Ögra samfélagslegum siðvenjum

Abercrombie & Fitch settu nýverið á markað tvö glæný ilmvötn …
Abercrombie & Fitch settu nýverið á markað tvö glæný ilmvötn sem bera nafnið Authentic og koma í útgáfu fyrir dömur og herra.

Mikil eftirvænting hefur ríkt fyrir nýjustu ilmvötnum ameríska tískuhússins Abercrombie & Fitch. Ilmvötnin bera heitið Authentic og koma í útgáfu fyrir dömur og herra og eru hugsuð fyrir þá sem velja frelsi heiðarleikans og treysta ekki á útlit. Ilmurinn höfðar til kynslóðar frjálsra hugsuða sem fagna fjölbreytni, berjast fyrir gegnsæi samfélagsins og ögra samfélagslegum siðvenjum.

Abercrombie & Fitch Authentic Woman Eau de Parfum, 6.699 kr. …
Abercrombie & Fitch Authentic Woman Eau de Parfum, 6.699 kr. (30 ml.)

Abercrombie & Fitch Authentic Woman Eau de Parfum er fallegur, kvenlegur og nútímalegur ilmur með sítruskenndum blóma- og viðarkeim. Hjarta ilmvatnsins einkennist af magnólíu-blómum, nektarínum og hvítum blómum og botninn einkennist síðan af ambrette, sedrus- og sandelviði.

Abercrombie & Fitch Authentic Man Eau de Toilette, 5.899 kr. …
Abercrombie & Fitch Authentic Man Eau de Toilette, 5.899 kr. (30 ml.)

Abercrombie & Fitch Authentic Man Eau de Toilette er ferskur og sítruskenndur ilmur með viðarkenndum og arómatískum blæ. Greipaldin, bergamot og bleikur pipar einkenna toppnótur hans en miðjan einkennist af engiferi, salvíu og lofnarblómum. Rúskinn og viður koma fram í botnnótunum.

Ilmvatnsflöskurnar eru mjög fallegar úr þykku gleri með þungum segultappa.
Ilmvatnsflöskurnar eru mjög fallegar úr þykku gleri með þungum segultappa.

Ilmvatnsflöskurnar samanstanda af þykku gleri og þungum segultappa á toppnum. Dömuilmurinn kemur í rúnaðri flösku á meðan herrailmurinn kemur í ferkantaðri flösku. 

Ameríska tískumerkið Abercrombie & Fitch var stofnað árið 1892 og …
Ameríska tískumerkið Abercrombie & Fitch var stofnað árið 1892 og hefur allar götur síðan selt vandaðan tískufatnað með íþróttalegu ívafi.
mbl.is