Hafdís er algjör dekurkelling

Hafdís Björg einkaþjálfari notar bodylotion með lit eða brúnku froðu …
Hafdís Björg einkaþjálfari notar bodylotion með lit eða brúnku froðu frá St. Tropez á kroppinn.

Einkaþjálfarinn Hafdís Björg Kristjánsdóttir lýsir sér sem dekurkellingu. Maskarinn er hennar mikilvægasta vopn en hún byrjaði að mála sig eftir að hún sá nornamyndina The Craft í 7. bekk. Förðunarsmekkur Hafdísar hefur þó breyst í gegnum árin eins og Smartland komst að. 

-Hvernig hugsar þú um útlitið?

„Ég passa mig að hafa húðina hreina, sérstaklega þegar að ég er að æfa og áður en ég fer að sofa. Eftir að ég passaði upp á það fór ég að taka eftir því að bólurnar og þurrkublettirnir á andlitinu hurfu. Ég passa mig að nota dagkrem með smá sólarvörn í á daginn og farða mig létt ef ég þarf þess,“ segir Hafdís Björg. 

-Hvernig málar þú þig dagsdaglega?

„Já ég nota maskara, dagkrem með smá lit í og gloss. Mér finnst ég svo andlitslaus ef ég gleymi að setja á mig maskara.“

-En þegar þú ferð eitthvað spari?

„Það fer alveg eftir því hvert ég er að fara, en mér finnst rosalega gaman að gera mig extra fína ef að ég er að fara spari. Þá splæsi ég í allan pakkann og oftast panta ég mér förðun hjá Birgittu Ósk Gústavsdóttir sem er förðunarfræðingur hjá MAC. Ef ég geri sjálf þá nota ég meik, sólarpúður, highligter, eyeliner, maskara, smá augnskugga og stundum gerviaugnhár. Lokatötsið er síðan að spreyja „face make up fixer“ yfir meistaraverkið.“

Hafdís Björg nýtur þess að dúlla sér fyrir framan spegilinn …
Hafdís Björg nýtur þess að dúlla sér fyrir framan spegilinn þegar hún er að fara eitthvað fínt.


-Hvað tekur það þig langan tíma að gera þig til?

„Mig langaði geðveikt til þess að ljúga og segja að það taki mig ekki nema 15 mínútur, en ef ég er bara að fara út í daginn þá er það enga stund gert og oftar en ekki geri ég það á bullandi ferð út um dyrnar því ég er það sem kallast seina týpan. En ef það er spari þá dett ég í dúllgírinn og tek mér góðan tíma, ætli það sé ekki um 45-60 mín.“ 

-Hvenær byrjaðir þú að mála þig?

„Skemmtileg saga en þegar að ég var í 7. bekk horfðum við vinkonurnar á nornamynd sem heitir The Craft. Okkur fannst þær svo mega kúl að við klæddum okkur upp í öllu svörtu fötunum sem við áttum og settum á okkur þykka línu af eyeliner, svartan augnskugga, maskara og barnapúður því þá var kúl að vera pínu föl. Og svona var þetta í einhverja daga. Að ég skuli ekki eiga mynd af þessu tímabili! En eftir þetta tímabil þá fór ég að nota maskara.“

-Hvernig hugsar þú um húðina?

„Ég er algjör dekurkelling þegar að ég fæ tíma til þess að slaka á en þá elska ég að henda á mig maska, setja djúpnæringu í hárið eða ediks blönduna sem Sigga systir kenndi mér að nota til þess að fríska upp á hárið og horfa á skemmtilegan þátt á meðan ég malla. Eftir smá dekur þá fer ég í sturtu og set á mig annað hvort bodylotion með lit eða brúnku froðuna frá St. Tropez, elska þessar vörur og nota þær óspart á skrokkinn.“

-Hvað gerir þú til að dekra við þig?

„Fer í slökunarnudd á Mimoz. Elska það og sofna oftast.“

Snyrtibudda Hafdísar Bjargar.
Snyrtibudda Hafdísar Bjargar.

-Hvað finnst þér skipta máli að eiga í snyrtibuddunni?

„Gott dagkrem, maskara, gloss og olíu eða froðu í hárið.“

-Uppáhaldssnyrtivaran?

„Þær eru nokkrar en alveg uppáhalds er Estée Lauder DayWear og maskarinn frá L'Oréal sem heitir Paradise extatic og Better Than Sex frá Too Faced, blanda þessum tveimur oft saman til þess að poppa augun aðeins.“ 

-Hvað dreymir þig um að eignast í snyrtibudduna?

„Gott meik og púður. Finnst ég aldrei finna rétta meikið og langar að eignast ljóst fallegt púður.“

DayWear frá Estée Lauder er í uppáhaldi.
DayWear frá Estée Lauder er í uppáhaldi.
mbl.is