11 Eftirminnileg ilmvötn fyrir alla

Chloé Nomade Eau de Toilette er ný og ferskari útgáfa ...
Chloé Nomade Eau de Toilette er ný og ferskari útgáfa af hinu upprunalega Nomade-ilmvatni.

Ilmur vekur gjarnan upp sterkar minningar og því er tilvalið að finna góðan ilm sem mun minna á brúðkaupsdaginn um ókomna tíð. Sumir hafa jafnvel ilm-þema í brúðkaupinu og hafa ilmkerti í stíl við ilmvatnið. Hér eru nokkur af okkar uppáhaldsilmvötnum sem eru í senn eftirminnileg. 

Fyrir alla

Svokölluð „unisex“-ilmvötn verða sífellt vinsælli og eru þau ekki flokkuð sem dömu- og herrailmur heldur velurðu einfaldlega þann ilm sem þér finnst góður.

Hæckels Dreamland GPS 23’5”N Eau de Parfum

Hæckels framleiðir hágæða ilmvötn úr náttúrulegum hráefnum og eru ilmvötnin frábrugðin öðrum þar sem Hæckels gefur einfaldlega upp GPS-staðsetningu hráefnanna. Dreamland GPS 23’5”N byggir á skemmtigarði á 20. öld með skrautgörðum en hluti þeirra brann. Nú þegar gengið er í gegnum svæðið finnst reykkenndur viðarilmur og ilmur af koluðu leðri en þessir ilmtónar víkja fyrir blómstrandi rósagarði. Ilmvatnið einkennist því af viðar- og leðurtónum á hreinum undirtóni ferskra blóma. Ilmvötn Hæckels koma einnig í formi ilmkerta en vörurnar fást í Geysi Heima.

Hæckels Dreamland GPS 23’5”N Eau de Parfum.
Hæckels Dreamland GPS 23’5”N Eau de Parfum.

Andrea Maack Cornucopia Eau de Parfum

Vorilmur Andreu Maack nefnist Cornucopia en nafnið þýðist yfir á íslensku sem gnægtahorn. Margslunginn ilmurinn lætur þér líða eins og þú þurfir ekki á neinu að halda aftur, leyfir þér að slaka á og anda rólega. Ilmvötn Andreu Maack fást í Madison Ilmhúsi.

Andrea Maack Cornucopia Eau de Parfum (Madison Ilmhús).
Andrea Maack Cornucopia Eau de Parfum (Madison Ilmhús).

Fyrir hana

Tímalaus og kvenleg ilmvötn sem eru alltaf jafngóð.

Chloé Nomade Eau de Toilette

Hlýr blómailmur sem er léttur og kvenlegur ilmur sem endurspeglar glaðlega konu sem býr yfir tímalausri fágun. Lychee-ber og fresíur einkenna ilminn ásamt eikarmosa. 
Væntanlegur í verslanir 15.apríl.

Chloé Nomade Eau de Toilette.
Chloé Nomade Eau de Toilette.

Gucci Bloom Gocce di Fiori

Létt og fersk útgáfa af hinum upprunalega „vintage“ blómailmi Bloom frá Gucci. Bloom Gocce di Fiori minnir á byrjun vorsins en í stað hinna hefðbundnu topp-, mið- og botntóna byggir ilmurinn á áköfum tónum jasmínu, tuberose absolute og honeysuckle-blómi.

Gucci Bloom Gocce di Fiori.
Gucci Bloom Gocce di Fiori.

Viktor & Rolf Flowerbomb Midnight

Glitrandi sólber og næturblómstandi jasmína eru umvafin muskus og granateplum í þessari nýju túlkun Viktor & Rolf á hinu upprunalega Flowerbomb-ilmvatni.

Viktor & Rolf Flowerbomb Midnight Eau de Parfum.
Viktor & Rolf Flowerbomb Midnight Eau de Parfum.

Lancôme La Nuit Trésor Musc Diamant

Töfrandi og munúðarfullur ilmur sem ilmar af kryddaðri blöndu fresía og Damaskus-rósa áður en fíngerður hvítur muskus kemur fram. Að lokum koma fram hlýir tónar af vanillu, möndlum og patchouli.

Lancôme La Nuit Trésor Musc Diamant.
Lancôme La Nuit Trésor Musc Diamant.

