10 bestu sólarvarnir fyrir andlit

Sólarvarnir eru mikilvægar til að sporna gegn ótímabærri öldrun húðarinnar.
Sólarvarnir eru mikilvægar til að sporna gegn ótímabærri öldrun húðarinnar. Thinkstock.

Sólarvörn er ein besta vörnin gegn ótímabærum öldrunarmerkjum húðarinnar. Hafðu í huga að sólarvarnir á að nota sem viðbót við sólhlífar, fatnað, sólhatt eða derhúfu. „Marg­ir trúa því að það sé óhætt að liggja í sól­inni ef þeir bera á sig reglu­lega sól­ar­vörn. Það er alls ekki rétt og mik­il­vægt að gæta hófs í sól­inni eins og í svo mörgu öðru. Reynið að forðast sól­ina yfir miðjan dag­inn þegar hún er sem sterk­ust og verið í skugga. Mik­il­vægt að smyrja sól­ar­vörn á svæði sem þú get­ur ekki dulið með klæðnaði, eins og and­lit og hand­ar­bök,“ segir Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðlæknir á Húðlæknastöðinni, í svari sínu til lesenda Smartlands. 

Nú eru í boði sólarvarnir í ýmsum formum sem sérstaklega eru hannaðar fyrir andlitið og veita húðinni aukna næringu og raka auk vernd gegn umhverfismengun. Hér má finna frábærar sólarvarnir fyrir andlit og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Hvort sem þú ert vegan, vilt ilmefnalausa formúlu eða sólarvörn með andoxunarefnum þá er allt það að finna á þessum lista og meira til.

Lituð sólarvörn
SkinCeuticals Physical Fusion UV Defence SPF 50
er létt og lituð sólarvörn sem byggir eingöngu á sólarvörn úr steinefnum. Liturinn blandast húðinni fullkomlega og veitir jafna og örlítið ljómandi áferð. Formúlan inniheldur m.a. svifþörunga sem stuðla að mótstöðu gegn útfjólubláum geislum og streitu í húðinni vegna hita. Fæst hjá Húðlæknastöðinni.

SkinCeuticals Physical Fusion UV Defence SPF 50.
SkinCeuticals Physical Fusion UV Defence SPF 50.

Sólarvörn án ilmefna
Clinique Mineral Sunscreen Fluid for Face SPF 50
er ofur-létt og ilmefnalaus svo hún hentar jafnvel viðkvæmri húð. Formúlan byggir eingöngu á sólarvörn úr steinefnum og má nota við augnsvæðið líka.

Clinique Mineral Sunscreen Fluid for Face SPF 50.
Clinique Mineral Sunscreen Fluid for Face SPF 50.

Sólarvörn úr steinefnum
Clarins Mineral Facial Sun Care Liquid SPF 30
hentar öllum húðgerðum og inniheldur eingöngu sólarvörn úr steinefnum. Clarins endurgerði alla sólarlínu sína og býður eingöngu upp á sólarvarnir að lágmarki SPF 30 og innihalda formúlurnar plöntu-extrökt sem hjálpa til við að vernda húðina gegn sólargeislum. Nýju pakkningarnar utan um sólarlínu Clarins var unnin í samstarfi við Plastic Odyssey og voru endurnýjuð efni notuð í umbúðirnar til að vinna gegn plastmengun.

Clarins Mineral Facial Sun Care Liquid SPF 30.
Clarins Mineral Facial Sun Care Liquid SPF 30.

Náttúruleg sólarvörn án aukaefna
Eco Cosmetics Sun Lotion SPF 30 Fragrance Free
er mjög góður kostur fyrir fólk með viðkvæma húð eða þá sem vilja náttúrulega sólarvörn án aukaefna. Formúlan er án ilm- og litarefna, inniheldur ekki sílikon né rotvarnarefni og er vegan. Fæst í Heilsuhúsinu.

Eco Cosmetics Sun Lotion SPF 30 Fragrance Free.
Eco Cosmetics Sun Lotion SPF 30 Fragrance Free.

Sólarvörn í spreyformi
Biotherm Skin Oxygen Wonder Mist SPF 50
er léttur og frískandi úði sem er auðveldur í notkun. Formúlan veitir vörn gegn mengun úr umhverfinu og býr yfir andoxunarefnum sem hjálpa enn frekar til við að verja húðina gegn skaðlegum geislum sólarinnar.

Biotherm Skin Oxygen Wonder Mist SPF 50.
Biotherm Skin Oxygen Wonder Mist SPF 50.

Alhliða sólar- og mengunarvörn
Chanel UV Essentiel Complete Protection SPF 50 er heildstæð sólarvörn sem ver okkur fyrir útfjólubláum geislum og umhverfismengun. Formúlan inniheldur öflug andoxunarefni sem einnig ver húðina fyrir sindurefnum. Hin nýja UV Essentiel-sólarvörnin býr yfir gel-kremkenndri áferð og inniheldur tvö áhugaverð innihaldsefni: Life Plant PFA og Desert Yeast-extrakt. Life Plant PFA vinnur gegn streituáhrifum í húðinni og fyrirbyggir DNA-skemmdir og ótímabær öldrunarmerki. Desert Yeast-extrakt slekkur á oförvuðum streituviðtökum húðfrumnanna sem ytri mengunaráhrif valda. Þannig dregur það út dökkum blettum og öldrunarmerkjum og veitir húðinni aukinn raka.

Chanel UV Essentiel Complete Protection SPF 50.
Chanel UV Essentiel Complete Protection SPF 50.

Vegan sólarvörn
BareMinerals Skinlongevity Vital Power Moisturizer SPF 30 er frábær kostur fyrir þá sem vilja endurlífga þreytta húð og endurnæra hana með innihaldsefnum á borð við grænar kaffibaunir, bóndarós og Long Life-jurtina. Formúlan er bæði vegan og cruelty free og inniheldur eingöngu sólarvörn úr steinefnum.

BareMinerals Skinlongevity Vital Power Moisturizer SPF 30.
BareMinerals Skinlongevity Vital Power Moisturizer SPF 30.

Húðbætandi sólarvörn í froðuformi
EVY Daily Face Mousse SPF 30 er sérlega áhugaverð sólarvörn þar sem formúlan inniheldur rakagefandi hýalúrónsýru, kollagen, C- og E-vítamín. Saman vinna þessi innihaldsefni gegn þeim skemmdum sem húðin verður fyrir vegna sólargeisla, svo sem öldrunarmerki, dökkir blettir og rakatap. Þessi klassíska sænska formúla kemur í froðuformi og er því fislétt á húðinni.

EVY Daily Face Mousse SPF 30.
EVY Daily Face Mousse SPF 30.

Sólarvörn gegn öldrunarmerkjum
Sensai Silky Bronze Cellular Protective Cream for Face SPF 50 er silkimjúk sólarvörn sem einnig má nota sam dagkrem vegna þeirra húðbætandi og rakagefandi eiginleika sem hún býr yfir. Formúlan inniheldur m.a. níasín (B3-vítamín) en það minnkar ásýnd svitahola, jafnar húðtóninn og dregur úr fínum línum. Innra varnarkerfi húðarinnar er styrkt með þessari sólarvörn og blanda sérvalinna innihaldsefna ýta undir hýalúrón- og kollagenframleiðslu húðinnar til að gera hana þéttari. Þykkni unnið úr apríkósukjarna, sem örvar blóðflæði og endurnýjun húðfrumanna, dregur úr línum og hrukkum á yfirborði húðarinnar.

Sensai Silky Bronze Cellular Protective Cream for Face SPF 50.
Sensai Silky Bronze Cellular Protective Cream for Face SPF 50.

Mattandi sólarvörn
Biotherm Créme Solaire Dry Touch SPF 30 er olíulaus og mattandi sólarvörn. Silica og nylon draga í sig svita og gljáa af húðinni svo hún helst mött og þurr viðkomu.

Biotherm Créme Solaire Dry Touch SPF 30.
Biotherm Créme Solaire Dry Touch SPF 30.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál