Búðu húðina undir veturinn

Það er mikilvægt að gefa húðinni góðan raka á nóttunni.
Það er mikilvægt að gefa húðinni góðan raka á nóttunni. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Haustinu og vetrinum fylgja miklar breytingar á veðri. Þessar hitabreytingar geta haft mikil áhrif á húðina og þurrkað hana. Til að takast á við þessar hitabreytingar er nauðsynlegt að veita húðinni góðan raka. Í haustlínu Chanel má finna hið fullkomna næturkrem og hinn fullkomna rakamaska til þess. 

Næturkremið Le Lift Créme de Nuit frá Chanel inniheldur alfalfaþykkni sem er sagt vera jafn áhrifaríkt og retinól. Retinól hefur verið að ryðja sér til rúms í snyrtivöruheiminum á síðustu misserum en það er eitt öflugasta efnið gegn hrukkum. Alfalfaþykknið hefur svipuð áhrif og retinól; minnkar ásýnd fínna lína og gerir húðina stinnari og sléttari. Það hefur einnig fyrirbyggjandi áhrif líkt og retinólið. 

Alfalfaþykknið er unnið úr refasmára sem kallaður hefur verið faðir allrar fæðu. Refasmári er einstaklega næringarrík jurt og stútfull af vítamínum og steinefnum, þar á meðal amínósýrum og B-, D-, E-, K- og A-vítamínum. 

Le Lift Créme de Nuit frá Chanel er hið fullkomna …
Le Lift Créme de Nuit frá Chanel er hið fullkomna næturkrem.

Raka- og viðgerðarmaskinn Hydra Beauty Camellia Repair Mask tekur svo fegurðarblundinn á næsta stig. Eins og nafnið gefur til kynna er kamelíuvax í honum sem hjálpar húðinni að binda raka. Í honum eru líka hyaluronic-sýrur og glyserín. Þennan maska má að sjálfsögðu setja á sig á hvaða tíma sólarhringsins sem er og þrífa hann af eftir 10 mínútur. Það má líka bera létt lag af honum á sig fyrir svefninn og sofa með hann. 

Kamelíuvaxið er unnið úr hvítum kamelíublómum en blöð kamelíurunnans eru einnig oft notuð í te.

Hydra Beauty Camellia Repair Mask hjálpar húðinni við að binda …
Hydra Beauty Camellia Repair Mask hjálpar húðinni við að binda raka.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál