Formaðurinn lét sérsauma á sig kjól

Guðrún Hafsteinsdóttir fékk Selmu Ragnarsdóttur til þess að sauma á …
Guðrún Hafsteinsdóttir fékk Selmu Ragnarsdóttur til þess að sauma á sig kjól. ljósmynd/Birgir Ísleifur Gunnarsson

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, fékk Selmu Ragnarsdóttur klæðskera og kjólameistara til þess að sauma á sig kjól fyrir árshóf samtakanna sem fram fór í Hörpu fyrr í mánuðnum. Selma segir kjólinn vera klassískan en um leið þokkafullan kjól úr silkisatíni. 

„Í byrjun hentum við á milli okkar hugmyndum og myndum af kjólum en ég vissi fyrir fram að hennar litir væru annaðhvort rauður eða blár. Guðrún er svo glæsileg kona þannig að þó nokkrir kjólar komu til greina en við vorum sammála um að kjóllinn yrði alls ekki svartur,“ segir Selma um hugmyndavinnuna á bak við kjólinn. 

Rauði liturinn fer Guðrúnu vel.
Rauði liturinn fer Guðrúnu vel. ljósmynd/Birgir Ísleifur Gunnarsson

Hvað tekur vinnan við svona kjól langan tíma?

„Það er gott að fá um tveggja mánaða fyrirvara á svona verkefni, skoða efnisprufur, snið og útlit því stundum tekur hugmyndavinnan og þróunin svolítinn tíma. Sníða- og saumavinnan tekur svo um tvær til fjórar vikur miðað við nokkrar mátanir og fyrsta mátunin er alltaf í prufuefni þar sem fagmaðurinn og kúnninn geta séð hvert stefnir og auðvelt að gera stórar breytingar.“

Selma segir ágætisúrval af efnum til á Íslandi en ef gera eigi eitthvað sérstakt eða nota dýr efni eins og í brúðarkjóla þá kaupir hún efni erlendis frá og þá aðallega London. 

„Ég sérsauma mest á kvenfólk og eru þá tilefnin yfirleitt brúðkaup, árshátíðir, afmæli, útskriftir og fermingar. Mest er að gera í sérsaum á vorin og fyrir jólin. 

Selma hefur starfað lengi í greininni og segir ýmislegt hafa breyst í kjölfar þess að fólk versli föt í auknum mæli á netinu auk þess sem Selma finnur fyrir aukinni umhverfisvitund. 

„Hátt hlutfall þess sem pantað er passar ekki eða er allt öðruvísi en það var á mynd þegar það svo kemur. Við klæðskerar fáum oft fyrirspurnir um lagfæringar á svona mistökum. Umhverfisvæn hugsun og nýting á fatnaði sem hægt er að laga eða nýta í annað er jákvætt skref og tek ég mikið af svoleiðis verkefnum að mér.“

Guðrún Hafsteinsdóttir í kjólnum.
Guðrún Hafsteinsdóttir í kjólnum. ljósmynd/Birgir Ísleifur Gunnarsson
Selma Ragnarsdóttir kjólameistari.
Selma Ragnarsdóttir kjólameistari.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál