Deilir mögnuðum fyrir og eftir myndum

Kylie Jenner.
Kylie Jenner. AFP

Raunveruleikastjarnan Kylie Jenner sýndi á dögunum hvernig hún lítur út ómáluð. Jenner birti myndband af sér þar sem hún var algjörlega ómáluð og svo mynd eftir að hún er búin að mála sig. 

Á fyrir myndinni var hún að vísu með andlitsfilter og því munurinn eflaust meiri ef hún hefði ekki verið með filterinn.

Myndirnar tók Jenner í þeim tilgangi að bæði sýna muninn á sér máluð og ómáluð og til að sýna fram á að hún notar raunverulega snyrtivörurnar sem hún framleiðir undir eigin nafni. 

Á milli myndanna sýndi hún vörur sem hún notaði. Þar á meðal voru augnskuggar, augnblýantur, varalitur og bleikur kinnalitur.

Fyrir og eftir.
Fyrir og eftir. Samsett mynd
Vörurnar sem Jenner notaði.
Vörurnar sem Jenner notaði. Samsett mynd
mbl.is