Getur farið framúr sér við skipulaggningu

María Ósk Stefánsdóttir og Emil Atla Ellegaard á brúðkaupsdaginn sinn.
María Ósk Stefánsdóttir og Emil Atla Ellegaard á brúðkaupsdaginn sinn.

María Ósk Stefánsdóttir gekk í hjónaband með Emil Atla Ellegaard hinn 11. ágúst 2018. Hún er með menntun í sálfræði og starfar á snyrtistofunni Hár & dekur. Hún segir aðalatriðið þegar kemur að brúðarvendinum að fylgja eigin smekk og gera raunhæfar kröfur. 

Þau María og Emil eiga eina þriggja ára dóttur sem heitir Anna Lovísa. María er útskrifuð úr Háskólanum í Reykjavík í sálfræði og hyggst leggja stund á áframhaldandi nám í faginu í haust.

María er mikið fyrir að skipuleggja sig og hafði því mjög gaman af því að skipuleggja brúðkaupið sitt í fyrra.

„Ég er einnig mjög veisluglöð og á það til að fara fram úr mér við að skipuleggja alla viðburði, stóra sem smáa.“

Hvernig var brúðkaupsdagurinn?

„Hann var frábær í alla staði, þetta var alveg klárlega hápunktur lífs míns. Við vinkonurnar hittumst á Hár & dekri og við borðuðum saman hádegismat og skáluðum. Þar var ég svo förðuð, mér greitt og ég gerð tilbúin fyrir daginn. Athöfnin var í Fríkirkjunni í Reykjavík þar sem Hjörtur Magni gaf okkur saman við ljúfa tóna frá Sölku Sól. Áður en skundað var í veislu tók Rán Bjargar nokkrar myndir af okkur í Laugardalnum. Veislan var haldin í veislusal Ferðafélags Íslands með stórfjölskyldunni og vinum. Dagurinn gekk allur eins og í sögu og brosið fór ekki af mér í eina sekúndu allan daginn!“

Snillingur í blómum

Hver er sagan á bak við brúðarvöndinn?

„Ég vildi hafa stóran og frekar villtan brúðarvönd með mörgum mismunandi bleikum blómum og eucalyptus. Ég var búin að skoða mikið á Pinterest en ekkert sem var 100% eins og ég vildi. Ég ákvað strax að fá hana Elísu í 4 árstíðum til að sjá um verkið og eftir aðeins einn fund var hún alveg komin með á hreint hvað ég vildi. Hún Elísa er algjör snillingur þegar kemur að blómaskreytingum og sá hún um allar blómaskreytingar í salnum, á kökuna, gerði vönd fyrir mig og annan minni fyrir dóttur mína sem og blómakrans í hárið og barmblóm.“

Hvað skiptir mestu máli þegar kemur að brúðkaupsdeginum?

„Að njóta dagsins skiptir mestu máli og síðan að láta taka nógu mikið af myndum og myndböndum.

Passa að láta ekki óviðráðanleg atriði eins og veður eða annað slíkt hafa áhrif.

Til þess að forðast allt stress svona í lokin er nauðsynlegt að vera búin að skipuleggja daginn með góðum fyrirvara.

Þar sem ég byrjaði að undirbúa daginn mjög tímanlega náði ég að njóta undirbúningsins í botn. Ég mæli líka mikið með því að nýta þá hjálp sem býðst og deila ábyrgð og verkefnum á fólkið sem þið treystið. Ég fékk til dæmis nokkrar af mínum nánustu vinkonum og frænkum til að hjálpa mér að skreyta daginn áður og það endaði í allsherjar skemmtun.“

Allir á dansgólfinu

Hvernig var veislan?

„Ég er mjög veisluglöð svo ég þráði stóra veislu með öllum okkar nánustu sem myndi vara fram á nótt, sem við og gerðum. Veislan var haldin í sal Ferðafélagsins og var með nokkuð hefðbundnu sniði. Við vorum með sitjandi borðhald; þriggja rétta matseðil. Grillvagninn sá um matinn og 17 sortir um eftirréttinn.

Við fengum tvo af okkar bestu vinum til að taka að sér hlutverk veislustjóra sem heppnaðist mjög vel. Mér fannst mjög þægilegt að hafa veislustjóra sem þekktu okkur vel svo þeir gætu haft dagskrána sniðna að okkur.

Eftir matinn kom Hlynur Ben trúbador og spilaði og ég held að hver einasti brúðkaupsgestur hafi farið á dansgólfið. Um miðnætti kom Búlluvagninn með hamborgara og síðan hélt partíið áfram. Dj Atli Már sá um tónlist bæði meðan á borðhaldi stóð og svo eftir miðnætti. Veislan heppnaðist betur en ég hefði getað ímyndað mér og minningarnar frá deginum eru ógleymanlegar.“

Ráðleggingar tengdar brúðarvendi

-Fylgdu eigin smekk.

-Gerðu það sem þér finnst fallegt.

-Ekki gera einungis það sem er í tísku.

-Vertu með raunhæfar kröfur þegar kemur að skreytingum.

Elísa í 4 árstíðum gerði brúðarvöndinn.
Elísa í 4 árstíðum gerði brúðarvöndinn.
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Harry prins fer nýjar leiðir

15:04 Guðný Ósk Laxdal er sérfræðingur í konungsfjölskyldum en hún stúderaði nútímavæðingu bresku konungsfjölskyldunnar í B.A. ritgerð sinni í ensku við HÍ og hefur ávallt haft gaman af konunglegum málefnum, bæði sem dægurmál og fræðilegt menningarfyrirbæri. Meira »

Líkamsfarði Kim gerir allt vitlaust

12:00 Raunveruleikaþáttastjarnan Kim Kardashian West kynnir okkur nú fyrir líkamsfarða sem getur falið æðar og marbletti.   Meira »

IKEA vinnur með heimsþekktu fólki

09:00 Sænska móðurskipið IKEA kynnti nýjungar sínar á Democratic Design Days í Almhult í Svíþjóð á dögunum. Sjálfbærni, nýting á plássi og upplifun eru í forgrunni hjá þessu stóra fyrirtæki án þess að tapa þeim eiginleikum að gera heimilið fallegra. Ein af stærstu fréttunum er samstarf IKEA og Sonos. Meira »

Bláklæddar á veðhlaupakeppninni

05:00 Katrín hertogaynja og Elísabet Englandsdrottning voru í stíl á opnunarhátíð konunglegu veðhlaupakeppninnar sem hófst í dag.  Meira »

Rihanna sjóðandi heit í bleiku

Í gær, 23:30 Tónlistarkonan Rihanna brá undir sig betri fætinum í New York-borg á þriðjudagskvöld og var sjóðandi heit í bleikum kjól.  Meira »

Gettu hvar Gylfi keypti brúðkaupsfötin?

Í gær, 19:00 Gylfi Þór Sigurðsson landsliðsmaður og fótboltastjarna kvæntist ástinni um helgina. Hann valdi aðeins það besta eða föt frá ... Meira »

Dragdrottning Íslands hélt uppi stuðinu

Í gær, 18:00 Dragdrottning Íslands, Gógó Starr, mætti einnig á svæðið og sló í gegn með flutningi á laginu Snapshot með RuPaul og hárblásurum sem hún nýtti sem vindvélar til að fullkomna showið. Meira »

Adele nánast óþekkjanleg

í gær Breska tónlistarkonan Adele hefur lagt mikið af en það sést vel á nýrri mynd af tónlistarkonunni með hljómsveitinni Spice Girls. Meira »

Kjóll Alexöndru frá Galia Lahav

í gær Brúðarkjóll Alexöndru Helgu Ívarsdóttur er frá ísraelska tískuhúsinu Galia Lahav.   Meira »

Hvers vegna fór Vigdís í framboð 1980?

í gær Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands segir að hún hefði aldrei farið í forsetaframboð ef sjómennirnir hefðu ekki skorað á hana. Meira »

Eins og risastór tískusýning á árshátíðinni

í gær Það voru allir í spariskapi þegar Geysir hélt árshátíð sína í Marshallhúsinu. Eins og sést á myndunum voru allir í sínu fínasta pússi á þessu fallega sumarkvöldi. Boðið var upp á girnilegar veitingar en andleg næring var í boði Frímanns Gunnarssonar en hann kitlaði hláturtaugar gestanna og Una Schram og Cell7 tóku í míkrafóninn við mikinn fögnuð. Meira »

Dragdrottningar stálu senunni á MTV-verðlaunahátíðinni

í fyrradag Dragdrottningarnar Trixie Mattel, Katya Zamolodchikova og Alyssa Edwards sköruðu fram úr á rauða dreglinum.  Meira »

Sjáðu Gylfa og Alexöndru á brúðkaupsdaginn

18.6. Gylfi Þór Sigurðsson og Alexandra Helga Ívarsdóttir birtu loksins myndir af stóra deginum.  Meira »

Kolbrún fær útrás í að fegra í kringum sig

18.6. Kolbrún Kristleifsdóttir kennari býr ásamt fjölskyldu sinni í 105 Reykjavík. Hún hefur unun af því að hugsa vel um garðinn sinn. Meira »

Vigdís Hauks og Garðar Kjartans í sveitinni

18.6. Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins og Garðar Kjartansson fasteignasali nutu veðurblíðunnar saman um helgina.   Meira »

Alexandra og Birgitta Líf með eins töskur

18.6. Mittistöskur eru móðins þessa dagana. Þegar Alexandra Helga Ívarsdóttir og Birgitta Líf Björnsdóttir fóru saman til Flórída var sú fyrrnefnda með mittistösku frá Prada en í brúðkaupinu var Birgitta Líf með nákvæmlega eins tösku. Meira »

Aron Einar og Kristbjörg mættu í stíl

17.6. Aron Einar Gunnarsson landsliðsmaður og Kristbjörg Jónasdóttir mættu í stíl í brúðkaup Gylfa Þórs Sigurðssonar og Alexöndru Helgu Ívarsdóttur. Meira »

Erna Hrönn og Jörundur loksins hjón

17.6. Erna Hrönn útvarpsstjarna á K100 giftist unnusta sínum, Jörundi Kristinssyni, sem starfar hjá Origo. Brúðkaupið var ekki bara ástarhátíð heldur tónlistarveisla. Meira »

Viltu vera umvafin silki?

17.6. Absolute Silk Micro Mousse-meðferð frá Sensai er það nýjasta í þessari japönsku snyrtivörufjölskyldu. Um er að ræða einstaka efnasamsetningu sem skartar efnum sem eru unnin úr Koishimaru Silk Ryoal. Meira »

Langar þig í hádegisverð með Clooney?

17.6. Nú er uppboð á netinu þar sem þú getur unnið hádegisverð með Amal og George Clooney í villu þeirra hjóna við Como-vatnið á Ítalíu. Meira »

Kynntust á trúnó og ætla sér stóra hluti

17.6. Agnes Kristjónsdóttir og Rebekka Austmann hafa sameinað krafta sína á ævintýralegan hátt en leiðir þeirra lágu saman á athyglisverðan hátt. Meira »