Heldur honum ekki uppi í fjarsambandinu

Parið er í fjarsambandi og vill gera hvert skipti sem …
Parið er í fjarsambandi og vill gera hvert skipti sem þau hittast sérstakt. mbl.is/Thinkstockphotos

„Ég hef verið með kærustunni minni í fimm mánuði og ég er algjörlega brjálaður í hana. Hún býr erlendis svo þegar við hittumst viljum við gera eitthvað sérstakt. Allt við kynlífið okkar er frábært þangað til það kemur að samförum en þá held ég honum ekki uppi. Þetta er farið að draga úr mér og ef ég á að vera hreinskilinn þá líður mér ekki eins og karlmanni. „Hvað ef hún heldur að þetta sé henni að kenna,“ hugsa ég með sjálfum mér og segi henni að svo sé ekki en ég bara veit ekki hvað er að. Mér finnst hún svo kynþokkafull og ég vil bara sýna henni það en þegar þetta gerist skammast ég mín bara svo mikið. Öll hjálp væri mjög vel þegin,“ skrifaði maður og leitaði ráða hjá Pamelu Stephenson Connolly, ráðgjafa The Guardian

Ráðgjafinn bendir manninum á að það geti verið erfitt að vera í fjarsambandi enda fylgi því mikill kvíði og pressa. Hún segir það skapa frammistöðukvíða að hugsa um allar stundir sem þau eiga saman sem sérstakar. 

„Hjálpaðu henni að skilja að þessa staðreynd og ákveðið saman að stunda rólegt og afslappað kynlíf sem snýst eingöngu um að veita unað í stað þess að ná ákveðnu markmiði. Hættið að búast við fábæru kynlífi í hvert skipti sem þið hittist og skipuleggið þess í stað eitthvað sem tengist ekki kynlífi eins og kvöldmat eða hitið upp með því að fara eitthvað út. Þegar þið hafið slakað á að fullu nálgist þá ástarleikinn án væntinga. Ef þú leggur upp með að veita henni unað og örva án limsins og sækist eftir viðbrögðum frá henni tekur það pressuna af kröfunni um standpínu.“

Kynlífið endar ekki vel hjá parinu.
Kynlífið endar ekki vel hjá parinu. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál