Svona hafa Kardashian-konurnar breyst

Svona litu mægðurnar Kris Jenner, Kourtney Kardshian, Khloé Kardashian og …
Svona litu mægðurnar Kris Jenner, Kourtney Kardshian, Khloé Kardashian og Kim Kardashian út árið 2019. AFP

Í vikunni bárust þær stórfréttir að raunveruleikaþættirnir Keeping Up With The Kardashians hætta göngu á næsta ári. Ekki aðeins hefur líf Kim Kardashian og fjölskyldu hennar breyst mikið heldur einnig útlit þeirra. Nokkuð eðlilegt er að útlit fólks breytist á 13 árum en ekki eru allar breytingarnar jafn eðlilegar. 

Fjölskyldan var ekki sú smartasta í heimi árið 2007 en nú má halda því fram að systurnar séu stærstu áhrifavaldar í tískuheiminum í dag. Varafyllingar og stórir rassar komust til að mynda í tísku á þeirra vakt. Á vef Daily Mail er farið yfir hvað mæðgurnar hafa látið gera við sig. Sumar fegrunaraðgerðir hafa þær viðurkennt að hafa farið í en aðrar eru aðeins sögusagnir. 

Kim Kardashian, Kourtney Kardashian, Khloe Kardashian og Kris Jenner árið …
Kim Kardashian, Kourtney Kardashian, Khloe Kardashian og Kris Jenner árið 2011. REUTERS/Las Vegas Sun/Steve Marcus

Kim Kardashian

Frægasta systirin, Kim Kardashian, hefur viðurkennt að hafa farið í bótox og sýndi frá því í raunveruleikaþættinum. Hún hefur einnig farið í leysimeðferðir og lagað hárlínu sína og slitför á húðinni. Hún er þó sögð hafa gert töluvert meira. Hún er til að mynda talin hafa farið í nefaðgerð en neitar því staðfastlega. Kim er einnig talin hafa látið eiga við afturendann á sér. Hún hefur þá neitað að hafa farið í brjóstastækkun. 

Kim Kardashian í flegnum gömlum kjól frá Versace árið 2019.
Kim Kardashian í flegnum gömlum kjól frá Versace árið 2019. AFP
Kim Kardashian árið 2008.
Kim Kardashian árið 2008. Reuters

Kourtney Kardashian

Elsta Kardashian-systirin, Kourtney, hefur talað opinskátt um brjóstastækkun sem hún fór í þegar hún var 22 ára. Kourtney er þekkt fyrir að vera í góðu formi og telja sumir að hún hafi farið í fitusog en hún þakkar bara hollu mataræði. Elsta systirin er sögð hafa farið í ýmsar fegrunaraðgerðir á andliti. Er því meðal annars haldið fram vegna þess að hún lítur ekki út fyrir að eldast en hún er 41 árs. 

Systurnar Kim og Kourtney Kardashian árið 2009.
Systurnar Kim og Kourtney Kardashian árið 2009. REUTERS/Danny Moloshok
Kourtney Kardashian árið 2018.
Kourtney Kardashian árið 2018. AFP

Khloé Kardashian

Yngsta Kardashian-systirin, Khloé, er sú systir sem hefur líklega breyst hve mest síðan raunveruleikaþættirnir fóru í loftið. Khloé hefur viðurkennt að hafa farið í bótox og sett fyllingarefni í líkama sinn en segir efnin nú horfin úr líkamanum. Khloé grenntist mjög mikið á tímabili en segir að hún hafi gert allt sjálf og ekki farið í neina aðgerð. Hún hefur einnig neitað að hafa farið í nefaðgerð og segir förðunaraðferðir útskýra breytta lögun á nefinu. 

Hér sést Khloe Kardashian við hlið systur sinnar, Kourtney Kardashian …
Hér sést Khloe Kardashian við hlið systur sinnar, Kourtney Kardashian árið 2016. AFP
Khloe Kardashian og Kim Kardashian árið 2017.
Khloe Kardashian og Kim Kardashian árið 2017. mbl.is/AFP
Khloe Kardashian árið 2011.
Khloe Kardashian árið 2011. REUTERS/Las Vegas Sun/Steve Marcus

Kylie Jenner

Hálfsystir Kardashian-systranna, Kylie Jenner, varð forrík á því að stofna snyrtivöruveldi. Hennar helsta einkennismerki eru stórar varir en hún hefur farið í varafyllingu. Kylie er þó sökuð um að hafa látið eiga við nef sitt og orðrómur um aðrar aðgerðir hefur einnig verið á sveimi. Hún hefur þó ávallt neitað að hafa farið undir hnífinn. Lýtalæknir heldur því meðal annars fram að Jenner líti út fyrir að vera eldri en hún er vegna þess hversu mikið hún hefur látið eiga við andlitið. Kylie er aðeins nýorðin 23 ára. 

Kylie Jenner var aðeins 21 árs þegar þessi mynd var …
Kylie Jenner var aðeins 21 árs þegar þessi mynd var tekin vorið 2019. AFP
Kendall og Kylie Jenner árið 2011.
Kendall og Kylie Jenner árið 2011. REUTERS/Las Vegas Sun/Steve Marcus

Kendall Jenner

Ofurfyrirsætan Kendall Jenner, eldri dóttir Kris og Caitlyn Jenner, segist ekki hafa gert neitt til þess að breyta útliti sínu en hún er ein eftirsóttasta fyrirsætan í heiminum í dag. Þrátt fyrir það er hún sögð hafa farið í varafyllingu og látið eiga við nefið.  

Kendall Jenner í Óskarsverðlaunaveislu árið 2019.
Kendall Jenner í Óskarsverðlaunaveislu árið 2019. AFP
Kendall Jenner árið 2013.
Kendall Jenner árið 2013. AFP

Kris Jenner

Ættmóðirin Kris Jenner verður 65 ára á árinu og hefur látið gera ýmislegt við sig. Kris fór fyrst undir hnífinn á níunda áratug síðustu aldar en þá fór hún í brjóstastækkun. Hún hefur verið mjög opin með það sem hún hefur látið gera við sig síðustu ár og hefur tökulið meðal annars fylgt henni í andlitslyftingu. Hún sýndi líka frá því þegar hún lét minnka á sér eyrnasneplana. Hún hefur viðurkennt að hafa farið í bótox, látið setja í sig fyllingarefni og farið í leysimeðferðir. 

Kris Jenner árið 2019.
Kris Jenner árið 2019. AFP
Kim Kardashian og Kris Jenner á góðri stundu árið 2011.
Kim Kardashian og Kris Jenner á góðri stundu árið 2011. mbl.is/APmbl.is