Við erum greinilega að gera eitthvað rétt

Kolbrún Kristjánsdóttir hárgreiðslumeistari og einn af eigendum Portsins.
Kolbrún Kristjánsdóttir hárgreiðslumeistari og einn af eigendum Portsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kolbrún Kristjánsdóttir hárgreiðslumeistari rekur hárgreiðslustofuna Portið ásamt Sverri Diego og Önnu Stefaníu Aðalsteinsdóttur. Hún segir að draumar þeirra hafi ræst þegar þau opnuðu stofuna en þau fengu Arnar Gauta Sverrisson til að hann stofuna fyrir sig. Stofan þykir það flott að aðrar hárgreiðslustofur hafa apað smartheitin upp eftir þeim. 

„Portið er drauma vinnustaðurinn. Við erum þrjú sem rekum stofuna og höfum mikla reynslu samanlagt. Við ákváðum að grípa boltann þegar þetta sturlaða rými bauðst og skapa okkar eigin stofu. Við erum með tíu stóla og hjá okkur vinnur flott fagfólk og er því alltaf líf og fjör hjá okkur. Ég gæti ekki verið sáttari með fólkið í kringum mig,“ segir Kolbrún. 

Stofan hefur vakið athygli fyrir smekklega hönnun. Þegar Kolbrún er spurð að því hverju þau hafi viljað ná fram segir hún að þau hafi sóst eftir að hafa afslappað og fallegt umhverfi sem tekur vel á móti kúnnanum. 

„Við vorum svo heppin að fá að velja okkur rými í nýju húsnæði. Við fengum bókstaflega steypuklump upp í hendurnar þar sem við gátum farið algjörlega okkar leiðir og gert allt frá grunni. Rýmið er með gríðarlegri lofthæð, bjart og opið.  Við vildum vinna með andstæður þar sem hrá steypa, sléttflauel í húsgögnum og dökkir litatónar koma saman. Við vildum hafa stílinn grófan og hráan með messing og speglum sem skapar algjörlega frábæra stemningu. Okkur finnst útkoman eitthvað allt annað en á öðrum stofum og það var einmitt þar sem við hittum naglann á höfuðið. Það er mikill „Wow factor“ í stóra speglaverkinu sem við eyddum miklum tíma í að vinna. Grétar arkitekt hannaði það með okkar óskum. Þetta voru um það bil 60 speglabrot í sitthvorri stærðinni, lögun og litum sem við settum saman. Ég hef sjaldan verið jafn glöð og þegar þetta var komið upp óbrotið. Það hlýtur allavega að boða 7 ára gæfu ef ekki meir,“ segir Kolbrún. 

Hún segir að þau hafi viljað hafa stofuna þannig innréttaða að viðskiptavininum fyndist hann mjög velkominn. 

„Við ákváðum að hafa miðjuna í rýminu sem biðstofu, það kemur rosalega vel út. Fólk gengur yfirleitt beint þangað og tyllir sér í fallegu flauelsstólana og fær sér kaffi.  Við höfum fengið einstaklega mikið hrós frá viðskipavinum hvað biðstofan er hlýleg og býr til skemmtilega stemningu. Við erum þakklát Arnari Gauta fyrir hönnunina á stofunni. Hann er mjög góður í því að blanda saman ódýrum og dýrum lausnum þannig að útkoman verði falleg. Viðmótshönnun er eitthvað sem hann kann vel og nær fram á sinn einstaka hátt,“ segir hún. 

Eitthvað hefur borið á því að aðrir í bransanum séu að apa eftir hönnun Arnars Gauta. Kolbrún segir að þau líti á það sem hrós. 

„Við erum greinilega að gera eitthvað sem fólki finnst flott og tekur eftir og er því greinilega að virka. En persónuleg færi ég aldrei þá leið. Það er búið að eyða miklum tíma, pælingum og peningum í eitthvað einstakt þá fyndist mér það frekar taktlaust,“ segir hún. 

Aðspurð um hvað einkennir góða hárgreiðslustofu segir hún að það sé góð samvinna á milli fagfólks. 

„Þetta er svo lifandi fag að maður þarf alltaf að vera á tánum og opin fyrir nýjungum.  Fylgjast vel með tískustraumum og vera svolítið með´etta.  Fallegt og þægilegt umhverfi þar sem kúnnanum líður vel og getur notið sín til fulls skiptir líka máli. Þetta eru svo miklar gæðastundir sem kúnninn á þegar hann mætir í stólinn að það skiptir máli að hafa góða tónlist, gott kaffi, blöð og extra gott höfuðnudd og svo er ekki verra ef hægt er að fara á trúnó. Mér finnst líka skipta máli að klippistólar og vaskastólar séu xtra þægilegir og lögðum við mikið uppúr því. Svo skiptir vöruval miklu máli. Við erum með það besta á markaðnum í dag, HH Simonsen, label m og Davines. Það fullkomnar alls em kúnninn þarf í hárið hvort sem það er sjampó eða næring, raftæki eða litir.“

Hvað um hártíska vorsins, hvað er fólk að biðja um núna sem það hefur ekki beðið um áður?

„Mér finnst frábært hvað strákar hafa miklar skoðanir á hárinu á sér og eru farnir að vera óhræddir að sýna myndir og gera kröfur. Herratískan er aðeins að breytast og eru þeir farnir að vilja toppa og aðeins meira „retro look“ og sterkar línur. Klassíska herralookið og skinfade heldur líka áfram inní sumarið. Mér finnst áberandi hvað dömurnar eru farnar að biðja meira um styttur, svolítið 70´s fíling og eru jafnsíðu bob klippingarnar aðeins að víkja fyrir meiri náttúrulegum liðum, hreyfingu og stuttum klippingum. Toppar í öllum formum eru alltaf skemmtilegir og poppa oft upp lúkkið, hvort heldur sem sterka beina toppa eða mjúka hliðartoppa. Tíska finnst mér alltaf svolítið afstætt hugtak og finnst mér alltaf flottast þegar fólk er eins og það vill vera. Það er svo margt í gangi og hrífst ég alltaf mest af týpum sem eru nákvæmlega eins og þær vilja vera óháð öðrum, það er eitthvað heillandi við það! Hlýir litatónar verða áberandi í sumar í ýmsum tónum gyllt, peach, kopar og svo auðvitað náttúrulegir ljósir litir. Fallegir súkkulaðibrúnir fyrir þær dökkhærðu, jafnvel með smá hreyfingu. Þær sem vilja vera djarfar er alveg málið blanda saman hlýjum og köldum tónum í hárið og fá ennþá meiri stemmingu! Andstæðir litir gefa skemmtilegan fíling,“ segir hún. 

Hvað finnst þér skemmtilegast að gera í vinnunni?

„Alveg frá því ég var lítil vissi ég hvað ég vildi verða. Ég ætlaði að verða hárgreiðslukona!  Þannig að allir dagar eru skemmtilegir í vinnunni minni. Ég hef gríðarlega ástríðu fyrir litum og klippingum, það er það sem ég brenn mest fyrir í faginu. Ég elska skærin mín og allskonar klippitækni og blanda á litabarnum þar gerast oft miklir töfrar! Að fá fólk í stólinn og setja réttan lit i hárið miðað við augn-og húðlit, klippa form sem hæfir andlitsfalli er eitthvað sem mínir dagar snúast um. Ekkert skemmtilegra en þegar fólk labbar ánægt og sátt frá mér með nýtt og flott útlit. Elska að gera eitthvað nýtt og öðruvísi! Ég er svo heppin í mínu starfi að hef ég fengið að kenna og halda námskeið bæði öðru fagfólki og nemendum, gefa reynslu mína og þekkingu hér heima og erlendis. Fengið að vinna fyrir stór fyrirtæki og að upplifa að vinna með fólki sem er á heimsvísu í faginu. Eigum við ekki að segja að allir dagar séu skemmtilegir og gefandi í vinnunni,“ segir hún. 

Dökkir litir eru áberandi á Portinu. Hér má sjá hillur ...
Dökkir litir eru áberandi á Portinu. Hér má sjá hillur úr messing sem koma vel út. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Mikið er lagt upp úr þægindum á stofunni.
Mikið er lagt upp úr þægindum á stofunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Speglaveggurinn skapar mikinn wow-factor.
Speglaveggurinn skapar mikinn wow-factor. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

Íþróttaálfurinn kvæntist ástinni

09:33 Íþróttaálfurinn Dýri Kristjánsson gekk að eiga Ingibjörgu Sveinsdóttur um helgina. Hjónin gengu í það heilaga í Fríkirkjunni. Meira »

Svona getur hún ekki tekist á við lífið

05:00 Arianna Huffington stofnandi Huffington Post segir svefn eitt það mikilvægasta sem hún veit um. Henni líkar illa við sjálfa sig þegar hún er ósofin. Hún trúir á lítil skref í rétta átt til að byggja upp gott líf inn í framtíðina. Meira »

Eyddu 18 mánuðum í að gera húsið upp

Í gær, 22:00 Jessica Alba gjörbreytti nýja húsinu sínu en það tók eitt og hálft ár að gera húsið upp. Alba sýnir draumahúsið í nýju myndbandi sem birtist á vef Architectural Digest. Meira »

„Hef aldrei verið svona kynköld“

Í gær, 18:00 Kona sem elskar kærastann sinn er að upplifa áskorun í sambandinu þar sem þau eru með mismunandi væntingar til sambandsins. Hann skilgreinir kynlíf og nánd öðruvísi en hún og kennir henni um að hlutirnir eru ekki að ganga eins vel og hann vildi í svefnherberginu. Meira »

72 tíma hús minnkar stress um 70%

Í gær, 16:00 Langar þig að afstressa þig í Svíþjóð og koma endurnærð/ur til baka? Hvernig myndi þér lítast á að njóta 72 tíma í glerhúsi í Svíþjóð? Meira »

Haldið ykkur: Tie-dye-föt eru komin aftur í tísku

Í gær, 13:00 Byrjið að leita að gömlum fatakössum uppi á háalofti og kembið fatamarkaðina, tie-dye-föt verða það heitasta í sumar.  Meira »

Æfingin sem heldur Biel í formi

í gær Leikkonan Jessica Biel gerir krefjandi útgáfu af hnébeygju á öðrum fæti hjá einkaþjálfaranum sínum.  Meira »

Skilnaðarráð fræga fólksins vekja athygli

í gær Sumar stórstjörnur eru á því að eftir skilnað sé ávallt best að kenna öðrum um á meðan aðrar segja að það að taka ábyrgð ýti undir vinskap. Meira »

GOT-aðdáendur heppnari í rúminu

í fyrradag Game of Thrones-aðdáendur eru ekki bara að ná saman á kaffistofunum heldur einnig í ástalífinu.   Meira »

Búin að gleyma hvernig ástin er

í fyrradag Kona á þrítugsaldri sem hefur ekki verið í sambandi í nokkur ár segist ekki muna hvernig tilfinning það er að vera ástfangin. Hún biður um ráð. Meira »

Teppi á gólfinu hjá Sex and the City-stjörnu

í fyrradag Hús leikkonunnar Kristin Davis er afar huggulegt en þó spurning hvort það hefði verið nógu fínt fyrir hina fínu Charlotte úr Sex and the City. Meira »

Halla Bára: Gucci klæðir heimilið

í fyrradag Halla Bára Gestsdóttir innanhússhönnuður skrifar um heimilislínu Gucci sem hvikar hvergi frá þeim hugarheimi sem hefur gert merkið að því verðmætasta í tískuheiminum. Meira »

Leið ömurlega undir 58 kílóum

25.5. Tónlistarkonunni Bebe Rexha var kalt og hún borðaði ekki þegar hún var sem léttust. Hún gengur nú um fáklædd heima hjá sér til að efla sjálfstraustið. Meira »

Lofaði að húsið færi ekki úr fjölskyldunni

25.5. Berglind Berndsen og Helga Sigurbjarnadóttir, innanhússarkitektar FHI, endurhönnuðu hús sem byggt var 1901. Húsið hefur verið í eigu sömu fjölskyldu frá upphafi og var lagt mikið upp úr því að halda í upprunalegan stíl við endurbæturnar. Meira »

Undarleg stelling eyðileggur kynlífið

24.5. „Ég stunda sjálfsfróun á grúfu. Kynlíf með annarri manneskju, meira að segja munnmök, veita mér enga unun.“  Meira »

Ágústa Ósk selur Hvassaleitið

24.5. Söngkonan Ágústa Ósk Óskarsdóttir hefur sett raðhús sitt í Hvassaleiti í Reykjavík á sölu. Húsið er 260 fm að stærð og var byggt 1963. Meira »

Tók 450 tíma að gera Dior-dressið

24.5. Elle Fanning þykir ein best klædda leikkonan á Cannes í ár og leit út eins og gömul Hollwyood-stjarna í fallegu pilsi og kjól frá Dior á rauða dreglinum í vikunni. Meira »

Högnuhús eitt af draumahúsum BBC

24.5. Eitt fallegasta hús landsins, Bakkaflöt 1, er á lista BBC yfir draumahús frá 20. öldinni. Húsið var meðal annars sögusvið kvikmyndarinnar Eiðsins eftir Baltasar Kormák. Meira »

Valið snerist um að lifa eða deyja

24.5. „Mér þykir ekki létt að segja frá hvert var mitt fyrsta val. Það snerist ekki um að rigga mig á fætur og dúndra til dæmis fjárhagnum í lag. Nei. Valið snerist um að lifa eða deyja. Að deyja var á þeim tímapunkti auðveldari kosturinn og allt mælti með því vali. Ég viðurkenni að það var mitt val. Örlögin sáu til þess að leyfa mér það ekki. Ég breytti um skoðun. Valdi að lifa. Logandi hræddur við dauðann. Vildi aldrei deyja. Hef sagt og segi enn: Eina sem ég átti eftir var auðmýkt. Hafði ekki orku í að vera með hroka.“ Meira »

Giambattista Valli í samstarfi við H&M

24.5. H&M; tilkynnti nýjasta samstarf fyrirtækisins í galaveislu í Cannes í gærkvöldi.  Meira »

Haldið ykkur fast, COS opnar kl. 12

24.5. Sænska verslunin COS verður opnuð kl. 12 á Hafnartorgi í miðbæ Reykjavíkur en íslenskar tískuskvísur hafa beðið eftir þessari verslun í mörg ár. Meira »