Töfrar tískuvikunnar týnast í netheimum

Sjónvarpið drap kannski útvarpsstjörnuna en miðað við viðbrögðin við fyrstu rafrænu tískuvikunni í París þá geta drottningar tískupallana sofið rólegar.

Vegna heimsfaraldursins neyddust skipuleggjendur tískuvikunnar til þess að færa hana yfir í netheima. Minni og stærri tískuhús voru til þess neydd að búa til myndbönd til að sýna vörur sínar.

„Það er ekki hægt að bíða mikið lengur með að opna tískupallana,“ sagði Bridget Foley hjá Women's Wear Daily, sem eins og margir hafa fylgst með tískuvikunni. Að hennar mati vantar mikið upp á stemninguna og töfrana sem fylgir tískusýningu í raunheimum. 

„Guð minn góður hvað margar af þessum stuttmyndum voru yfirborðskenndar og hrokafullar. Þessar rafrænu tískusýningar sýna fyrirsætunum sem ganga á tískupöllunum að þær eru ómissandi,“ skrifaði Foley. 

Diane Pernet, sem ævinlega á sæti í fyrstu röð á tískusýningum víðsvegar um heim, sagði í viðtali við AFP að flest tískuhúsin hefðu átt að gera betur. „Ég er mikið fyrir rafrænar lausnir, en þetta var ekki að gera neitt fyrir mig,“ bætti hún við. 

Laurent Coulier, innkaupastjóri hjá Galeries Lafayette og BHV Marais, sá þó ýmsa kosti við rafrænar tískusýningar. Hann segir að það sé töluverður tímasparnaður í því að geta fylgst með tískusýningum á netinu og þurfa ekki að bruna Parísarborg þvera og endilanga í kapp við tímann að ná næstu tískusýningu.

Hann sagði einnig að hann hefði meiri tíma til þess að skoða smærri og minna þekktari merki og var hrifinn af því að geta kynnt sér þau. 

Samt sem áður var hann sammála öðrum um að töfrar tískuvikunnar týndust í netheimum. 

Að mati Pernet er mjög langt í að tískusýningar verði bara haldnar í netheimum en ekki í raunheimum. Hún bendir á að þær séu nú þegar orðnar rafrænar að hluta til þar sem tískusýningum hefur verið streymt beint í um fimm ár. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál