Ivanka Trump með 64 milljóna króna demant

Hægt væri að kaupa góða íbúð í raðhúsi fyrir demantinn …
Hægt væri að kaupa góða íbúð í raðhúsi fyrir demantinn í trúlofunar hring Ivanka Trump. mbl.is/AFP

Bandaríska forsetadóttirin, Ivanka Trump, skartaði 64 milljóna króna demantshring sinn á fundi World Economic Forum í Davos nýverið. Fjölmiðlar hafa verið duglegir að fjalla um hringinn, og þá aðallega ástæðu þess að hún hafi lítið sést með hann á undanförnum árum. 

Ivanka Trump trúlofaðist fasteignaerfingjanum Jared Kushner og fékk hringinn við það tilefni á sínum tíma. Þau giftu sig við hátíðlega athöfn árið 2009 og eiga nú þrjú börn saman.

Demanturinn í hringnum sem talið er að sé yfir 5 karata þykir frekar hógvær að stærð miðað við stétt og stöðu parsins ef marka má vefsíðu Express um málið. Hún á að hafa hannað hringinn sjálf en Kushner valdi demantinn í hann. 

Getgátur hafa verið uppi um af hverju hún hefur lítið sést með hringinn á síðastliðnum þremur árum. Talið er að hún vilji ekki vera með of stóra skartgripi í hlutverki sínu sem  ráðgjafi forsetans. 

Stjúpmóðir hennar, forsetafrúin Melania Trump, ku hafa fengið trúlofunarhring frá Donald Trump, með demanti, sem metinn er á rúmlega 400 milljónir íslenskra króna. Sá hringur er talinn vera 15 karata og í góðu samræmi við auðæfi fjölskyldunnar ef marka má fréttir.

View this post on Instagram

Tomorrow is the day! Very excited to announce my initiatives. Tune in live at the @WhiteHouse at 3 PM!

A post shared by First Lady Melania Trump (@flotus) on May 6, 2018 at 12:07pm PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál