Leið eins og trúði í gula dressinu

Rihanna var alveg út úr kú í gær á Met …
Rihanna var alveg út úr kú í gær á Met Gala ballinu. AFP

Gula dressið sem Rihanna klæddist á Met Gala-viðburðinum vorið 2015 er ein eftirminnilegasta flíkin sem söngkonan hefur klæðst. Hún rifjaði nýlega upp flíkina og viðurkenndi að hafa liðið eins og trúði áður en hún gekk rauða dregilinn. 

Gula flíkin sem leit einna helst út eins og risastór náttsloppur með slóða var hönnuð af kínverska hönnuðinum Guo Pei. Sloppurinn var svo fyrirferðamikill að nauðsynlegt að vara að semja lítinn dans í kringum bílferðina, hvernig hún átti að komast í bílinn og út. Ákveða þurfti hver sæti við hurðina, hvar flíkin væri í bílnum og hvar Rihanna sæti.

Rihanna vakti mikla athygli í kápunni.
Rihanna vakti mikla athygli í kápunni. AFP

„Ég man að ég var svo hrædd að fara út úr bílnum af því mér leið eins og ég væri að gera of mikið,“ sagði Rihanna í viðtalinu við Access. 

„Guð minn góður, ég er trúður. Fólk á eftir að hlæja að mér. Þetta er allt of mikið,“ sagðist Rihanna hafa hugsað þegar hún keyrði fram hjá rauða dreglinum. Hún segist hafa keyrt í þrjá hringi áður en hún lagði í að fara á rauða dreglinum.

Tónlistarkonan Rihanna
Tónlistarkonan Rihanna AFP

Í dag sér hún ekki eftir að hafa valið gulu flíkina enda fá dress sem fólk man jafn vel eftir. Viðtökurnar voru reyndar blendnar á sínum tíma og var gert mikið grín að Rihönnu. Vinælt netgrín var af Rihönnu í gulu flíkinni á pönnu þar sem henni var líkt við eggjaköku á pönnu. 

mbl.is