Uppáhaldsskór Katrínar hertogynju

Katrín hertogynja er mikil tískufyrirmynd. Þá er hún líka þekkt …
Katrín hertogynja er mikil tískufyrirmynd. Þá er hún líka þekkt fyrir að vera ráðvönd og notar sömu flíkina margoft. AFP

Sumarið er formlega gengið í garð þegar Katrín hertogynja af Cambridge er byrjuð að ganga í uppáhalds sumarskónum sínum. Það eru ljósbrúnir „espadrilles“ sandalar með þykkum botni eða svokallaðir „wedges“ og bundnir um ökklana. Katrín virðist eiga nokkrar týpur.

Katrín hefur sést í skóm í þessum anda margoft, ár eftir ár og er óhætt að segja að þeir séu tímalausir sumarskór. Tegundin sem Katrín virðist helst nota er Carina espadrille wedges eftir Castañer en svo hefur líka sést til hennar í „espadrillum“ eftir LK Bennett. Ýmist eru skórnir bundnir eða ekki. 

Kostir þessara skóa eru að þeir eru bæði þægilegir og klassískir. Þeir ganga við allan klæðnað hvort sem um er að ræða gallabuxur eða síðkjóla.

Hér ræðir Katrín hertogynja við börn í doppóttum kjól eftir …
Hér ræðir Katrín hertogynja við börn í doppóttum kjól eftir Emiliu Wickstead og í bundnum rúskinns espadrillum frá Castaner núna í júlí. Skjáskot/Instagram
Nú í sumar hefur Katrín sést mikið í uppáhaldsskónum sínum.
Nú í sumar hefur Katrín sést mikið í uppáhaldsskónum sínum. AFP
Skórnir teljast tímalaus eign fyrir sumarið. Hér er Katrín í …
Skórnir teljast tímalaus eign fyrir sumarið. Hér er Katrín í slíkum skóm við skyldustörf árið 2019 AFP
Árið 2019 gekk Katrín mikið í bundum espadrillum.
Árið 2019 gekk Katrín mikið í bundum espadrillum. AFP
Hér er Katrín í sumarskónum sínum árið 2014.
Hér er Katrín í sumarskónum sínum árið 2014. AFP
mbl.is