Harry Styles í kvendragt frá Marc Jacobs

Dragtin er úr sumarlínu Marc Jacobs 2020.
Dragtin er úr sumarlínu Marc Jacobs 2020. Samsett mynd/Skjáskot/Instagram

Það skiptir breska tónlistarmanninn Harry Styles litlu máli hvort föt séu ætluð konum eða körlum og það sýndi hann og sannaði á Brit-verðlaunahátíðinni í vikunni. 

Eftir rauða dregilinn skipti hann úr brúnum jakkafötum yfir í skærgul jakkaföt. Gulu jakkafötin, eða dragtin er úr sumarlínu Marc Jacobs og stíluð á konur. 

Líkt og konur hafa oft teygt sig yfir í herrafatadeildina teygði Styles sig yfir í dömufatadeildina og útkoman var hreint út sagt mögnuð. Þessi gula dragt kemur einstaklega vel út á honum og fjólubláa silkiskyrtan passar vel við.

View this post on Instagram

@HarryStyles wearing RUNWAY SPRING 2020 MARC JACOBS at the #BRITs #MJSS20

A post shared by Marc Jacobs (@marcjacobs) on Feb 18, 2020 at 2:48pm PST

mbl.is