Fatavalið fyrir brúðkaup Harry og Meghan hryllilegt

Patrick J. Adams birti mynd af sér og eiginkonu sinni, …
Patrick J. Adams birti mynd af sér og eiginkonu sinni, Troian Bellisario, í brúðkaupi Harry og Meghan á Instagram. Skjáskot/Instagram

Pretty Little Liars-leikkonan Troian Bellisario sagði í í viðtali við tímaritið Stellar á dögunum að það hefði verið martröð að velja föt fyrir brúðkaup Harry og Meghan. Bellisario er gift fyrrverandi mótleikara Meghan úr Suits, leikaranum Patrick J. Adams. 

Bellasario játaði að hafa fundið fyrir kvíða þegar hún var að velja fötin fyrir brúðkaupið. Annars vegar fann hún fyrir kvíða vegna þess að hún var að reyna fela það að hún væri komin fimm mánuði á leið. Hins vegar voru það hattarnir og höfuðskrautið sem trufluðu leikkonuna. 

„Þeir líta fáranlega út nema þú sért stödd á árinu 1930. Þú getur fengið einhvern sem er þvílíkt listaverk en ertu þá of hégómaleg og ert að biðja um of mikla athygli? Eða ef hatturinn er of lítill ertu þá ekki að fara eftir hefðinni?“ sagði Bellisario um formlega höfuðskrautið sem konum var gert að nota í krikjunni í brúðkaupi Harry og Meghan. Bellasario hafði aldrei áður þurft að nota höfuðskraut eins og þetta áður og segir það hafa verið algjöra martröð. 

Með hjálp stílista ákvað Bellasario að vera með spöng með litlu slöri í stað hefðbundins hatts. Rétt fyrir brúðkaupið fór hún að efast um ákvörðunina og hringdi í stílista. Stílistinn sagði að þetta væri í lagi þar sem litla slörið huldi höfuð hennar. 

Bellasario tókst vel til eins og má sjá á myndum sem hún og eiginmaður hennar birtu á samfélagsmiðlum. Hún klæddist fölbleikum kjól frá Temperley London og var með litla spöng með slöri í stíl. Einnig fór lítið fyrir barninu sem hún gekk með. 

View this post on Instagram

Freeloaders #royalwedding

A post shared by Patrick Adams (@halfadams) on May 19, 2018 at 9:21am PDTmbl.is