.7. Stundum er einfaldasta leiðin besta leiðin og það virðist eiga við í svefnherberginu.   Meira »

Framhjáhaldsskandalar tortímdu pörunum

14.7. Beyoncé og Jay-Z eru kannski enn saman þrátt fyrir ótrúnað rapparans en það eru ekki öll sambönd í Hollywood sem standast álagið sem fylgir framhjáhaldi. Framhjáhöldin eru fjölmörg en sumir skandalar hafa verið stærri en aðrir. Meira »

Styrkir mæðgnasambandið að stússa í þessu

14.7. Mæðgurnar Elísabet Gerður Þorkelsdóttir og Ása Kristín Oddsdóttir hafa einstakan áhuga á garðyrkju, en sú síðarnefnda nam kúnstina af móður sinni sem kom henni á sporið í garðinum við fyrrverandi ættaróðal... Meira »

Ljómandi og frískleg húð í sumar

14.7. Björg Alfreðsdóttir, international makeup artist Yves Saint Laurent á Íslandi, er mjög hrifin af náttúrulegri og frísklegri húð yfir sumartímann. Meira »

Hvers vegna var Díana engin venjuleg prinsessa?

14.7. Díana prinsessa braut blað í sögunni þegar hún sagði tryggðarheitin í brúðkaupi sínu og Karls Bretaprins árið 1981.   Meira »

Var 130 kíló: Léttist á því að borða heima

14.7. Við útskrift úr háskóla var áhrifavaldurinn Meghan 130 kíló. Hún grenntist meðal annars með því að telja kaloríur en er í dag ekki hrifin af aðferðinni. Meira »

Notalegasta kynlífsstellingin

13.7. Sumar kynlífsstöður taka meira á en aðrar. Þessi stelling er fullkomin þegar þið nennið ekki miklum hamagangi í svefnherberginu. Meira »

„Barnsmóðir mín notar hörð efni“

13.7. „Ég er búinn að tilkynna þetta til barnaverndar í bæjarfélagi okkar en þeir virðast ekki geta gert neitt. Mér finnst eins og mæður fái betra viðmót með svona upplýsingar til féló heldur en feður. Alla vega er eitthvað gert strax í málunum þegar mæður tilkynna svona...“ Meira »

Gerir þú þessi mistök í þínu sambandi?

13.7. Fólk sem hefur verið í sambandi í langan tíma á það oft til að falla í sömu gildrurnar. Sama hversu einstök við teljum okkur vera þá má sjá mynstur hjá fólki í samböndum og iðulega koma upp sömu mistökin sem fólk gerir. Meira »