Við ætlum að gleðja þig og vinkonu þína!

Tókstu janúar með stæl í ræktinni og ertu að missa móðinn núna? Ef svo er þá ætla Smartland og Biotherm á Íslandi að gleðja fjóra heppna vinningshafa með heillandi húðvörum frá Biotherm. Smartland í samstarfi við Biotherm ætlar að gefa íþróttatösku með dásamlegum húðvörum sem eru ómissandi í ræktina. í töskunni er: 

  1. Cellulite líkamskrem
  2. 400 ml Lait Corporel body lotion
  3. Lait de Gommage líkamsskrúbbur
  4. Lait Corporel deo roll on
  5. Handáburður

Cellulite-líkamskrem sem jafnar og sléttir yfirborð húðarinnar og hjálpar húðinni í baráttunni við appelsínuhúð. Svo er dásamleg lykt af því sem skemmir ekki fyrir. Lair Corprel body lotionið er ilmandi og mýkjandi fyrir húðina og Lait de Gommage er líkamsskrúbbur sem enginn má vera án. Í íþróttatöskunni þarf líka að vera roll on sem kemur í veg fyrir of mikla líkamslykt og svo er líka mýkjandi handáburður í íþróttatöskunni. 

Það sem þú þarft að gera er að tagga bestu vinkonu þína og ef hún verður dregin út dettið þið báðar í lukkupottinn. 

mbl.is