Kennir instagramvænar stellingar

Bonnie Krzywicki kennir fólki að sitja fyrir á Instagram.
Bonnie Krzywicki kennir fólki að sitja fyrir á Instagram. Skjáskot/Instagram

Bonnie Rodríguez Krzywicki hefur slegið í gegn á samfélagsmiðlinum Instagram fyrir að kenna fólki með einföldum hætti hvernig líta megi betur út á mynd. Þá er hún einnig með rás á Youtube þar sem hún fer ítarlegar í hverja stellingu. Krzywicki er nemi í ljósmyndun og þekkir því sitt fag.

Hverri mynd fylgja leiðbeiningar um hvernig má ná sem mestu úr myndatökunni. Einföld ráð eins og að setja annan fótinn fram, vera beinn í baki, horfa til hliðar og svo framvegis. Þá mælir hún með því að fólk forðist að vera „flatt“ á myndum, sem fæst með því að snúa líkamanum örlítið og rétta úr limum líkt og verið sé að teygja sig í eitthvað. Þá er gott að setja annan handlegginn á mjöðmina. Smartland mælir með að fylgja þessari á Instagram.

View this post on Instagram

➡️➡️➡️ @bonnierzmshop #tbt

A post shared by Bonnie Rodríguez Krzywicki (@bonnierzm) on Apr 19, 2020 at 8:43am PDT

Ítarlegar leiðbeiningar fylgja myndum Bonnie.
Ítarlegar leiðbeiningar fylgja myndum Bonnie. Skjáskot/Instagram
mbl.is