Coach Eau de Parfum

Tímalaus klassík og gæði einkenna Coach og það sama má segja um ilmvötn þeirra. Coach Eau de Parfum er innblásinn af hvatvísri orku og stíl New York. Ilmurinn býr yfir margslungnum andstæðum þar sem toppnóturnar innihalda hindber og tyrkneskar rósir sem hvíla á grunni munúðarfulls rúskinns og muskus.

Coach Eau de Parfum.
Coach Eau de Parfum.

Fyrir hann

Hver stenst góðan herrailm? Hlýir, ferskir, viðarkenndir og allt þar á milli.

Gucci Guilty Cologne

Óvenjulegur blómailmur með sterkum arómatískum karakter en Gucci Guilty Cologne er nútímaleg túlkun á hinum klassísku ítölsku kölnarvötnum. Viðarkenndir tónar og sterkir sítrusávextir gera þennan ilm fullkominn á björtum degi.

Gucci Guilty Cologne.
Gucci Guilty Cologne.

Boss The Scent Private Accord

Hlýir og ferskir kryddtónar einkenna Boss The Scent Private Accord. Engifer, mokka og kakó má meðal annars finna í ilminum sem er fágaður og aðlaðandi.

Boss The Scent Private Accord.
Boss The Scent Private Accord.

Giorgio Armani Armani Code Absolu

Austrænn, kryddaður og fágaður ilmur sem byrjar á ferskum sítrustónum á grunni rúskinns, tonka-bauna og viðartóna.

Giorgio Armani Armani Code Absolu.
Giorgio Armani Armani Code Absolu.

Versace Eros Flame

Nýjasti herrailmur Versace byggir á andstæðum og er lýst sem blöndu af köldu og heitu, sætu og krydduðu, ljósi og skugga. Ilmurinn er sítruskenndur en á sama tíma má finna kryddaða og viðarkennda tóna. Ilminum er ætlað að höfða til sterkra, ástríðufullra og sjálfsörugga karlmanna sem eru í góðum tengslum við tilfinningar sínar svo það gæti átt vel við tilvonandi brúðguma.

Versace Eros Flame.
Versace Eros Flame.
mbl.is

Glamúrinn í skipstjórahúsi frá 1935

Í gær, 21:30 Innanhússarkitektinn Hanna Stína fékk það verkefni að endurhanna skipstjórahús sem byggt var 1935.  Meira »

Stofnandi Ali Baba veitir kynlífsráð

Í gær, 18:00 Einn ríkasti maður í Kína, Jack Ma stofnandi Alibaba, er með uppskrift að betra lífi en það er að stunda kynlíf lengi sex sinnum á sex dögum. Meira »

Hugmyndir að hárgreiðslu og förðun

Í gær, 17:00 Við fengum Katrínu Sif Jónsdóttur, hárgreiðslukonu á Sprey, og Helgu Sæunni Þorkelsdóttur, förðunarfræðing, til að skapa þrjár mismunandi útfærslur af brúðargreiðslu og -förðun. Meira »

10 atriði sem þú gætir átt von á án sykurs

Í gær, 11:00 Þú færð sterkara ónæmiskerfi, missir þyngd og sefur betur án sykurs. Þú gætir viljað nota minna af snyrtivörum og hafir meira úr að spila með breyttu matarræði. Meira »

Hnetuskrúbbur Kylie gerir allt vitlaust

Í gær, 05:00 Skrúbbur úr nýjustu snyrtivörulínu Kylie Jenner hefur vakið mikla athygli, en hann inniheldur valhnetur sem sagðar eru rífa upp húðina og valda smáum sárum á húðinni. Meira »

Getur farið framúr sér við skipulaggningu

í fyrradag María Ósk Stefánsdóttir gekk í hjónaband með Emil Atla Ellegaard hinn 11. ágúst 2018. Hún er með menntun í sálfræði og starfar á snyrtistofunni Hár & dekur. Meira »

Ömmu-stíllinn kemur sterkur inn

í fyrradag Slæður og klútar geta gert mikið fyrir hin hversdagslegu föt og geta varið mann fyrir sterku sólarljósi. Ömmu-stíllinn kemur sterkur inn í sumar. Meira »

Hvaða andlitslyfting er best?

