11 Eftirminnileg ilmvötn fyrir alla

Chloé Nomade Eau de Toilette er ný og ferskari útgáfa …
Chloé Nomade Eau de Toilette er ný og ferskari útgáfa af hinu upprunalega Nomade-ilmvatni.

Ilmur vekur gjarnan upp sterkar minningar og því er tilvalið að finna góðan ilm sem mun minna á brúðkaupsdaginn um ókomna tíð. Sumir hafa jafnvel ilm-þema í brúðkaupinu og hafa ilmkerti í stíl við ilmvatnið. Hér eru nokkur af okkar uppáhaldsilmvötnum sem eru í senn eftirminnileg. 

Fyrir alla

Svokölluð „unisex“-ilmvötn verða sífellt vinsælli og eru þau ekki flokkuð sem dömu- og herrailmur heldur velurðu einfaldlega þann ilm sem þér finnst góður.

Hæckels Dreamland GPS 23’5”N Eau de Parfum

Hæckels framleiðir hágæða ilmvötn úr náttúrulegum hráefnum og eru ilmvötnin frábrugðin öðrum þar sem Hæckels gefur einfaldlega upp GPS-staðsetningu hráefnanna. Dreamland GPS 23’5”N byggir á skemmtigarði á 20. öld með skrautgörðum en hluti þeirra brann. Nú þegar gengið er í gegnum svæðið finnst reykkenndur viðarilmur og ilmur af koluðu leðri en þessir ilmtónar víkja fyrir blómstrandi rósagarði. Ilmvatnið einkennist því af viðar- og leðurtónum á hreinum undirtóni ferskra blóma. Ilmvötn Hæckels koma einnig í formi ilmkerta en vörurnar fást í Geysi Heima.

Hæckels Dreamland GPS 23’5”N Eau de Parfum.
Hæckels Dreamland GPS 23’5”N Eau de Parfum.

Andrea Maack Cornucopia Eau de Parfum

Vorilmur Andreu Maack nefnist Cornucopia en nafnið þýðist yfir á íslensku sem gnægtahorn. Margslunginn ilmurinn lætur þér líða eins og þú þurfir ekki á neinu að halda aftur, leyfir þér að slaka á og anda rólega. Ilmvötn Andreu Maack fást í Madison Ilmhúsi.

Andrea Maack Cornucopia Eau de Parfum (Madison Ilmhús).
Andrea Maack Cornucopia Eau de Parfum (Madison Ilmhús).

Fyrir hana

Tímalaus og kvenleg ilmvötn sem eru alltaf jafngóð.

Chloé Nomade Eau de Toilette

Hlýr blómailmur sem er léttur og kvenlegur ilmur sem endurspeglar glaðlega konu sem býr yfir tímalausri fágun. Lychee-ber og fresíur einkenna ilminn ásamt eikarmosa. 
Væntanlegur í verslanir 15.apríl.

Chloé Nomade Eau de Toilette.
Chloé Nomade Eau de Toilette.

Gucci Bloom Gocce di Fiori

Létt og fersk útgáfa af hinum upprunalega „vintage“ blómailmi Bloom frá Gucci. Bloom Gocce di Fiori minnir á byrjun vorsins en í stað hinna hefðbundnu topp-, mið- og botntóna byggir ilmurinn á áköfum tónum jasmínu, tuberose absolute og honeysuckle-blómi.

Gucci Bloom Gocce di Fiori.
Gucci Bloom Gocce di Fiori.

Viktor & Rolf Flowerbomb Midnight

Glitrandi sólber og næturblómstandi jasmína eru umvafin muskus og granateplum í þessari nýju túlkun Viktor & Rolf á hinu upprunalega Flowerbomb-ilmvatni.

Viktor & Rolf Flowerbomb Midnight Eau de Parfum.
Viktor & Rolf Flowerbomb Midnight Eau de Parfum.

Lancôme La Nuit Trésor Musc Diamant

Töfrandi og munúðarfullur ilmur sem ilmar af kryddaðri blöndu fresía og Damaskus-rósa áður en fíngerður hvítur muskus kemur fram. Að lokum koma fram hlýir tónar af vanillu, möndlum og patchouli.

Lancôme La Nuit Trésor Musc Diamant.
Lancôme La Nuit Trésor Musc Diamant.

Coach Eau de Parfum

Tímalaus klassík og gæði einkenna Coach og það sama má segja um ilmvötn þeirra. Coach Eau de Parfum er innblásinn af hvatvísri orku og stíl New York. Ilmurinn býr yfir margslungnum andstæðum þar sem toppnóturnar innihalda hindber og tyrkneskar rósir sem hvíla á grunni munúðarfulls rúskinns og muskus.

Coach Eau de Parfum.
Coach Eau de Parfum.

Fyrir hann

Hver stenst góðan herrailm? Hlýir, ferskir, viðarkenndir og allt þar á milli.

Gucci Guilty Cologne

Óvenjulegur blómailmur með sterkum arómatískum karakter en Gucci Guilty Cologne er nútímaleg túlkun á hinum klassísku ítölsku kölnarvötnum. Viðarkenndir tónar og sterkir sítrusávextir gera þennan ilm fullkominn á björtum degi.

Gucci Guilty Cologne.
Gucci Guilty Cologne.

Boss The Scent Private Accord

Hlýir og ferskir kryddtónar einkenna Boss The Scent Private Accord. Engifer, mokka og kakó má meðal annars finna í ilminum sem er fágaður og aðlaðandi.

Boss The Scent Private Accord.
Boss The Scent Private Accord.

Giorgio Armani Armani Code Absolu

Austrænn, kryddaður og fágaður ilmur sem byrjar á ferskum sítrustónum á grunni rúskinns, tonka-bauna og viðartóna.

Giorgio Armani Armani Code Absolu.
Giorgio Armani Armani Code Absolu.

Versace Eros Flame

Nýjasti herrailmur Versace byggir á andstæðum og er lýst sem blöndu af köldu og heitu, sætu og krydduðu, ljósi og skugga. Ilmurinn er sítruskenndur en á sama tíma má finna kryddaða og viðarkennda tóna. Ilminum er ætlað að höfða til sterkra, ástríðufullra og sjálfsörugga karlmanna sem eru í góðum tengslum við tilfinningar sínar svo það gæti átt vel við tilvonandi brúðguma.

Versace Eros Flame.
Versace Eros Flame.
mbl.is