Þetta vilja kraftmiklar nútímakonur

Hin 22 ára Zendaya er andlit ilmsins.
Hin 22 ára Zendaya er andlit ilmsins.

Það er alltaf gleðiefni þegar nýr ilmur kemur á markað, eða allavega fyrir þá sem elska góða lykt og finnst gott að úða aðeins á sig. Nýjasta afurð Lancôme er ilmurinn Idôle. Hann er kraftmikill og heillandi og passar einstaklega vel fyrir nútímakonur. Það kemur því ekki á óvart að andlit ilmsins sé hin 22 ára Zendaya. Hún er ein áhrifamesta leik- og söngkona í heiminum í dag. Hún er með yfir 60 milljónir fylgjenda á samfélagsmiðlum og er afar eftirsótt. 

Lancôme segir að ilmurinn sé sérhannaður fyrir nútímakonur sem eru alveg lausar við hefðbundnar hugmyndir um ilmi og hafi líka allt annan skilning á árangri, hvort sem það kemur að vinnu eða snyrtivörum.

Í Idôle má finna rósailm sem samsettur er úr fjórum rósum sem eru ræktaðar á samyrkjubúi. Rósailmurinn er ferskur og náttúrulegur. Í ilminum er líka tandurhrein Jasmína og hvítur chypre keimur sem umvefur þann sem úðar á sig.

Shyamala Maisondieu, Nadège Le Garlantezec og Adriana Medina eru konurnar á bak við ilminn. Maisondieu tókst að finna gott hlutfall milli rósa og jasmínu og Garlantezec er mjög nákvæm og vandvirk. Hún gerði óteljandi próf til að finna rétt hlutföll á milli patchouli og musks sem færði Idôle ilmmikinn og endingargóðan chypreilm. Á sama tíma skapað Medina geislandi og aðlaðandi opnun í toppnótunni með hressandi bergamot sem lyftir ilminum upp í hæstu hæðir.

Smartland ætlar að gefa einum heppnum lesenda ilminn. Það eina sem þú þarft að gera er að birta mynd af þér á Instagram með #smartlandmortumariu

Á morgun verður svo ilmurinn kynntur í Smáralind með pompi og prakt kl. 17.00 og eru lesendur Smartlands hjartanlega velkomnir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál