„Blanda af náttúrubarni og tískudrós“

Agnes Hlíf Andrésdóttir.
Agnes Hlíf Andrésdóttir.

Agnes Hlíf Andrésdóttir viðskiptastjóri á auglýsingastofunni Hvíta húsinu er fagurkeri fram í fingurgóma. Er alltaf fallega klædd en nærir sig m.a. með því að fara á hestbak. Hún býr með börnunum sínum þremur og fallegum hundi í Laugardalnum. 

Hvað gerir þú til að dekra við þig?

„Hversdagsleg dekurstund samanstendur af heitu freyðibaði með tilheyrandi maska og fullt af kertum. Helgardekur einkennist af gæðastundum með góðum vinum, gjarnan í góðum „brunch“ eða „high tea“ í 101 Reykjavík.

Ég stunda jóga og hef gaman af því að fara í reiðtúra í íslenskri náttúru. Það fyllir hjartað ró og nærir sálina.

Ætli ég sé ekki sérstök blanda af náttúrubarni og tískudrós. Ég elska að storma um borgina í fallegum kjól og á hælum en finn alltaf mestu róna og jarðtenginguna í náttúrunni, hvort sem er uppi á fjöllum, á hestbaki eða í Fontana á leið minni í bústað.“

Hvert er uppáhaldstískumerkið þitt?

„Gucci og Louis Vuitton. Boss er líka mjög elegant og smart.“

Hvaða hönnuð heldurðu mest upp á?

„Alessandro Michele og Alexander Wang eru flottir en annars er enginn hönnuður sem hannar á þann veg að ég elski allt sem hann gerir.“

Hvað þýðir tíska fyrir þig?

„Að mínu mati er tíska eins og hver önnur tjáningarleið, eins og hvert annað samtal. Tíska er ekki endilega dýrasta merkið eða frægasti hönnuðurinn. Það sem þér finnst vera smart gerir þig sjálfsörugga og þá er útgeislunin ómótstæðileg.“

Hver er uppáhaldsliturinn þinn?

„Grænn er alltaf uppáhaldsliturinn minn en ég er einnig mjög hrifin af lit ársins hjá Pantone sem er kórallitaður og mjög skemmtilegur. Ég nota mikið varaliti í þeim tón og ég sé vorið fyrir mér vafið inn í þennan bjarta lit. Það eru því allar líkur á að einn kórallitur kjóll bætist í raðir kjólanna 365 sem hanga fallega inni í skáp.“

Hvaða óþarfa keyptirðu þér síðast?

„Gucci-sólgleraugu í NYC. Lífsnauðsynlegur óþarfi.“

Hver er uppáhaldsíþróttafatnaðurinn þinn?

„Jógabuxurnar mínar eru í uppáhaldi. Ég gæti búið í þeim. Þær eru frá Lululemon og ég mæli mikið með því merki.“

Hvað er ómissandi?

„Fyrir mér er góður síðkjóll, sem hægt er að klæða upp og niður við mismunandi tækifæri, algjörlega ómissandi í fataskápinn minn.“

Hver er mest notaða snyrtivaran í snyrtitöskunni?

„MAC-varalitur í kóraltón og Hoola Sunkissed-gljáinn.“

Hver er uppáhaldsverslun þín?

„Á Íslandi eru það GK, Boss og Ilse Jakobsen þar sem ég er algjör kjólakona. Erlendis er Gucci konfekt í mínum augum, Prada dásamleg og fleiri gersemar. Einnig er skemmtilegt að kíkja í & Other Stories. Þar má oft finna skemmtilega hatta, öðruvísi snið á buxum og margt fleira sem poppar upp normið, sem okkur Íslendingum hættir til að elta.“

Ilse Jacobsen höfðar til Agnesar.
Ilse Jacobsen höfðar til Agnesar.

Hver er uppáhaldsborgin til að versla í?

„New York.“

Áttu þér uppáhaldsflík?

„Nýja Boss-kápan sem ég fékk í jólagjöf og rauðu Won Hundred-skórnir mínir.“

Hver er besti veitingastaðurinn á Íslandi að þínu mati?

„Sumac og Skelfiskmarkaðurinn, að ógleymdu mínu öðru heimili: Snaps.“

Sumac er í miklu uppáhaldi hjá Agnesi.
Sumac er í miklu uppáhaldi hjá Agnesi.
Veitingastaðurinn Snaps.
Veitingastaðurinn Snaps.

Uppáhaldsmorgunmaturinn:

„Eggs Benedict og mímósa eru algjört uppáhald og það sem fullkomnar slíkan morgunmat er að gæða sér á honum í góðra vina hópi á Snaps.“

Uppáhaldssmáforrit?

„Instagram.“

Hvað er á óskalistanum?

„Það mun vera Louis Vuitton-taska sem ég hef haft augastað á í dágóðan tíma.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál