Katrín sá eftir jóladagsfötunum

Katrín hertogaynja var í grárri kápu á jóladag.
Katrín hertogaynja var í grárri kápu á jóladag. AFP

Breska konungsfjölskyldan var vel til höfð þegar hún sótti jólamessu á jóladag. Katrín hertogaynja var í fallegri grárri ullarkápu en sá þó eftir fatavalinu að sögn aðdáanda sem spjallaði við hana á jóladag. 

Hin breska Karen Anvil greindi frá samskiptum sínum við kóngafólkið í viðtali við Metro. Greindi hún meðal annars frá því að Katrín hefði séð eftir fatavali sínu. 

„Ég hefði virkilega ekki átt að klæðast þessu,“ sagði hertogaynjan við 19 ára gamla dóttur Anvil. 

Ástæða þess að Katrín sá eftir fötunum var einfaldlega sú að henni var of heitt í kápunni sem er úr angóruull. Kápan var sérsniðin fyrir Katrínu frá Catherine Walker en merkið er í miklu uppáhaldi hjá hertogaynjunni.  

Kápa Katrínar var mjög hlý.
Kápa Katrínar var mjög hlý. AFP
Katrín í kápunni.
Katrín í kápunni. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál