Upplifun sem enginn mun gleyma

Þær Sonja og Elín eru konurnar á bak við Ilmbanka …
Þær Sonja og Elín eru konurnar á bak við Ilmbanka íslenskra jurta. mbl.is/Sigtryggur Ari Jóhannsson

Ilmbanki íslenskra jurta opnaði í Álafosskvos nýverið. Ilmbankinn er afrakstur rannsóknarvinnu Elínar Hrundar Þorgeirsdóttur og Sonju Bent við að fanga angan íslenskrar flóru með því að eima plöntur og tré til að ná úr þeim ilmkjarnaolíu. Þær hanna vörur og ilmtengdar upplifanir undir vörumerkinu Nordic angan og má þar nefna Ilmsturtuna sem þær kynntu á HönnunarMars í fyrra og fleira áhuga­vert. 

Þær hafa undanfarin tvö ár verið að þróa þá aðferð að eima ilm úr íslenskri náttúru og segja það mikið frumkvöðlaverkefni því lítil þekking sé á þessu sviði í landinu og fáar heimildir um eimun á þessu sviði til í fræðiritum landsmanna. 

Það er einstök upplifun að heimsækja ilmsýningu sem nýverið opnaði …
Það er einstök upplifun að heimsækja ilmsýningu sem nýverið opnaði í Álafosskvosinni. Ljósmynd/Jonny Devaney

„Hugmyndin var að gera þeirri rannsókn skil sem við höfum unnið að síðastliðin ár, í formi  ilmhönnunarsýningar, þar sem gestir og gangandi geta upplifað angan íslenskrar náttúru á skemmtilegan og óvenjulegan máta. Með þessu móti er hægt að örva lyktarskynið og njóta náttúrunnar á óhefðbundin hátt.  Safnið er það eina sinnar tegundar því ekkert annað safn er að finna sem fókusar eingöngu á ilmi úr íslenskri náttúru,“ segir Elín Hrund. 

Hún segir litla hefð og litlar heimildir til um svona vinnu hér á landi.

Á sýningunni getur fólk fundið ilminn af ýmsu í íslenskri náttúru og fundið þessa einstöku tengingu á milli minninga og ilma. 

Lyktarskynið er staðsett í randkerfi heilans þar sem minningar og tilfinningar eru geymdar. En það er ólíkt hljóði og ljósi sem er ekki hægt að mæla með mælitækjum sem eru óháð mannlegri skynjun. Við höfum mikið verið að velta fyrir okkur þessum tengslum lyktar, tilfinninga og minnis og þessar pælingar eru einmitt hluti af þeim upplifunum sem við hönnuðum fyrir sýninguna.

Sýn­ing­in er opin all­ar helg­ar á milli tólf að há­degi til fimm á dag­inn. Heim­il­is­fangið er Álafoss­veg­ur 27 bakhús og tök­um við á móti öll­um sem hafa áhuga á öðru­vísi upp­lif­un með okk­ur.“   

Ljósmynd/Jonny Devaney
Ljósmynd/Jonny Devaney
Ljósmynd/Jonny Devaney
Ljósmynd/Jonny Devaney
Ljósmynd/Jonny Devaney
Ljósmynd/Jonny Devaney
Ljósmynd/Jonny Devaney
Ljósmynd/Jonny Devaney
Ljósmynd/Jonny Devaney
Ljósmynd/Jonny Devaney
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál