Fór hertogaynjan vitlaust í skyrtuna?

Katrín virðist hafa farið vitlaust í þessa fínu Gucci-skyrtu.
Katrín virðist hafa farið vitlaust í þessa fínu Gucci-skyrtu. mbl.is/AFP

Annaðhvort fór Katrín hertogaynja óvart vitlaust í fjólubláu Gucci-skyrtuna sem hún klæddist í vikunni eða hún ákvað að brjóta leiðbeiningar ítalska tískuhússins um hvernig klæðast ætti skyrtunni. 

Katrín var formleg í síðum dragtarbuxum með skyrtuna gyrta ofan í buxurnar. Skyrtan kostar 790 pund eða um 125 þúsund krónur á Net-a-Porter þar sem hún er til í fjólubláu og grænu.

Hello benti fljótlega á að á myndum á síðu vefverslunarinnar er skyrtunni hneppt að aftan. Borðana á svo binda að framan. Borðarnir huldu tölurnar á skyrtu Katrínar en þegar betur var að gáð voru þær að framan en ekki aftan. Einnig má sjá á ermahnöppunum að skyrta Katrínar snýr ekki eins og hjá fyrirsætunni. 

Tölurnar eiga að vísa aftur á skyrtunni.
Tölurnar eiga að vísa aftur á skyrtunni. ljósmynd/Net-a-Porter
Katrín í skyrtunni góðu.
Katrín í skyrtunni góðu. mbl.is/AFP
mbl.is