Glossið sem æsir fólk

Glossið kemur inn af miklum krafti í haust þökk sé …
Glossið kemur inn af miklum krafti í haust þökk sé Guerlain. Pinterest.

Fyrir viku hefði ég líklega sagt þér að mér þætti gloss vera leiðinlegasta snyrtivaran. Það var áður en Guerlain kynnti KissKiss Liquid til sögunnar. Þegar ég prófaði þessar formúlur fyrst var tilfinningin svipuð og þegar ég legg Toyotunni minni og fæ Range Roverinn hennar mömmu lánaðan, ég ræð varla við kraftinn. 

Mamma og Guerlain tengjast reyndar einni eftirminnilegustu snyrtivöruminningu minni. Fyrir um áratug hafði mamma keypt eitthvert stórkostlegt gloss frá Guerlain sem ég stalst ávallt í og varirnar urðu eins og á Angelinu Jolie. Guerlain hætti framleiðslu á glossinu og mér fannst ekkert toppa það fyrr en KissKiss Liquid kom á markað nýverið.

Nýjasta formúlan frá Guerlain æsir snyrtivöruaðdáendur, á góðan hátt.
Nýjasta formúlan frá Guerlain æsir snyrtivöruaðdáendur, á góðan hátt.

Formúlan kemur í þremur áferðum: mattri, glansandi og glitrandi. Því mætti bæði flokka þetta sem gloss og fljótandi varalit. Í boði eru 10 litir með mattri áferð, sex litir með glansandi áferð og fjórir litir með glitrandi áferð. Litirnir eru hver öðrum fallegri og setur Guerlain fullan kraft í formúluna sem inniheldur mýkjandi og nærandi olíur ásamt hýalúrónsýru sem gefur raka og fyllra yfirbragð. 

Guerlain KissKiss Liquid kemur í 20 mismunandi litum sem eru …
Guerlain KissKiss Liquid kemur í 20 mismunandi litum sem eru hver öðrum fallegri.
Tíu litir eru í boði með mattri áferð.
Tíu litir eru í boði með mattri áferð.
Sex litir eru í boði með glansandi áferð.
Sex litir eru í boði með glansandi áferð.
Fjórir litir eru í boði með glitrandi áferð.
Fjórir litir eru í boði með glitrandi áferð.

Áratug eftir að hafa uppgötvað glossið frá Guerlain sit ég hér nú og get ekki hætt að horfa á varirnar mínar með glossið á þeim. Ég er með litinn Romantic Glitter og eins og nafnið gefur til kynna er um glitrandi áferð að ræða og formúlan grípur ljósið úr öllum áttum. Líklega hef ég sjaldan fengið jafnmargar spurningar um glossið sem ég er með. Fólk er orðið æst yfir glossi. 

Fylgstu með á bak við tjöldin:

Instagram: @snyrtipenninn
Facebook: Snyrtipenninn

mbl.is