Farðinn sem þú finnur ekki fyrir

Stay Naked er nýjasta lína Urban Decay og byggir á …
Stay Naked er nýjasta lína Urban Decay og byggir á að fullkomna þitt náttúrulega útlit. Farðinn kemur í 50 litum og hyljarinn kemur í 25 litum.

Nýir farðar streyma inn á markaðinn en einn farði hefur hlotið talsvert umtal og hann er nú kominn til Íslands. Ég er að tala um Urban Decay Stay Naked Weightless Liquid Foundation sem mun koma í hvorki meira né minna en 50 litatónum. Já, þú last rétt. 50 litatónar! Sagt er að blaðamaður fái einungis þrjú upphrópunarmerki til að nota á ferli sínum og ég hef ákveðið að splæsa upphrópunarmerki aftan við þessa staðreynd. Urban Decay Stay Naked Correcting Concealer er einnig ný vara frá snyrtimerkinu og kemur hann í 25 litatónum.

Urban Decay Stay Naked Weightless Liquid Foundation

Hingað til hef ég átt erfitt með að nota farða frá Urban Decay því ég því miður fann ekki lit sem passaði mér fullkomlega en nú er öldin önnur. Ég fann hinn fullkomna lit sem nefnist 10WY, mjög ljós litur með gulum undirtón.

Helstu upplýsingar:

  • 50 litatónar.
  • Uppbyggjanleg miðlungsþekja.
  • Létt formúla sem hleypir súrefni að húðinni og stuðlar að rakagjöf.
  • Langvarandi ending í allt að 24 klukkustundir.
  • Náttúruleg mött áferð sem líkir eftir húðinni.
  • Formúlan hreyfist með húðinni svo hún fer ekki ofan í húðholur og fínar línur.
  • Vegan og cruelty free.
Urban Decay Stay Naked Weightless Liquid Foundation, 5.690 kr.
Urban Decay Stay Naked Weightless Liquid Foundation, 5.690 kr.


Svona finnur þú þinn lit

Svo allir geti fundið sinn fullkomna lit býður Urban Decay upp á 9 litadýptir, 3 yfirtóna og 7 undirtóna. Byrjaðu á að finna litadýptina sem hentar þér, frá 10 upp í 90. Næst skoðarðu yfirtón húðarinnar sem er í raun heildarlitatónn andlitsins: kaldur yfirtónn hefur bláar og fjólubláar æðar, hlutlaus yfirtónn býr yfir bæði bláum og grænum æðum og hlýr yfirtónn hefur græntóna æðar. Þótt ég ætti að falla undir kaldan undirtón kaupi ég þó ávallt gultóna farða, sem ætlaðir eru hlýjum yfirtónum, því mér finnst það passa betur við bringuna og jafnar út roðann í húðinni. Og mundu, passaðu að bera farðann á háls og bringu áður en þú ákveður hvaða litur passar þér.

Svona finnur þú rétta litinn fyrir þig. Veldu fyrst litadýptina, …
Svona finnur þú rétta litinn fyrir þig. Veldu fyrst litadýptina, svo yfirtón húðarinnar og síðan undirtón hennar.
Hér má sjá alla 50 litina sem eru í boði …
Hér má sjá alla 50 litina sem eru í boði af farðanum.


Urban Decay Stay Naked Correcting Concealer

Naked Skin-hyljarinn frá Urban Decay hefur verið einn mest seldi hyljarinn í snyrtiheiminum um áraraðir. Hinn nýi hyljari mun þó innihalda 25% meira af lit sem gefur aukna þekju.

Urban Decay Stay Naked Correcting Concealer, 3.990 kr.
Urban Decay Stay Naked Correcting Concealer, 3.990 kr.

Helstu upplýsingar:

  • 25 litir, 3 yfirtónar og 5 undirtónar.
  • Allt að 24 klukkustunda ending.
  • Létt og vatnsheld formúla sem leyfir húðinni að anda.
  • Mött og teygjanleg formúla sem ekki þarf að laga yfir daginn.
  • Inniheldur grænt te sem dregur úr þrota og baugum.
  • Vegan og cruelty free.
Hér má sjá alla 25 litina sem í boði eru …
Hér má sjá alla 25 litina sem í boði eru af hyljaranum.

Urban Decay Stay Naked-línan fer í sölu í dag, 23.ágúst, og þú getur komið við í Urban Decay í Hagkaup Smáralind og fengið aðstoð förðunarfræðinga til að skoða vörurnar nánar. Sjálf er ég mjög ánægð með farðann, finn ekki fyrir honum á húðinni og hann sannarlega endist allan daginn. Ég finn engan ilm af honum en Urban Decay nefnir ekki hvort hann sé ilmlaus eða ekki. Þeir sem lesið hafa greinar mínar vita að ég er ávallt hamingjusamari með ilmefnalausar snyrti- og húðvörur. Síðan er það frábært að hyljarinn innihaldi grænt te til að vinna gegn þrota á augnsvæðinu, það er vel þegið nú þegar ég er komin á fertugsaldurinn.

Það er mjög ánægjulegt að svona yfirgripsmikið litaúrval af farða sé nú í boði á Íslandi en það hefur ekki verið áður. 

Fylgstu með á bak við tjöldin:

Instagram: @snyrtipenninn
Facebook: Snyrtipenninn

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál