Clooney, Smith og Brosnan allir í Öxi

Pierce Brosnan, Will Smith og George Clooney kunna að meta …
Pierce Brosnan, Will Smith og George Clooney kunna að meta íslenka hönnun. Samsett mynd

Hollywoodstjörnurnar George Clooney, Will Smith og Pierce Brosnan kunn vel að meta Ísland og íslenska hönnun. Þeir eiga það sameiginlegt að hafa allir verið myndaðir í jakkanum Öxi frá 66° Norður. 

Undanfarin ár hafa mörg stór kvikmyndaverkefni verið tekin upp hér á landi. Má þar nefna Game of Thrones og nú nýlega netflixmyndirnar The Story of Fire Saga sem Brosnan lék í og Aether sem George Clooney leikstýrir. Einnig vakti verkefni á vegum Wills Smiths mikla athygli í sumar.

Að mynda í krefjandi íslensku veðurfari getur reynt á og augljóst að margar þeirra stjarna sem hingað hafa komið hafa kynnst íslenskum útivistarfatnaði við tökur. Mörg af stóru kvikmyndafyrirtækjunum hafa keypt sérmerktan 66°Norður-fatnað á tökuliðin. Framleiðslufyrirtækið á bak við Game of Thrones keypti jakka á alla leikara og framleiðsluteymi þáttanna. 

Leikararnir Will Smith, George Clooney og Pierce Brosnan fengu einnig fatnað þegar þeir komu til landsins. Jakkinn Öxi virðist vera í miklu uppáhaldi hjá þeim og hafa þeir ekki bara notað jakkann á Íslandi. 

Will Smith notaði Öxi undir skel og birti mynd af sér í jakkanum á Íslandi á instagramsíðu sinni í byrjun september. 

Aðdáandi Bond-stjörnunnar Pierce Brosnans birti mynd af leikaranum í Öxinni fyrir tæpu ári. Jakkann notaði Brosnan töluvert á ferðalagi sínu um Ítalíu. 


George Clooney var myndaður í jakkanum við tökur á myndinni The Midnight Sky í upptökuveri erlendis. Myndin birtist í myndasyrpu Vanity Fair á Instagram. 

View this post on Instagram

EXCLUSIVE: Your first look at George Clooney's new sci-fi film, The Midnight Sky, is here. In his first film role in four years, Clooney—who also directs—plays a dying scientist in 2049 facing the end of the world. Though the movie's apocalyptic events are unspecified, he imagines they aren’t very different from the traumas that have defined 2020: widespread illness, environmental collapse, political strife. In fact, when shooting wrapped earlier this year, the real world was a different place. “There wasn’t the pandemic, and we hadn’t set the whole West Coast on fire,” Clooney tells V.F. about the project, which Netflix will debut in December. “It’s science fiction, which unfortunately is less fictional as we move through the days.” The film, based on the novel Good Morning, Midnight by Lily Brooks-Dalton, also stars Felicity Jones, David Oyelowo, Kyle Chandler, and more. Read more at the link in bio. 📸: @netflix

A post shared by Vanity Fair (@vanityfair) on Sep 25, 2020 at 5:01am PDT

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

Sigga Dögg kynfræðingur Betra kynlífs svarar spurningum lesenda.

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum lesenda