í fyrradag „Ég hef verið að sjá alls konar meðferðir í boði sem segjast gefa andlitslyftingu og strekkja á húð (kjálkalínu, hálsi, kinnum osfrv). Hvað þarf að hafa í huga fyrir svona aðgerðir? Hvaða aukaverkanir eru algengastar? Er sjálf 31 og að íhuga þetta, en veit ekki hvað á best við fyrir minn aldur, og auðvitað, hvað er áhættuminnst.“ Meira »

Þetta ætlar Díana Omel að gera í kvöld

í fyrradag Þúsundþjalasmiðurinn og fjöllistakonan Díana Omel er rosalegur Eurovision-aðdáandi. Hún elskar búningana, menningarheimana og að eigin sögn, þetta snarruglaða „show“ sem er í kring um þessa margrómuðu (og ekki) keppni. Meira »

Sjálfsfróun er eðlilegur hluti af lífinu

í fyrradag Íris Stefanía var í grunnskóla þegar hún áttaði sig á að sjálfsfróun væri eitthvað sem konur skömmuðust sín fyrir. Síðan þá hefur hún reynt að opna umræðuna með hinum ýmsu leiðum. Meira »

„Verðum að vera á Íslandi ef við vinnum“

17.5. Poppstjarnan Friðrik Ómar Hjörleifsson tók þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins hérlendis í febrúar með lagið Hvað ef ég get ekki elskað? Þótt lagið hafi ekki komist áfram er Friðrik Ómar samt kominn til Tel Aviv. Meira »

Eitt fallegasta hús landsins til sölu

17.5. Anna Margrét Jónsdóttir hefur aldrei viljað sýna eitt fallegasta hús landsins að margra mati. Hún segist kunna að meta uppruna hússins og dreymir um að það komist nú í hendurnar á rétta fólkinu. Meira »

Greiðslumatið klárt á nokkrum mínútum

17.5. Með greiðslumat í höndunum veit fólk betur hvar það stendur í leitinni að réttu fasteigninni.   Meira »

„Ég hef alltaf elskað Eurovision!“

17.5. Fjölmargir kannast við skemmtikraftinn og hárgreiðslumanninn Skjöld Eyfjörð sem rak lengi hárstofuna Skjöldur 101 í miðborginni og kom reglulega fram í skemmtilegum blaðaviðtölum. Meira »

„Ég get ekki meira af þessu sama“

17.5. Konu langar í tilfinningalega nánd við mann, en allir sem hún hittir vilja einvörðungu sofa hjá henni. Hún biður Polly um ráð. Meira »

Hvernig vilja Íslendingar hafa inni hjá sér?

17.5. Íslendingar eru mjög góðir í að gera fallegt í kringum sig hvort sem um fagaðila eða einstaklinga er að ræða. Í Heimili og hönnun, sem fylgir Morgunblaðinu í dag, má sjá nokkur súperlekker heimili. Meira »

Umhverfisvænni lúxus frá Lancôme

17.5. Nýjungar innan lúxus-línu Lancôme voru kynntar til leiks nýverið. Það vakti athygli að nú er í boði að kaupa áfyllingar á Absolue-andlitskremin en það sparar talsverðar umbúðir. Meira »

Hvað er framtíðarleiðtoginn að hugsa um?

16.5. „Eitt af því sem fjallað var um er framfaramiðað hugarfar (e. growth mindset) en kjarninn í því er að láta hugarfarið ekki koma í veg fyrir að við náum árangri og settum markmiðum. Einstaklingar sem búa yfir framfaramiðuðu hugarfari kunna að meta áskoranir, sýna þrautseigju þegar á móti blæs, sækja í endurgjöf og læra af gagnrýni.“ Meira »

Rakar þú leggina oftar en Taylor Swift?

16.5. Það eru líklega fáar konur sem raka fótleggina jafnoft og tónlistarkonan Taylor Swift. Ellen DeGeneres átti varla til orð þegar Swift upplýsti hversu oft Meira »

Tískutröllin eru mætt til Cannes

16.5. Elton John er á áttræðis aldri en slær flestum öðrum út þegar kemur að útlitinu. Hann mætti á dregilinn á Cannes að kynna kvikmyndina sína „Rocketman“ í fatnaði frá Gucci frá toppi til táar. Meira »

„Tilbúin að deyja fyrir góða ljósmynd?“

16.5. Instagram pör er nýjasta nýtt á samfélagsmiðlum. Mörg þeirra sýna sig í hættulegum stellingum og fólk veltir fyrir sér hversu langt þau ganga til að ná af sér fallegri mynd. Eru þau tilbúin að deyja fyrir ljósmyndina? Meira »