8 ferskustu herrailmirnir fyrir sumarið

Nú þegar sólin er farin að hækka á lofti er tilvalið að kynna sér nýjustu og ferskustu herrailmina á markaðnum. Ferskur herrailmur er einnig tilvalinn til að vinna gegn grámyglunni sem kann að hafa komið fram eftir sófalegu síðustu vikurnar. 

Dolce & Gabbana Light Blue Love is Love 

Ómótstæðilegur sumarilmur frá ítalska tískuhúsinu þar sem viður og muska blandast sítrusávöxtum og eplum. Óvænt blanda rósmaríns, epla og pipars endurspegla vel ítölsku ástríðuna að sumri til. 

Dolce & Gabbana Light Blue Love is Love, 11.899 kr. …
Dolce & Gabbana Light Blue Love is Love, 11.899 kr. (75 ml.)

Jean Paul Gaultier Le Male

Einn mest seldi herrailmur allra tíma fagnar 25 ára afmæli sínu í ár. Ákafur, munúðarfullur, nútímalegur og yndislega hlýr ilmurinn byggir á andstæðum. Hið hefðbundna mætir því djarfa, ferskleiki mætir ákefð og að sögn Gaultier eiga konur erfitt með að standast þennan ilm. Lofnarblómið kemur fyrst fram og á eftir fylgja kanill, kúmen og appelsínublóm. Botnnóturnar einkennast af vanillu og hlýjum viðarnótum. 

Jean Paul Gaultier Le Male, 9.199 kr. (40 ml.)
Jean Paul Gaultier Le Male, 9.199 kr. (40 ml.)

Dior Sauvage Eau de Toilette 

Hrár en í senn fágaður, þessi einstaki herrailmur frá Dior er bæði ferskur og viðarkenndur. Hann sækir innblástur í opin rými undir berum himni þar sem heitt landslag eyðimerkurinnar ræður ríkjum. 

Dior Sauvage Eau de Toilette, 16.399 kr. (100 ml.)
Dior Sauvage Eau de Toilette, 16.399 kr. (100 ml.)

Chanel Bleu De Chanel Parfum

Bleu De Chanel endurspeglar lit frelsis en hann er að margra mati einn besti herrailmur fyrr og síðar. Hann kemur nú í ákafari „parfum“-útgáfu þar sem ferskleikinn er enn þá á sínum stað en blandast ávanabindandi viðarnótum. 

Chanel Bleu De Chanel Parfum, 14.799 kr. (50 ml.)
Chanel Bleu De Chanel Parfum, 14.799 kr. (50 ml.)

Paco Rabanne 1 Million Parfum 

Sólargeislar og leður einkenna þennan ákafa ilm frá Paco Rabanne en ilmurinn er seiðandi og hlýr. Þegar hönnuðir ilmsins, þeir Quentin Bisch og Christophe Raynaud, voru á ferðalagi brotnaði flaska af sólarvörn og sítrusilmi. Þeim fannst ilmurinn svo góður að úr varð 1 Million Parfum. Þessi ilmur er ákafur, extra og fer ekki fram hjá neinum. 

Paco Rabanne 1 Million Parfum, 13.899 kr. (50 ml.)
Paco Rabanne 1 Million Parfum, 13.899 kr. (50 ml.)

Jimmy Choo Urban Hero

Sjálfsöruggur og leyndardómsfullur karlmaðurinn er innblástur Urban Hero frá Jimmy Choo. Fullkominn fyrir óvæntar kvöldstundir í borginni en ilmurinn einkennist af áköfum viðarnótum, leðri og hlýjum pipar. 

Jimmy Choo Urban Hero, 6.599 kr. (30 ml.)
Jimmy Choo Urban Hero, 6.599 kr. (30 ml.)

Emporio Armani Stronger With You Freeze 

Þessi nýi ilmur er bæði arómatískur, örlítið sætur og ferskur. Límónur, engifer, appelsínur og epli einkenna ilminn í fyrstu en hjarta hans einkennist af lofnarblómum, salvíu og kardamommu. Þessar gómsætu ilmnótur liggja svo á botni vanillu, Guaiac-viðar og Marron Glaze.

Emporio Armani Stronger With You Freeze, 10.699 kr. (50 ml.)
Emporio Armani Stronger With You Freeze, 10.699 kr. (50 ml.)
mbl.is