„Fann draumakjólinn í Bretlandi“

Ljósmynd/Íris Dögg Einarsdóttir

Alexandra Ósk Ólafsdóttir kírópraktor og Kristófer Númi Hlynsson knattspyrnumaður og sérfræðingur hjá Nastaq, giftu sig 13. júlí 2019 og var dagurinn í heild sinni draumi líkastur að sögn þeirra. 

„Dagurinn byrjaði á undirbúningi þar sem við vorum með okkar nánasta fólki í sitthvoru lagi. Ég var með stelpupartý í Reykjavík Makeup School, þar sem við hittumst, fengum okkur mimosu og dögurð og græjuðum okkur fyrir daginn. Maðurinn minn hélt stráka-pottapartý með hamborgara og bjór þangað til við mættum í kirkjuna“ segir Alexandra.

Gifti sig á afmælisdegi afans

Alexandra átti fallega stund með förður sínum fyrir athöfnina.

„Pabbi sótti mig og við komum við í kirkjugarðinum hjá afa, en hann hefði orðið 85 ára á þessum degi. Kirkjuathöfnin var falleg og skemmtileg. Við pabbi gengum inn á eftir stelpunum okkar, sem voru æðislegar. Ég sá ekkert nema manninn minn með tár í augunum. Við höfðum oft grínast með það að við ætluðum ekki að gráta, en þegar Jóhanna Guðrún byrjaði að syngja lög sem snerta okkur var nú bara ekki annað hægt. Eftir athöfnina fórum við í myndatöku með Írisi Dögg ljósmyndara og svo lá leiðin upp í Glersalinn í Kópavogi þar sem við vorum með veisluna. Gleði, hlátur, ræður, tár, söngur, leikir og dans er það sem einkenndi veisluna og við gætum ekki verið hamingjusamari með þennan dag.“

Við völdum 13. júlí, hreinlega því okkur langaði að hafa laugardagsbrúðkaup yfir sumartímann. Við tókum eftir 13. júlí á dagatalinu og þá hringdi ég í ömmu og spurði hana hvort ég „mætti“ gifta mig þennan dag. Hún svaraði játandi og sagði að afi hefði örugglega verið ánægður með það.

Athöfnin fór fram í Fríkirkjunni í Reykjavík. Mér hefur alltaf fundist svo heillandi að ganga út og hafa tjörnina á móti mér. Það var mjög hátíðlegt. Svo er Hjörtur Magni svo skemmtilegur prestur að við völdum alveg rétt að mínu mati. Glersalurinn í Kópavogi er svo bjartur og fallegur salur og stóra útisvæðið heillaði okkur mikið. Við buðum um 110 manns, en um 100 manns mættu, sem var bara stórkostlegt.“

mbl.is/Íris Dögg Einarsdóttir

Kjóllinn fékkst í Bournemouth

Alexandra var ánægð með brúðarkjólinn.

„Ég fann draumakjólinn minn. Ég fór í kjólamátun á nokkrum stöðum. Ég bauð mömmu, Söru mágkonu og Maríu vinkonu að koma til Bretlands með mér að velja kjólinn ásamt Sunnu sem var „au pair“ hjá okkur á þeim tíma. Eftir æðislegan dag duttum við inn í litla brúðarkjólabúð í Bournemouth þar sem ég bjó og þar fann ég hann, síður, smá vintage-fílingur, með löngum slóða, opnu baki. Akkúrat það sem ég var að leita að.

Ég fann mér líka flotta skó og slör og var mjög sátt við heildarútlitið.“

Þau voru með góðar veitingar og höfðu miklar skoðanir á skreytingunum.

„Maðurinn minn valdi borðaskreytingarnar og við settum saman okkar hugmyndir í gjafapoka. Svo vorum við með blómaskreytt skilti, pabbi útbjó heimatilbúinn bakgrunn fyrir ljósmyndatöku og svo ljósmyndavegg með alls konar myndum af okkur saman. Við vorum með skreyttar krukkur og luktir á sviðinu og á útisvæðinu, sem settu sinn svip á salinn.“

Alexandra segir gott að byrja snemma að undirbúa brúðkaupið.

Ljósmynd/Íris Dögg Einarsdóttir

Eyddu brúðkaupsnóttinni í sveitasælu

„Undirbúningurinn er svo skemmtilegt ferli að ég myndi ekki tíma að bíða of lengi með hluti sem er alveg hægt að dúlla sér í snemma. Við bjuggum að vísu erlendis, svo að margt fór fram í gegnum tölvupóst og svo voru fjölskyldur okkar mjög hjálpsamar með allt. Ef það er eitt ráð sem ég ætti að gefa, þá er það að leyfa sér að nota pening í ljósmyndara og myndband af deginum. Þetta er of dýrmætt til að gleyma og ég veit ekki hversu oft ég er búin að skoða myndirnar frá Írisi og horfa á myndband af deginum okkar. Þetta eru svo góðar minningar og ekki síst fyrir stelpurnar okkar sem voru þriggja og fimm ára og vilja muna þennan dag með okkur.“

Ljósmynd/Íris Dögg Einarsdóttir

Alexandra segir að hún hafi alltaf séð fyrir sér augnablikið sem hún gekk niður altarið og sá tilvonandi eiginmann sinn standa þar.

„Fyrir mér var það aðalmálið að við skyldum gifta okkur og fara hamingjusöm inn í framtíðina með stelpunum okkar tveimur. Þessi dagur var ekki síður merkilegur fyrir þær, en þær tala alltaf um brúðkaupsdaginn okkar og segja „Mamma, manstu þegar við vorum að giftast?“ Eftir veisluna keyrðum við upp í bústað foreldra minna og vorum þar um nóttina í algjörri sveitasælu. Við erum bæði mikið fjölskyldufólk og mömmur okkar eru æskuvinkonur, svo að þau þekkjast öll mjög vel. Við nýttum því tækifærið eftir brúðkaupið og buðum báðum fjölskyldum að koma til okkar upp í bústað, grilla saman um kvöldið og opna gjafirnar,“ segir hún.

Ljósmynd/Íris Dögg Einarsdóttir
mbl.isLjósmynd/Íris Dögg Einarsdóttir
Ljósmynd/Íris Dögg Einarsdóttir
Ljósmynd/Íris Dögg Einarsdóttir
Ljósmynd/Íris Dögg Einarsdóttir
Ljósmynd/Íris Dögg Einarsdóttir
Ljósmynd/Íris Dögg Einarsdóttir
Ljósmynd/Íris Dögg Einarsdóttir
Ljósmynd/Íris Dögg Einarsdóttir
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál