Sannleikurinn á bak við fánakjól Geri

Geri úr Kryddpíunum í kjólnum fræga árið 1997.
Geri úr Kryddpíunum í kjólnum fræga árið 1997. skjáskot/Youtube

Einn eftirminnilegasti kjóll tíunda áratugarins er kjóllinn með breska fánanum sem söngkonan Geri úr Kryddpíunum klæddist á bresku tónlistarverðlaununum árið 1997. Í viðtali við Vogue greinir Geri frá því að hún hafi alls ekki átt að klæðast breska fánanum. 

Geri fékk stuttan svartan kjól frá Gucci til að klæðast á hátíðinni. Tom Ford var listrænn stjórnandi hjá Gucci á þeim tíma. Geri fannst kjóllinn þó ekki nógu sérstakur. Hún ákvað að krydda hann aðeins og lét systur sína sauma breska fánann á kjólinn í anda bresku tónlistarverðlaunanna. Hún vildi virða fánalögin svo hún notaði viskastykki en ekki alvörufána.

Geri lét sauma friðartákn aftan á kjólinn.
Geri lét sauma friðartákn aftan á kjólinn. skjáskot/Youtube

Það voru ekki allir hrifnir af hugmyndinni og ekki vegna þess hversu stuttur kjóllinn var heldur vegna fánans. Einn stílisti hafði áhyggjur af að kjóllinn minnti á breskan öfgaflokk og til þess að koma í veg fyrir þann misskilning lét Geri sauma friðarmerkið aftan á kjólinn. 

Rauðu þykkbotnastígvélin voru líka að hluta til heimagerð. „Pabbi minn er bifvélavirki og hann átti bílasprey í bílskúrnum og spreyjaði þau rauð í stíl.“

Saga Geri sannar að tíska og eftirminnileg föt þurfa ekki að vera dýr til þess að slá í gegn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál